Fara í efni

Bæjarstjórn

586. fundur 14. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:02 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Halldór Benjamín Hreinsson forseti bæjarstjórnar
  • Sandra Sigurðardóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Njörður Sigurðsson aðalmaður
  • Thelma Rún Runólfsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Þorsteinsson varamaður
  • Alda Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti bauð Thelmu Rún Runólfsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 24. október 2024

2410004F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 16 og 18.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Njörður Sigurðsson, Pétur G. Markan og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 16 "Notendaráð félagsþjónustu" er afgreiddur í liði nr. 12 á dagskrá fundarins.

Liður 18 "Tímabundin hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka" er afgreiddur sérstaklega.
Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-lista lýsa áhyggjum sínum yfir þeirri staðreynd að íbúafjölgun í Hveragerði sé langt undir því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Sú staða hefur slæm áhrif á fjárhag bæjarins.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Bæjarstjórn samþykkir tímabundna hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka fyrir allt að 80 mkr. til næstu áramóta.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7. nóvember 2024

2410010F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2, 3, 11 og 16.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Njörður Sigurðsson, Pétur G. Markan, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Liður 2 "Bréf frá Sjóðnum góða frá 21. október 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að Sjóðurinn góði verði styrktur um kr. 100.000,-.

Liður 3 "Bréf frá Stígamótum frá 30. október 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 120.000,- líkt og undanfarin ár.

Liður 11 "Opnun tilboða í verkið Hveragerði - Gervigrasvöllur, yfirborð og lagnir" afgreiddur sérstaklega.
Annar áfangi í framkvæmd við uppbyggingu á gervigrasi fer nú af stað. Knattspyrnumannvirkið á eftir að gjörbreyta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði þegar það verður fullklárað.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-lista lýsa áhyggjum sínum yfir því að íþróttafélagið Hamar geti ekki boðið iðkendum sínum, á öllum aldri, upp á viðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar yfir vetrarmánuðina enn eitt árið.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Stjörnugarða ehf. í verkið.

Liður 16 "Gott að eldast - skýrsla KPMG" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að komið verði á fót verkefnahóp sem stýrir verkefninu á undirbúnings- og þróunartímabili í samræmi við niðurstöður skýrslunnar.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

3.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 10. október 2024

2410003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 10.

Enginn tók til máls.
Liður 10 "Listamannahúsið Varmahlíð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um úthlutun listamannahússins Varmahlíðar í Hveragerði og að þær taki strax gildi.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

4.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. nóvember 2024

2410009F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2, 4, 6 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Pétur G. Markan, Alda Pálsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Deiliskipulag miðbæjar - deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar íþróttahúss" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn fagnar málinu. Deiliskipulagsbreytingin er mikilvægur og nauðsynlegur áfangi í stækkun íþróttahússins við Skólamörk. Í kjölfarið mun nýstofnuð byggingarnefnd hefja störf og fylgja hönnun og framkvæmd eftir á stækkun íþróttahússins. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 2 "Vorsabær 7 - ósk um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Samkvæmt erindi lóðarhafa er hann að óska eftir breytingu á lóðarblaði fyrir Vorsabæ 7. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og felur nefndinni að leiðbeina lóðarhafa um að breyting á lóðarblaði kalli á breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Liður 4 "Óskaland - tillaga að fjölgun bílastæða og eflingu öryggis gangandi vegfarenda" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi leikskólans sem fjölgar bílastæðum og bætir umferðaröryggi.

Liður 6 "Leyfi fyrir rafknúin farartæki um göngu- og reiðstíga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn er áhugasöm um erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna. Bæjarstjórn bendir á hvað varðar reiðstíga að nauðsynlegt er að haft verði ítarlegt samráð við hestamenn varðandi akstur rafknúinna farartækja á reiðstígum.

Liður 8 "Þelamörk 1A-1C - Umfangsflokkur 2" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir 7,1 fermetra sólskála sunnan megin við raðhúsið að Þelamörk 1a. Bæjarstjórn bendir á að skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal grenndarkynna að nýju, hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

5.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 21. október 2024

2410005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.

Enginn tók til máls.
Liður 1 "Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglur Hveragerðisbæjar um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og að þær verði sendar Stjórnartíðindum til birtingar í B-deild.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

6.Fundargerð skólanefndar frá 21. október 2024

2410007F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.

7.Fundargerð notendaráðs velferðarþjónustu frá 30. október 2024

2410008F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Alda Pálsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Pétur G. Markan.
Liður 1 "Skipan fundarmanna" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn þakkar ÖBÍ tilnefningarnar.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir eftirfarandi aðal- og varamenn sem fulltrúa notenda í notendaráð félagsþjónustu sbr. 3. tölul. C-liðar 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar:

Aðalmenn
Sveinn Friðriksson
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir
Sigríður Anna Hjartardóttir

Varamenn
Hilmar Heiðberg Björgvinsson
Guðjón Steinar Hákonarson
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir

Minnihlutinn situr hjá.

