Fara í efni

Bæjarstjórn

538. fundur 11. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21. október 2021.

2110003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 5, 6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 5 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Grunnskólinn í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Liður 6 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Leikskólinn Óskaland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Liður 7 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Leikskólinn Undraland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

Kl 17:06 var gert fundarhlé.
Kl 17:17 hélt fundur áfram.

Varðandi lið 3 "Bréf frá Skipulagsstofnun frá 14. september 2021" vill bæjarstjórn taka undir bókun bæjarráðs og bendir einnig á að virkjununni fylgja einnig annarsskonar umhverfisáhrif meðal annars hávaði frá blásandi borholum.

Varðandi lið 4 "Bréf frá Vegagerðinni frá 13. október 2021" vill bæjarstjórn taka undir bókun bæjarráðs og fagnar að framkvæmdir við Ölfusveg um Varmá séu að hefjast.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4. nóvember 2021.

2110005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 10, 11, 12 og 14.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2 "Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 7. október 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Loftræsting í Grunnskólanum í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Minnisblað frá bæjarstjóra - bílastæði á Árhólmum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Kl. 17:22 var gert fundarhlé.
Kl. 17:28 hélt fundur áfram.

Liður 12 "Minnisblað frá umhverfisfulltrúa - Breiðumörk 21" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs en felur bæjarsjóra að ræða nánar við forsvarsmenn Orkideu.

Liður 14 "Lóðaumsóknir Öxnalækur 1-3" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðaúthlutunina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3. nóvember 2021.

2111002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 5 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir.
Liður 1 „Athafnasvæði AT3, lýsing á breytingu á aðalskipulagi“ afgreiddur sérstaklega. Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Eyþór H. Ólafsson tók við fundarstjórn á meðan.
Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila um lýsinguna og hún kynnt fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kl. 17:36 var gert fundarhlé.
Kl 17:49 hélt fundur áfram.

Liður 2 „Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa“ afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna óbreytta með fimm atkvæðum, fulltrúar Okkar Hveragerðis sátu hjá.

Liður 3 „ZIP LINE braut á Árhólmasvæði, tillaga að breytingu á aðalskipulagi“ afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 verði send Skipulagsstofnun til athugunar og að fenginni umsögn hennar verði hún auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Njörður Sigurðsson sat hjá.

Liður 5 "Þórsmörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur nýbyggingum og samtals 6 íbúðum á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna verulegra breytinga, sem gerðar hafa verið á uppdráttunum.

Liður 6 "Laufskógar 3, fjölgun fasteigna á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 4. nóvember 2021.

2111001F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Minnisblað frá bæjarstjóra - fleiri hendur í tæknideild.

2111030

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 9. nóvember 2021 þar sem lagt er til að auglýst verði störf í tæknideild.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýst verði nú þegar eftir fasteignafulltrúa í 100% stöðu og skipulagsfulltrúa sömuleiðis í 100% stöðu. Ráðningarstofa verði fengin til að halda utan um ráðningarferlið.

6.Sýslumaðurinn á Suðurlandi - umsókn um rekstraleyfi.

2111031

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar RK ehf kt. 441199-3419 um leyfi til veitingareksturs í flokki II-A veitingahús.

Eftirtaldir tóku til máls:
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn RK ehf kt. 441199-3419 um leyfi til veitingareksturs í flokki II-A veitingahús, Austurmörk 6, fasteignanúmer 235-7516.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?