Fara í efni

Bæjarstjórn

465. fundur 13. maí 2015 kl. 17:00 - 20:35 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Garðar Rúnar Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri

Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Forseti lagði fram dagskrárbreytingartillögu að við bætist liður 1.6. fundargerð Umhverfisnefndar frá 11. maí 2015. Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Fundargerðir:
1.1. Bæjarráðs frá 15. apríl 2015.
1.2. Bæjarráðs frá 7. maí 2015.
1.3. Skipulags- mannvirkjanefndar frá 4. maí 2015.
1.4. Menningar- íþrótta- og frístundanefnd frá 16. febrúar 2015.
1.5. Menningar- íþrótta- og frístundanefnd frá 25. mars 2015.
1.6. Umhverfisnefndar frá 11. maí 2015.

2. Ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014, seinni umræða.
3. Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.
4. Reglur um námsstyrk til nema í leikskólafræðum í Hveragerði.
5. Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar.
6. Bréf frá sveitarfélaginu Ölfus frá 7. maí 2015.
7. Þjónustusamningur sveitarfélaga innan byggðasamlagsins Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks.
8. Þjónustusamningur Árborgar og Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.
9. Fyrirspurn frá fulltrúa B-lista um frístundastyrki.
10. Fyrirspurn frá fulltrúa B-lista varðandi losun á grænu tunnunni.
11. Tillaga frá S-lista -100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
12. Tillaga frá S-lista um hinsegin fræðslu í Grunnskólanum í Hveragerði.
13. Fyrirspurn frá S-lista um skerðingu á hverasvæðinu vegna bílastæða.
14. SASS – Stöðugreining hjúkrunarheimila á Suðurlandi, apríl 2015.
15. Fundargerðir til kynningar:
15.1. Bæjarstjórnar frá 8. apríl 2015.
15.2. Öldungaráði Hveragerðis frá 23. febrúar og 13. apríl 2015.
15.3. Héraðsnefnd Árnesinga bs frá 9.-10. apríl 2015.
Liður 4 afgreiddur sérstaklega.
15.4. Þjónustusvæðis v/ málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi frá 30. apríl 2015.


Hér var gengið til dagskrár.

1. Fundagerðir;

1.1. Bæjarráðs frá 15. apríl 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Árnason.
Kl. 17:16 var gert fundarhlé.
Kl. 17:18 hélt fundur áfram.
Liður 2.1. „Verksamningur við Iceland Outdoors“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.2. „Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.3. „Forkaupsréttur Hveragerðisbæjar að Austurmörk 20 matshluta 02-01-01 og matshluta 02-01-02“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti á á fasteigninni Austurmörk 20 fmr.nr 220-9844 og 223-4362.
Liður 3.1. „Minnisblað frá bæjarstjóra – styrkur til sambands garðyrkjubænda“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 3.2. „Minnisblað frá bæjarstjóra – Zenter rafrænn samskiptabúnaður“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

1.2. Bæjarráðs frá 7. maí 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2.10 „Bréf frá Feng ehf ódagsett“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 2.12 „Bréf frá Ási dvalar- og hjúkrunarheimili frá 10. mars 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 3.1. „Minnisblað frá bæjarstjóra – Viðverustjórnun/veikindafjarvistir “ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 4.1. „Lóðaumsókn – Smyrlaheiði 56“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 5.1. „Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun – Heimilið Birkimörk“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 5.2. „Minnisblað frá umhverfisfulltrúa – laun í vinnuskóla sumarið 2015“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 5.3. „Minnisblað frá skrifstofustjóra – yfirdráttarheimild í Arion banka“ afgreiddur sérstaklega.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Liður 7.1. „ Nefnd oddvita og sveitarstjóra frá 10. apríl 2015.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

