Fara í efni

Bæjarstjórn

529. fundur 14. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:08 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fundargerð bæjarráðs frá 17. desember 2020.

2012006F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 9.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 9 "Tillaga að breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7. janúar 2021.

2101001F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Liður 7 "Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 8 "Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 5. janúar 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Varðandi lið 6 "Niðurstaða skoðanakönnunar um þjónustu sveitarfélaga 2020" vill bæjarstjórn taka undir bókun bæjarráðs þar sem þeim niðurstöðum sem fram koma í þjónustukönnuninni er fagnað. Könnunin sýnir staðfestir niðurstöðu fyrri kannana þar sem íbúar Hveragerðisbæjar hafa skipað sér í hóp þeirra sveitarfélaga þar sem mest ánægja ríkir með þjónustu sveitarfélagsins. Áberandi er hversu ánægðir elstu íbúar sveitarfélagsins eru með þjónustu við þann hóp en enn og aftur ríkir í þeim hópi marktækt meiri ánægja en annars staðar á landinu.Í öllum spurningum er ánægja íbúa vel yfir meðaltali og í mörgum er ánægja eins og best gerist. Er það ánægjulegur vitnisburður um þá góðu vinnu sem starfsmenn Hveragerðisbæjar inna af hendi. Þjónustukönnun Gallup er gott tæki til að meta ánægju íbúa og hefur bæjarstjórn árlega nýtt sér þær niðurstöður til að gera sífellt betur. Það verður einnig gert nú með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar fra 5. janúar 2021.

2101017

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,2,3,4 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.

Liður 1 "Nýtt deiliskipulag við Varmá í Hveragerði, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að kynna deiliskipulagstillöguna og forsendur Hveragerðisbæjar fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að í ljósi aðstæðna í samfélaginu verði kynning á skipulagstillögunni með óhefðbundnum hætti í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk og jafnframt verði skipulagið kynnt fyrir áhugasömum á opnum rafrænum fundi.

Liður 2 "Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð NLFÍ, deiliskipulagslýsing, umsagnir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að tekið verði tillit til umsagna Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Fiskistofu. Varðandi athugasemdir félags húseigenda í Lækjarbrún þá bendir bæjarstjórn á að um er að ræða lýsingu á deiliskipulagi en áður en tillaga að deiliskipulagi verður tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn og auglýst þá verður hún ásamt forsendum hennar kynnt íbúum Hveragerðisbæjar og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn telur því að á þessu stigi sé ekki þörf á að framlengja frest til að gera athugasemdir við lýsinguna.

Liður 3 "Hlíðarhagi, breyting á aðal- og deiliskipulagi, umsagnir sem borist hafa um skipulagslýsingu" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa að aðal- og deiliskipulagstillögunnar samhliða skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi.
Liður 4 "Iðjumörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskýli, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umsóknina.
Aldís Hafsteinsdóttir mætti aftur til fundar.

Liður 6 "Breyting á aðalskipulagi Ölfus 2010-2022 vegna breytingar á landnotkun í Götu í Selvogi og Stóra-Saurbæ 3" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn tekur undir ábendingu nefndarinnar um að ekki sé gerð grein fyrir því hvernig Sveitarfélagið Ölfus hefur í hyggju að þjónusta hina fjölmörgu og frekar fámennu íbúðakjarna sem eru að myndast víða í dreifbýli Ölfuss og þá sérstaklega í nágrenni við Hveragerðisbæ. Fram kemur í greinargerð með skipulagslýsingunni að íbúum í dreifbýli Ölfuss hafi fjölgað á síðustu 10 árum um 44% á meðan að íbúum í Þorlákshöfn fjölgaði um 13%. Því virðist vera ljóst að í framtíðinni verði meirihluti íbúa í Ölfusi búsettur í dreifbýli og þá mestmegnis í nágrenni við Hveragerðisbæ og Selfoss. Í því ljósi óskar bæjarstjórn eftir upplýsingum um framtíðarsýn sveitarfélagsins Ölfuss varðandi þjónustu við íbúa í dreifbýli Ölfuss.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytta landnotkun í landi Götu í Selvogi.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 28. október 2020.

2101015

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn vill koma á framfæri kærum þökkum til stjórnenda og starfsmanna grunnskólans sem og annarra starfstöðva Hveragerðisbæjar fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð við þeim krefjandi aðstæðum sem sköpuðust í kjölfar fjölgunar Covid smita í bæjarfélaginu að undanförnu.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 11. desember 2020.

2012005F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Þjónustusamningur við Handverk og hugvit undir Hamri frá 2021 - 2022.

2101016

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Handverks og hugvits undir Hamri sem gildir til 31. desember 2022.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

7.Bergrisinn-beiðni um auka fjárheimild.

2101023

Lagt fram bréf frá Bergrisanum frá 6. janúar 2021 þar sem óskað er eftir umfjöllun og afgreiðslu aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs. vegna viðaukasamnings við Sólheima SES í samræmi við 6. gr. samþykktar Bergrisans bs.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði viðaukasamningur við Sólheima SES á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í erindi Bergrisans bs. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veitt verði lán til Sólheima, 18 mkr, til að hægt sé að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði fyrir þjónustuþega sem þangað mun flytja eigi síðar en 1. apríl 2021.

