Fara í efni

Bæjarstjórn

528. fundur 10. desember 2020 kl. 17:00 - 19:56 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 3. desember 2020.

2011004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 9, 10 og 11.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 9 "Minnisblað frá bæjarstjóra - matarþjónusta til eldri íbúa og annarra í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Þjónustusamningur - Hveraportið" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Opnun tilboða í verkið - Kambaland III áfangi 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

2.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1. desember 2020.

2012013

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 3, 4, 5, 6, 7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Bryndís Eir Þorsteinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 1 "Friðarstaðareitur, deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að áfram verði unnið við deiliskipulagsgerðina í samræmi við fyrirliggjandi drög og greinargerð og að stefnt verði að því að fullunnin tillaga verði lögð fyrir nefndina í janúar nk. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið fái heitið "Deiliskipulag við Varmá".

Liður 3 "Hlíðarhagi, breyting á aðal- og deiliskipulagi, skipulagslýsing og lagfærð deiliskipulagstillaga" afgreidd sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila um lýsinguna og kynni hana fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Liður 4 "NLFÍ, ósk um breytingu á aðalskipulagi á tjaldsvæði við Reykjamörk og á Fagrahvammstúni" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að Landform ehf. verði falið, í samráði við skipulagsfulltrúa, að gera tillögu að 2-3 valkostum fyrir tjaldsvæði í Hveragerði, sem veiti sambærilega þjónustu og núverandi tjaldsvæði við Reykjamörk, til að kynna fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum.

Liður 5 "Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir saunahúsi á lóð, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórar samþykkir erindið, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir á móti.

Kl. 17:35 var gert fundarhlé.
Kl. 18:04 hélt fundur áfram.

Liður 6 "Heiðmörk 23, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi og niðurrifi á eldra húsi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.

Meirihluti D-listans samþykkir erindið.

Fulltrúi Frjálsra með framsókn sat hjá.

Fulltrúar Okkar Hveragerðis á móti með eftirfarandi bókun.
Húsið Skaftafell (Heiðmörk 23) var byggt árið 1943 samkvæmt upplýsingum um brunavirðingu hússins. Skaftafell er því með elstu húsum bæjarins. Húsið er lítið bárujárnsklætt íbúðarhús með valmaþaki sem var einkennandi fyrir byggðina sem myndaðist í Hveragerði á árunum 1930-1950 eða þegar þéttbýli var að myndast þar. Mörg húsanna sem voru reist á þessu tímabili voru lítil og lágreist, sum voru byggð sem sumarhús fyrir höfuðborgarbúa en einnig reis fjöldi íbúðarhúsa eins og húsið Skaftafell. Húsin sem standa norður af Skaftafelli í Bláskógum voru byggð á árunum 1940-1944 og mynda því heildstæða götumynd og byggðamynstur og endurspegla vel þetta byggingarlag. Húsið Skaftafell stendur innan reits sem nýtur hverfisverndar samkvæmt aðalskipulagi Hveragerðis. Reiturinn afmarkast af Dynskógum, Varmahlíð, Breiðumörk og Heiðmörk. Tilgangur hverfisverndar á þessum stað er að varðveita byggðamynstur og götumynd. Um skilamála vegna hverfisverndar segir í aðalskipulagi:

„Hverfisverndin felur í sér að varðveita beri byggðarmynstur og götumynd reitsins. Ef byggja á við hús eða fjölga þeim, skal það alla jafna gert á baklóðum húsa þannig að það hafi sem minnst áhrif á götumyndina. Einnig er heimilt að skipta lóðum þar sem aðstæður leyfa að undangengnu deiliskipulag. Viðbyggingar og ný hús skulu taka mið af formi og hlutföllum núverandi byggðar.“

Ekki hefur komið fram í vinnslu málsins hjá skipulags- og mannvirkjanefnd hvort og hvernig fyrirhuguð uppbyggingaráform, þ.e. að rífa húsið og byggja nýtt, samræmast ákvæðum hverfisverndar og hvort að uppbyggingin kalli á endurskoðun á hverfisverndarákvæðum. Ef þörf er á að breyta hverfisverndarákvæðum þarf að breyta aðaskipulagi. Það væri því rétt stjórnsýsla í þessu máli að senda málið aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til að vinna það betur miðað við ofangreint. Slík skoðun gefur tilefni til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn. Þá þyrfti mögulega að leita umsagnar Minjastofnunar og væri þá eðlilegt að fyrir lægi einnig ástandsmat á húsinu ef sveitarfélagið teldi áfram þörf á að rífa það. Rétt er að taka fram að hvergi liggur fyrir ástandsmat á húsinu í þessu ferli né hefur verið tilgreind sérstök ástæða fyrir því að rífa skuli húsið nema að eigandi vill byggja nýtt hús. Þá er rétt að benda á að besta leiðin til að varðveita byggðamynstur og götumynd er að viðhalda þeim húsum sem eru fyrir í stað þess að rífa þau og byggja ný.

