Fara í efni

Bæjarstjórn

557. fundur 12. janúar 2023 kl. 17:00 - 17:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 15. desember 2022

2212003F

Liður afgreiddur sérstaklega 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Bréf vegna góðgerðadagsins" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 5. janúar 2023

2212007F

Liðir afgreiddir sérstaklega 5, 6, 8, 9 og 10.
Enginn tók til máls.
Halldór vék af fundi meðan á afgreiðslu liðar 5 stóð.
Liður 5 "Lóðaumsóknir Hólmabrún 20" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.
Liður 6 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 8 "Opnun tilboða í verkið - Breiðumörk 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði frá Auðverk ehf enda uppfyllir bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
Liður 9 "Opnuna tilboða í verkið - Lýsing í hesthúsahverfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 10 "Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 13. desember 2022

2212002F

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Geir Sveinsson og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 9. janúar 2023

2212006F

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Skipan í nefndir og ráð

2301031

Fræðslunefnd.
Tillaga kom um að Njörður Sigurðsson verði aðalmaður í stað Sigríðar Hauksdóttur og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verði aðalmaður í stað Thelmu Rúnar Runólfsdóttur.

Menningar-íþrótta og frístundanefnd.
Tillaga kom um að Bjarndís Helga Blöndal verði aðalmaður í stað Eydísar Valgerðar Valgarðsdóttur sem verður varamaður.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Alda Pálsdóttir.
Tillögurnar samþykktar samhljóða.

6.Tillaga frá fulltrúum D-listans - Klippikort á gámasvæði

2301029

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

D-listinn leggur til að áfram verði gefið út klippikort á gámasvæðið líkt og hefur verið gert síðustu ár og að skoðaðar verði rafrænar útfærslur á þeim klippikortum líkt og önnur sveitarfélög bjóða upp á.

Greinagerð

Í upphafi árs 2014 tók þáverandi meirihluti D-listans ákvörðun um að taka upp klippikort á gámasvæði Hveragerðisbæjar sem veitti hverju heimili í bænum gjaldfrjálsan aðgang að gámasvæðinu með allt að einn rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi í hvert sinn. Nú öllum að óvörum og án samráðs og kynningar birtist tilkynning rétt fyrir áramót á vef Hveragerðisbæjar um það að engir miðar yrðu í boði á gámasvæðinu á árinu 2023. Bæjarfulltrúar D-listans undrast þessa ákvörðun og þær skýringar sem fulltrúar meirihlutans hafa gefið upp á samfélagsmiðlum þegar að nágrannasveitarfélög Hveragerðisbæjar, meðal annars Árborg og Ölfuss, bjóða enn upp á frímiða á gámasvæðið. Mikil óánægja ríkir hjá íbúum sveitarfélagsins með þessa stefnubreytingu meirihlutans.
Frímiðar á gámasvæðið í því formi sem verið hefur í Hveragerði hefur hvatt íbúa til að flokka og skila sorpi á gámasvæðið og hefur ekki falið í sér umtalsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Halldór Benjamín Hreinsson.
Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listan með.


Meirihlutinn fellir tillöguna með eftirfarandi bókun:

Þann 1. janúar 2023 tóku í gildi lög nr. 103/2021 um hollustuhætti, mengunarvarnir o.fl. Efni laganna er að mestu innleiðing á tilskipunun Evrópusambandsins, þ.m.t. að þeir aðilar borgi sem hendi. Í lögunum kemur m.a. fram að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Vegna þessa þurfa sveitarfélög að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi og hverfa frá því eins og hægt er að nota kerfi sem innheimtir fast gjald og nota kerfi sem sniðið er að magni og tegund úrgangs sem hver íbúi lætur frá sér. Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs á söfnunar- og endurvinnslustöðvum er hluti af föstu gjaldi sem íbúar og rekstraraðilar í sveitarfélögum greiða árlega. Miðar eða klippikort þar sem íbúar geta hent tilteknu magni af úrgangi á söfnunar- og endurvinnslustöðvum sem hluta af föstu gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs er því í andstöðu við markmið laganna, þ.e. að þau borgi sem hendi. Undanfarin ár hefur Hveragerðisbær verið að greiða með meðhöndlun úrgangs í bænum. Þannig hafa gjöld umfram tekjur á rekstri gámasvæðis verið hátt í 9 m.kr. og gjöld umfram tekjur við sorphreinsun verið um 20 m.kr. Ljóst er að slíkur rekstur gengur ekki lengur og honum þarf að snúa við. Vitað er að sveitarfélög sem hafa boðið upp á miða- og klippikortakerfi hafa í hyggju að endurskoða þá þjónustu samhliða innleiðingu á nýju kerfi til að ná markmiðum laganna.