8.Lánasamningur - Lánasjóður sveitarfélaga

2101019

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 250. m. kr. lán.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 250.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

9.Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru um ákvörðun bæjarstjórnar um niðurrif á húsinu Skaftafelli, Heiðmörk 23 í Hveragerði.

2101024

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á kæru um ákvörðun bæjarstjórnar um niðurrif á húsinu Skaftafelli, Heiðmörk 23 í Hveragerði.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga frá O-lista um umsagnarferli við setningu reglna og samþykkta.

2101020

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Undirrituð leggja til að reglur og samþykktir sem Hveragerðisbær setur skuli fara í opið umsagnarferli meðal íbúa sveitarfélagsins og þeirra sem njóta þjónustu þess áður en bæjarstjórn samþykkir reglurnar. Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að útbúa verklagsreglur um slíkt umsagnarferli og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Greinargerð
Nauðsynlegt er að vanda vel til verka þegar stjórnvöld setja reglur og samþykktir. Í nútímastjórnsýslu er eðlilegt að leita umsagna áður en stefnumarkandi reglur og samþykktir sveitarfélags eru settar, s.s. hjá íbúum, þeim sem njóta þjónustu sveitarfélagsins og hjá öðrum hagsmunaaðilum eins og við á. Með slíku samráði er betur tryggt að öll sjónarmið sem máli skipta komi fram og að samráð sé haft við íbúa. Slíkt samráð er í anda 1. mgr. 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem segir: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“

Fyrirkomulag við umsagnarferli reglna og samþykkta getur verið að fyrstu drög eru lögð fyrir bæjarstjórn sem tekur ákvörðun um að senda þau í umsagnarferli. Drög að reglum og samþykktum eru í kjölfarið auglýstar á vef Hveragerðisbæjar með umsagnarfresti í tvær vikur. Ef þörf er á eru regludrögin send sérstaklega til tiltekinna aðila til umsagnar. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa svo eina viku til að vinna úr umsögnum og gera breytingar á drögunum eftir því sem við á. Endurskoðuð drög að reglum og samþykktum eru svo lagðar fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar ásamt öllum umsögnum sem bárust. Með slíku fyrirkomulagi er hægt að afgreiða nýjar reglur og samþykktir á tveimur bæjarstjórnarfundum með mánaðarmillibili. Ef þörf er á lengri fresti er hægt að lengja hann í einstaka tilvikum.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigrún Árnadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ræða tillögu O-listans og hafa til hliðsjónar mikilvægi þess að stjórnsýsla sveitarfélagsins verði ekki óþarflega svifasein.

11.Tillaga frá O-lista um endurskoðun á samningi við Reykjadalsfélagið.

2101021

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Undirrituð leggja til að bæjarstjóra verði falið að taka upp viðræður við Reykjadalsfélagið um endurskoðun á aðstöðu- og þjónustusamningi sem meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðis samþykkti 18. júní 2020. Forsendur samningsins hafa breyst og því rétt að samið verði að nýju við félagið. Í grein 2.1.3 í samningnum segir:

„Þjónustukaupi skal hafa aðgang að þjónustumiðstöðinni fyrir þá starfsmenn Hveragerðisbæjar sem sinna innheimt bílastæðagjalda. Skulu þeir hafa þar afdrep til hvíldar og aðstöðu til að matast og aðgang að salernum.“

Á fundi bæjarstjórnar 10. desember 2020 var ákveðið að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar í gjaldtöku fyrir bílastæði. Sú lausn sem notast verður við til að innheimta bílastæðagjöld við Árhólma byggist á rafrænum lausnum og er því ekki þörf á aðstöðu fyrir bílastæðiverði í húsi Reykjadalsfélagsins þar sem engir slíkir starfsmenn verða á vegum bæjarins. Því má gera ráð fyrir að lækka megi leigugjald sem Hveragerðisbær greiðir fyrir aðstöðu í húsi Reykjadalsfélagsins nokkuð en gjaldið samkvæmt samningnum er kr. 1.450.000 á mánuði.

Lagt er til að bæjarstjóri leggi endurskoðaðan samning fyrir bæjarstjórnarfund í mars 2021.

Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan borin upp og hafnað með atkvæðum meirihluta D-listans og eftirfarandi bókun:
Samningur sem gerður var við Reykjadalsfélagið er fjölþættur og inniheldur fjölmörg ákvæði sem félaginu ber að uppfylla. Gerð samningsins var nauðsyn svo hægt væri að tryggja eðlilega þjónustu við þá aðila sem fljótlega munu greiða gjald fyrir að leggja bíl sínum á nýja bílastæði bæjarins á þessum stað. Öryggismiðstöðin hefur hafið vinnu við uppsetningu á búnaði til innheimtu gjaldsins og þá mun koma í ljós hvernig þjónustu við þann búnað verður háttað.
Fulltrúi Frjálsra með Framsókn sat hjá.

12.Starfsáætlun bæjarstjórnar 2021

2101025

Lögð fram starfsáætlun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar fyrir árið 2021.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Áætlunin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Bergrisans frá 9. desember 2020.

2101018

Enginn tók til máls.
Lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Bergrisans frá 14. desember 2020.

2101022

Enginn tók til máls.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:08.

Getum við bætt efni síðunnar?