Að heimila niðurrif á húsinu er því í andstöðu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar og vinna meirihluta skipulags- og mannvirkjanefndar í þessu máli samræmist ekki góðum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Undirrituð greiða því atkvæði gegn niðurrifi hússins. Ákveði meirihlutinn að heimila niðurrif hússins munu undirrituð skoða alvarlega að láta reyna á réttmæti ákvörðunarinnar og málsmeðferðarinnar fyrir úrskurðaraðilum.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.

Með hverfisverndun á miðsvæðinu er ekki verið að friða einstök hús heldur varðveita götumynd og yfirbragð hverfisins. Meirihlutinn telur að nýbygging á þessum reit geri einmitt það. Byggingin fellur að núverandi húsalínu. Íbúðarhúsið er svipað að stærð og eldra hús og bílskúr er á baklóð eins og tilgreint er sem kostur í aðalskipulagi. Þakhalli er svipaður og í samræmi við eldra hús. Þakform er svipað og á ýmsum öðrum húsum við götuna. Því er ásýnd og yfirbragð frá götu svipað sem er tilgangur hverfisverndarinnar. Nýbygging á þessum reit fellur því að mati meirihluta D-listans vel að þeim áherslum sem lagðar eru í aðalskipulagi.
Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Liður 7 "Hjallabrún, ósk um stækkun á lóðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að lóðirnar verði stækkaðar eins og skipulagsfulltrúi telur ásættanlegt. Þar sem umræddar lóðir eru mun minni en aðrar lóðir í götunni þá telur nefndin að stækkunin gefi ekki fordæmi fyrir stækkun annarra lóða við Hjallabrún.

Varðandi lið 8 visar bæjarstjórn í afgreiðslu bæjarráðs á sama máli og tekur heilshugar undir þá afstöðu sem þar kemur fram.

3.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 3. desember 2020.

2012030

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Á fundinum var samþykkt leyfi til dagforeldris í Hveragerði sem er ánægjulegt. Áfram verður auglýst eftir öðru dagforeldri en þörf virðist vera fyrir dagforeldra fyrir yngri börn en 1 árs. Bæjarstjórn heimilar að sömu kjör gildi fyrir allt að tvo dagforeldra, fram til 1. ágúst 2021. Fyrirkomulagið verði endurskoðað þá í ljósi stöðunnar á biðlistanum sem þá verður. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 30. nóvember 2020.

2012014

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 10. nóvember 2020.

2012023

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 7. desember 2020.

2012031

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis frá 7. desember 2020.

2012025

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Kynning á fjármögnun sameiginlegra starfrænna verkefna.

2012028

Lögð fram kynning á fjármögnun sameiginlegra stafrænna verkefna


Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn fagnar þessu framtaki og telur það á allan hátt skynsamlegt að sveitarfélög sem öll veita sömu eða svipaða þjónustu standi saman að gerð stafrænna lausna sem nýst geta öllum. Bæjarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu.

9.Sorpstöð Suðurlands - aðgerðaráætlun meðhöndlun úrgangs.

2012032

Lögð fram drög að Suðurlandskafla aðgerðaráætlunar fyrir endurskoðun á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturhornið 2021-2032 til umræðu og athugsemda.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Bæjarstjórn telur að það gæti verið góður möguleika að söfnunarkerfi á Suðurlandi verði samræmd en þá með þeim fyrirvara að í dag eru Hvergerðingar með þriggja tunnu flokkun og fjölgun söfnunartunna við heimahús myndi tæplega falla í góðan jarðveg. Bæjarstjórn hefur ítarlega kannað mismunandi fyrirkomulag við söfnun og hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú aðferð sem viðhöfð er í dag, þriggja tunnu flokkun með sér tunnu fyrir lífrænan úrgang er að ganga vel. Tilraun sem gerð var með tunnu í tunnu fyrirkomulag var ekki að virka eins vel. Allar breytingar á söfnunarkerfum þarf að hugsa til hlítar og meta ávinning sem fæst af fjölgun íláta við heimahús. Hvað varðar uppsetningu brennslustöðvar fyrir dýraleifar í áhættuflokki þá vekur bæjarstjórn athygli á því að í Hveragerði falla ekki til neinar dýraleifar og því þarf að að íhuga vel með hvaða hætti sameiginlegir sjóðir sveitarfélaga á Suðurlandi eru nýttir til þeirrar uppbyggingar. Að öðru leyti lýsir bæjarstjorn yfir ánægju með þá vinnu sem unnin er á vegum Sorpstöðvar Suðurlands en vekur jafnframt athygli á að einstök sveitarfélög eru bundin samningum sem taka þarf tillit til við þessa vinnu.