Hveragerðisbæ hefur verið boðið að taka þátt í tilraunaverkefni með 11 sveitarfélögum um innleiðingu nýs kerfis við meðhöndlun úrgangs og er nú verið að skoða það góða boð. Við innleiðingu á nýju kerfi verður tækifæri til að endurskoða miðakerfi og finna út hvort og hvernig það kerfi getur samræmst nýju kerfi.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Hlynur Kárason
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson

7.Tillaga frá fulltrúum D-listans - Ráðning verkefnastjóra menningar, íþrótta og frístundamála

2301030

Fulltrúar D- listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Í ljósi þess að menningar- og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar hefur sagt upp störfum og er komin til starfa annars staðar og að ekki virðist vera vilji til að auglýsa og ráða í stöðu menningar- og frístundafulltrúa að nýju leggja bæjarfulltrúar D-listans til að ráðið verði tímabundið í stöðu verkefnastjóra menningar-, íþrótta- og frístundamála hjá Hveragerðisbæ.

Greinargerð

Hlutverk menningar- og frístundafulltrúa er mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ sem þekkt er fyrir blómlegt menningar-, íþrótta- og frístundalíf. Framundan er skipulag hinna ýmsu hátíða og viðburða fyrir vorið og sumarið og mikilvægt er að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um og stýra þeim. Þá er staða íþróttamála í sveitarfélaginu á viðkvæmu stigi eftir fall Hamarshallarinnar og þarf sveitarfélagið að styðja vel við íþróttafélagið á þessum tímum líkt og fyrrverandi menningar- og frístundafulltrúi gerði. Verkefnastjórinn myndi einnig hafa seturétt á fundum menningar-, íþrótta- og frístundanefndar og myndi gegna sama hlutverki þar og menningar- og frístundafulltrúi gerði.
Starfslýsing verkefnastjóra væri þannig að miklu leyti þau sömu og menningar- og frístundafulltrúa.

Friðrik Sigurbjörnsson
Alda Pálsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Geir Sveinsson og Njörður Sigurðsson.
Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans með.

Bókun meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar vegna tillögu D - lista um að auglýsa tímabundið í stöðu verkefnastjóra menningar-, íþrótta-og frístundamála hjá Hveragerðisbæ.

Tillögu minnihlutans er hafnað með eftirfarandi bókun:
Unnið hefur verið markvisst að því síðustu misseri að gera úttekt á skipuriti bæjarins sem og öðrum þáttum innan stjórnsýslu Hveragerðisbæjar. Menningar-, íþrótta- og frístundamál eru samfélaginu mikilvæg og því unnið að framtíðarfyrirkomulagi. Í næstu viku verður fundað með úttekaraðilum KPMG og verður því niðurstöðu að vænta á bæjarstjórnarfundi í febrúar.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Hlynur Kárason

8.Samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði, fyrri umræða

2301028

Lögð fram samþykkt um byggingargjöld í Hveragerði til fyrir umræðu.

Enginn tók til máls.
Samþykkt að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

9.Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2023, fyrri umræða

2301024

Lögð fram húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að „[h]lutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna“. Í húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2023, sem nær til ársins 2033, er að finna greiningu á stöðu í húsnæðismálum í sveitarfélaginu og markmið um uppbyggingu til næstu tíu ára.

Í þeirri húsnæðisáætlun sem lögð er hér fram er að finna metnaðarfull markmið um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hveragerði til að tryggja fjölbreytt þjónustu-og búsetuúrræði fyrir alla hópa samfélagsins. Markmið rammasamnings ríkis og sveitarfélaga, um aukið framboð íbúða og hlutfall íbúða á viðráðanlegu verði, eru háleit og stefnir Hveragerðisbær á að uppfylla markmiðin til lengri tíma. Sem stendur leggur sveitarfélagið fram 100% aukningu á félagslegum íbúðum á ári frá því sem áður var. Sveitarfélagið er auk þess opið fyrir umsóknum íbúðarbygginga óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga sem og vegna umsókna íbúða sem fjármagnaðar eru með hlutdeildarlánum, sé gætt að gæðum íbúðarbygginganna. Þá er sett markmið um byggingu námsmannaíbúða í Hveragerðisbæ á næstu árum.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Hlynur Kárason

Samþykkt að vísa húsnæðisáætluninni til síðari umræðu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?