1.3. Skipulags og mannvirkjanefndar frá 4. maí 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Ninna Sif Svavarsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Kl. 17:59 var gert fundarhlé.
Kl. 18:04 hélt fundur áfram.
Liður 1. „Grímsstaðareitur „Í1“, tillaga að deiliskipulagi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður kynnt á almennum íbúafundi þriðjudaginn 26. maí.
Liður 2. „Athafnasvæði sunnan Suðurlandsvegar, tillaga að aðal- og deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tillit til framkominna athugasemda og samþykkir tillögurnar með þeim breytingum sem athugasemdirnar leiða af sér.
Liður 3. „Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði kynnt viðkomandi landeigendum og fái hún jákvæða umsögn þeirra þá verði skipulagshöfundi falið að fullvinna hana til auglýsingar.
Liður 4. „Kambahraun 3, brauðstofa, umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun bílskúrs, niðurstaða grenndarkynningar“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum byggingaleyfið enda er fyrirhuguð starfsemi háð samþykki Heilbrigðis- og Vinnueftirlits og því að útbúið verði bílastæði á lóðinni fyrir a.m.k. 4 bíla. Garðar Rúnar Árnason sat hjá.
Liður 5. „Borgarheiði 13H, viðbygging“ afgreiddur sérstaklega.
Vakin er athygli á því að í fundargerð er ranglega sagt að íbúðin sem hér um ræðir sé númer 13H, hið rétta er að hún er númer 13V. Bæjarstjórn samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og breytingar á íbúðinni Borgarheiði 13V.
Liður 6. „Austurmörk 4, Fasteignir 220-9818 og 227-9144, breyting á útliti, innra skipulagi og notkun“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að kanna hug eigenda annarra fasteigna í húsinu til fyrirhugaðra breytinga. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að lóðin stækki um 6 metra til suðurs.
Liður 7. „Dynskógar 10, rekstrarleyfi fyrir gististað“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnum umbeðnum upplýsingum.
Liður 8. „Kambahraun 4, fyrirspurn um að byggja hæð ofan á bílskúr“ afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna umsókninni þar sem hún er ekki í samræmi við byggðamynstur og yfirbragð byggðar í Kambahrauni.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

1.4. Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 16. febrúar 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason, Njörður Sigurðsson, Ninna Sif Svavarsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.5. Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 25. mars 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.6. Umhverfisnefndar frá 11. maí 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn vill bóka að vegna mistaka barst fundarboð til fulltrúa Samfylkingarinnar og óháðra í umhverfisnefnd honum ekki sem skýrir fjarveru hans á fundinum.
Vegna liðar 4 um nafn á torgi við Hverabakka samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til bæjarráðs.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014, seinni umræða.
Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti D-listans er stoltur af niðurstöðu ársins en ársreikningur 2014 sýnir að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum. Slíkt er nauðsyn eigi að vera mögulegt að ráðast í fjárfestingar og verkefni sem efla munu Hveragerði á næstu árum. Í ljósi góðrar stöðu og sterkrar fjármálastjórnunar verður aukið svigrúm til framkvæmda. Núverandi meirihluti stefnir á áframhaldandi uppbyggingu á sviði atvinnumála, skólamála, íþróttamála og umhverfismála og verður markvisst unnið á þeirri uppbyggingu á næstu misserum.
Ársreikningur 2014 sýnir sterka afkomu Hveragerðisbæjar (A og B hluta) sem endurspeglast í því að veltufé frá rekstri er jákvætt um 208 mkr eða sem nemur ríflega 10% af heildartekjum bæjarins. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er jákvæð um 294 mkr eða sem nemur 15% af heildartekjum samstæðu. Er þetta svipaður árangur og árið 2013 og sýnir að fjármál eru í traustum og öruggum skorðum enda er það niðurstaða endurskoðanda að slíkt sé raunin.
Sem hlutfall af heildartekjum bæjarins nema skuldir í árslok 2014 114,8% sem er 35,2 prósentustigum undir því skuldaþaki sem ný sveitarstjórnarlög hafa fyrirskipað. Hefur þetta hlutfall lækkað frá fyrra ári um 17,6% sem verður að teljast afar ánægjuleg staða.
Langtímaskuldir samstæðu (A og B hluta) að viðbættri leiguskuldinni vegna Sunnumerkur 2 nema 1.761 mkr. og hafa lækkað um 80 mkr á árinu. Lífeyrisskuldbinding er 417 mkr. Samtals gerir þetta 2.178 mkr eða 914 þúsund pr. íbúa. Það er ljóst að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar og fjárhagslega fært um frekari fjárfestingar. Ef aftur á móti ekkert væri fjárfest næstu árin væri hægt að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins á 10,13 árum. Þennan árangur ber að þakka markvissu aðhaldi og traustu utanumhaldi fjármuna bæjarbúa undanfarin ár.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 948 mkr. skv. efnahagsreikningi.
Fjárfestingar á árinu námu 113,5 mkr. á móti fjárfestingu ársins 2013 er nam 78,5 mkr. Helstu fjárfestingar voru fólgnar í gatnagerð í Bröttuhlíð og Þverhlíð og lagningu göngustíga auk þess sem keypt var húsnæði fyrir frístundaskóla. Tekin ný langtímalán voru 65 mkr en afborganir langtímalána námu 148 mkr.
Stærstu einstöku útgjaldaliðir Hveragerðisbæjar eru fræðslumálin sem taka til sín 46,7% af skatttekjum, félagsþjónustan 12,8% og æskulýðs- og íþróttamál 11,6%.
Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðu og ábyrgðarfullu starfi forstöðumanna bæjarins og starfsmanna sem allir hafa tekið virkan þátt og borið ábyrgð á að fjárhagsáætlun einstakra stofnana standist. Meirihluti D-listans færir þeim öllum bestu þakkir fyrir framlag þeirra til ábyrgs reksturs bæjarins.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Ninna Sif Svavarsdóttir