10.Minnisblað frá bæjarstjóra - starfshópur um tölvubúnað.

2012034

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 8. desember 2020 þar sem lagt er til að skipaður verði stýrihópur sem meti eigi þörf á upplýsingatæknibúðnaði í Grunnskólanum í Hveragerði til næstu ára.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að stofnaður verði starfshópur og að í honum eigi sæti bæjarstjóri, formaður fræðslunefndar, skólastjóri grunnskólans, fulltrúi þjónustuaðila tölvumála, kennsluráðgjafi á grunnskólastigi hjá Skóla-og velferðarþjónustu Árnesþings, kennari sem sér um upplýsingatækni í GíH og einn fulltrúi kennara skipaður af skólastjóra. Starfshópurinn skili af sér tillögum til bæjarstjórnar í byrjun apríl.

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis fagna þeim skrefum sem taka á í átt til nútímans í upplýsingatæknimálum Grunnskólans í Hveragerði.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

11.Tillögur stofnana Hveragerðisbæjar að styttingu vinnuvikunnar.

2012037

Lagðar fram tillögur stofnanna Hveragerðisbæjar um styttingu vinnuvikunnar,

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir þær tillögur sem fram eru komnar enda valda þær hvorki kostnaðarauka né skerðingu á þjónustu við íbúa. Ekki er heimilt að loka starfsstöðvum fyrr og vakin er athygli á því að með sölu á neysluhléi er ljóst að ekki verður um neysluhlé í þeirri mynd sem starfsmenn þekkja í dag að ræða. Bæjarstjórn vekur athygli á því að ávallt er hægt að skipta um skoðun og hafa styttinguna með öðrum hætti komi í ljós að þessi áform gangi ekki upp.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á tillögum frá þeim stofnunum sem enn eiga eftir að senda inn sínar tillögur.

12.Tillaga að breytingu á reglum um innritun og gjöld á leikskólum Hveragerðisbæjar.

2012038

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar hvað varðar opnunartíma leikskólanna.

Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt samhljóða.

13.Þjónustusamningur Félags eldri borgara 2020-2024.

2012024

Lagður fram þjónustusamningur við Félag eldri borgara í Hveragerði fyrir árin 2020 til 2024.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

14.Þjónustusamningur Karlakór Hveragerðis 2021-2023.

2012033

Lagður fram þjónustusamningur við Karlakór Hveragerðis fyrir árin 2021-2023.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

15.Kynning á og tilboð í Bílastæðakerfi við gönguleiðina í Reykjadal.

2012036

Lögð fram tilboð frá Parking og Öryggismiðstöðinni í bílastæðalausn í Reykjadal.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Þórunn Pétursdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja gjaldtöku á bílastæði á Árhólmum um leið og salernisaðstaða og þjónustuhús verður tilbúið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tilboði Öryggismiðstöðvarinnar verði tekið og undirbúningur að gjaldtöku hefjist nú þegar. Tillögur að gjaldi og fyrirkomulagi gjaldtökunnar verði lagðar fyrir bæjarráð í janúar. Jafnframt vill bæjarstjórn koma á framfæri að bílastæðagjaldi er ætlað að standa straum af kostnaði við uppbyggingu á staðnum og þjónustu sem veitt er gestum. Bílaplanið eitt og sér kostaði ríflega 40 milljónir og bæjarfélagið mun greiða rekstraraðilum á svæðinu fyrir þá þjónustu sem veitt er þeim fjölmörgu sem um það fara. Einnig standa vonir til að hægt sé að setja fjármuni í nauðsynlega uppbyggingu göngustíga og úrbætur inn í Reykjadal. Ágóði af bílastæðinu ef einhver verður mun eingöngu nýtast til uppbyggingar á umhverfi og aðkomu.

16.Fyrirspurn Okkar Hveragerðis um biðlista á leikskóla Hveragerðisbæjar og stöðu í dagmæðramálum.