Bæjarstjórn bendir á að undir lið nr. 12 á fundinum er tekin til fyrri umræðu breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar þar sem nafni ráðsins er breytt úr notendaráði félagsþjónustu í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

8.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 4. október 2024

2409011F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Fjárfestingar í íþróttamannvirkjum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að nýjar framkvæmdir við íþróttamannvirki þ.e. gervigrasvöll og viðbyggingu við íþróttahús verði eignfært á Fasteignafélag Hveragerðis ehf. sem mun þá dreifa virðisaukaskatti af framkvæmdum til 20 ára.

Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.

9.Samningur við foreldrafélag leikskólanna í Hveragerði

2410087

Samningur við foreldrafélag leikskólanna Undralands og Óskalands í Hveragerði lagður fram. Samningurinn gildir til ársloka 2025.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Alda Pálsdóttir, Njörður Sigurðsson og Atli Viðar Þorsteinsson.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.
Fylgiskjöl:

10.Samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs., fyrri umræða

2411025

Samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs. lögð fyrir til fyrri umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að samþykkt um Tónlistarskóla Árnesinga bs. verði tekin til seinni umræðu.

11.Samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs., fyrri umræða

2411026

Samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs. lögð fyrir til fyrri umræðu.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að samþykkt um Brunavarnir Árnessýslu bs. verði tekin til seinni umræðu.

12.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar vegna breytinga á nefndum, fyrri umræða

2411016

Lögð fram til fyrri umræðu Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023, með síðari breytingum. Breytingin er tilkomin vegna breytinga á nefndum Hveragerðisbæjar og var samþykkt á fundi bæjarráðs 24. október sl. sbr. einnig meðfylgjandi minnisblað bæjarritara.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Sigmar Karlsson.
Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.
Sbr. bókun fulltrúa D-listans í bæjarráði þann 24. október síðastliðinn er hér lagt til aftur að notendaráð félagsþjónustu sé lagt niður, enda er til annar samráðshópur um málefni fatlaðs fólks starfandi á vegum Bergrisans sem Hveragerðisbær á aðild að. Þá verði samþykktum bæjarins breytt þannig að fulltrúi úr hagsmunasamtökum t.d. Öryrkjabandalaginu tilnefni fulltrúa fatlaðs fólks sem hefur rétt til setu á fundum velferðar- og fræðslunefndar með málfrelsi og tillögurétt þegar mál sem varða fatlað fólk er til umræðu.

Tillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum meirihlutans; Halldórs Benjamíns Hreinssonar, Njarðar Sigurðssonar, Söndru Sigurðardóttir og Thelmu Rúnar Runólfsdóttur.
Fulltrúi minnihlutans með.
Atli Viðar Þorsteinsson situr hjá.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir til síðari umræðu þær breytingar sem hér eru lagðar til á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023, með síðari breytingum, hvað varðar breytingu á nefndum Hveragerðisbæjar.
Minnihlutinn situr hjá.

13.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923_2023, síðari umræða

2408501

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023, með síðari breytingum. Breytingin fjallar um verkefni Nefndar um Eignarsjóð og móttökuráð fræðsluþjónustu sbr. minnisblað bæjarritara. Breytingin var samþykkt til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 5. september 2024.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023, með síðari breytingum, og að samþykktin verði send ráðherra til staðfestingar.

14.Stefnumótun eldri borgara 2024, fyrri umræða

2406115

Lögð fram til fyrri umræðu Stefnumótun eldri borgara 2024. Stefnan var kynnt á fundi velferðar- og fræðslunefndar 27. júní sl. og á fundi bæjarráðs 19. september sl. Samkvæmt 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar skal bæjarstjórn hafa tvær umræður um stefnumarkandi áætlanir sem gilda eiga til lengri tíma og taka til sveitarfélagsins í heild eða meirihluta þess.

Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Pétur G. Markan, Alda Pálsdóttir, Atli Viðar Þorsteinsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu Stefnumótun eldri borgara 2024.

15.Skipan í nefndir og ráð

2411013

Margrét Haraldardóttir hefur óskað eftir lausn frá setur sem aðalmaður í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórn 1.

Viktoría Sif Kristinsdóttir hefur óskað eftir lausn frá setu sem aðalmaður í undirkjörstjórn 2 og Elísabet Hermundardóttir hefur óskað eftir lausn frá setu sem varamaður í undirkjörstjórn 2.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Að Fríða Margrét E. Þorsteinsdóttir komi inn í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórn 1 sem aðalmaður í stað Margrétar Haraldardóttur og að Auður Elísabet Guðjónsdóttir komi inn sem varamaður í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórn 1 í stað Fríðu Margrétar E. Þorsteinsdóttur.

Að Sigrún Árnadóttir komi inn í undirkjörstjórn 2 sem aðalmaður í stað Viktoríu Sifjar Kristinsdóttur.

Að Margrét Ísaksdóttir komi inn í undirkjörstjórn 2 sem varamaður í stað Elísabetar Hermundardóttur.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?