2012035

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Hversu mörg börn eru á biðlista til að komast inn á leikskóla Hveragerðisbæjar og hversu gömul börnin á biðlistanum eru. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hversu mörg þeirra barna sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi hafi lögheimili í Hveragerði eða Sveitarfélaginu Ölfusi. Þá er jafnframt óskað eftir upplýsingum um stöðu í dagmæðramálum í Hveragerði, hversu margar dagmæður eru starfandi og hversu mörg börn þau hafa í vistun.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi upplýsingar:
Á biðlista eftir leikskólavistun eru núna 4 börn sem fædd eru 2017, 2018 og fyrri part árs 2019. Ekkert þeirra er með lögheimili í Hveragerði en foreldrar þeirra gera ráð fyrir að flytja austur fyrir fjall eftir áramót, tvö til Hveragerðis og tvö í Ölfusið. Á biðlista eru tvö börn sem fædd eru um miðjan nóvember 2019 og þar með nýorðin eins árs. Þrjú til viðbótar verða eins árs fram að áramótum. Tvö börn eru á biðlista sem verða eins árs fram til 1. apríl 2020, annað þeirra úr Ölfusi. Rétt er að geta þess að árgangur 2019 er óvanalega stór eða 44 börn. Árgangur fæddur 2020 er aftur á móti mun fámennari eða 25 börn en sem komið er. Því mun væntanlega ganga hraðar að taka inn yngri börn næsta haust en nú er.
Að lokum er rétt að geta þess að dagforeldri hefur nýlega fengið leyfi til starfsemi og hefur hún þegar fengið umsóknir um þau 5 pláss sem í boði eru. Áfram verður því að auglýsa eftir dagforeldrum í bæjarfélaginu en þrátt fyrir kostakjör hefur það ekki gengið betur en þetta.

17.Erindi frá Þórunni W. Pétursdóttur frá 6. desember 2020.

2012029

Lagt fram bréf frá Þórunni W. Pétursdóttur frá 6. desember 2020 þar sem hún óskar eftir ótímabundnu leyfi frá setu í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum. Jafnframt segir hún sig frá öðrum trúnaðarstörfum í nefndum og ráðum sem hún hefur verið kjörin í á vegum Hvergerðisbæjar sem fulltrúi Okkar Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir beiðnina en Sigrún Árnadóttir mun taka sæti Þórunnar í bæjarstjórn á meðan á leyfinu stendur. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Sigrún verði varamaður í bæjarráði, varamaður hjá Fasteignafélagi Hveragerðis, aðalmaður á Ársfundi SASS, aðalmaður á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, aðalmaður á landsþingi Sambandi íslenskra sveitarfélaga og varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.


18.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2021.

2012021

Lagðar fram gjaldskrár fyrir fasteignaskatt, lóðarleigu, leikskólagjöld, skólasel, skólamötuneyti, sundlaug og bókasafn fyrir árið 2021.

Enginn tók til máls.
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

19.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021, seinni umræða.

2012016

Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

20.Gjaldskrá hundahalds 2021, seinni umræða.

2012017

Lögð fram gjaldskrá hundaleyfa og handsömunar 2021 til síðari umræðu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

21.Gjaldskrá kattahalds 2021, seinni umræða.

2012018

Lögð fram gjaldskrá kattahalds 2021 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

22.Gjaldskrá vatnsgjalds 2021, seinni umræða.

2012019

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu 2021 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

23.Gjaldskrá fráveitu 2021, seinni umræða.

2012020

Lögð fram gjaldskrá fráveitu 2021 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

24.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2021, seinni umræða.

2012026

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2021 ásamt greinargerð.

Bæjarstjóri kynnti áætlunina.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn vill þakka öllum bæjarfulltrúum fyrir ánægjulegt samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og er sannfærður um að slíkt vinnulag skili traustari og vandaðri áætlun. Í fjárhagsáætlunarvinnunni hefur undirritaðuð lagt áherslu á stöðugan rekstur bæjarfélagsins og að þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki eins og öll bæjarstjórnin var einhuga um í upphafi vinnunnar. Á síðustu árum hefur verið ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir og fjárfestingar og svo mun einnig verða á komandi ári m.a. með ljúkningu viðbyggingu við Grunnskólann og endurbætur á búningaaðstöðu í sundlaugarbyggingu í Laugaskarði. Mikilvægt er fyrir rekstur bæjarins að sína ráðdeild í rekstri en á sama tíma fjárfesta í takt við stækkandi sveitarfélag. Undirrituð samþykkir framlagða fjárhagsáætun Hveragerðisbæjar 2020 og mun vinna áfram að hagsmunamálum bæjarins og bæjarbúa, þvert á pólitísk framboð eftir því sem þörf krefur.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir


Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis þakka fyrir gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Eins og áður hefur samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun skilað betri og vandaðri áætlun en ef meirihlutinn hefði einn staðið að gerð hennar. Það er ekki síst á tímum eins og nú sem mikilvægt er að bæjarfulltrúar vinni saman og hafi hagsmuni íbúa í fyrirrúmi. Stjórnendum stofnana bæjarins ber jafnframt að þakka fyrir gott starf og góðan rekstur.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir


Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

25.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2022-2024, seinni umræða.

2012027

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2022-2024 ásamt greinargerð.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir,
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:56.

Getum við bætt efni síðunnar?