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ánægjulegt er að sjá að ársreikningur Hveragerðisbæjar sýnir að hagnaður er af rekstri samstæðu bæjarins. Skuldahlutfall bæjarins hefur jafnframt farið lækkandi undanfarin ár og er nú 124%. Gott samstarf bæjarstjórnar skiptir nokkru máli til að ná þessari niðurstöðu. Utanaðkomandi þættir skipta þó meiru máli og einkum að verðbólga hefur verið lág. Ef verðbólga hækkar lítillega verður rekstur bæjarins neikvæður og er það áhyggjuefni að svo lítið svigrúm skuli vera í fjármálum bæjarins. Athygli vekur hversu stór hluti af tekjum bæjarins er framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eða 430 mkr. af 1.940 mkr., sem nemur um 22% af heildartekjum bæjarins. Ástæða þessa háa framlags frá Jöfnunarsjóði eru lágar tekjur bæjarins. Mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar nú er að auka tekjur bæjarins. Með hærri tekjum er hægt að borga niður skuldir hraðar og auka þjónustu við bæjarbúa. Vænlegasta leiðin til að hækka tekjur bæjarfélagsins er að efla atvinnulíf. Bæjarfulltrúar S- og B-lista hafa ítrekað bent á mikilvægi þessa. Það er því ánægjulegt að nú hefur bæjarstjórn ákveðið í sameiningu að ráða til starfa atvinnu- og markaðsráðgjafa Hveragerðisbæjar til að vinna að þessu markmiði. Það mun vonandi skila betri afkomu bæjarsjóðs til lengri tíma.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Garðar Rúnar Árnason
Kl. 18:32 var gert fundarhlé.
Kl. 18:51 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti D-lista tekur undir það sjónarmið að gott samstarf allra bæjarfulltrúa skiptir miklu máli og á sannarlega sinn þátt í góðum rekstri bæjarins. Stöðugleiki í fjármálalegu umhverfi skiptir auðvitað mestu máli fyrir fjárhagslega afkomu Hveragerðisbæjar rétt eins og hjá öllum öðrum aðilum í rekstri.
Meirihlutinn hefur unnið ötullega að uppbyggingu atvinnulífs í bæjarfélaginu og má sjá þess merki víða. Með auknum straumi ferðamanna og verkefnum þeim tengdum er þess vonandi ekki langt að bíða að bæjarbúar sjái ný verkefni verða að veruleika með enn fleiri störfum.
Rétt er að það komi fram að skuldahlutfall samstæðu (A&B hluta) er 114% en ekki 124% eins og fram kemur í bókun minnihlutans.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Ninna Sif Svavarsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Hveragerðisbæjar fyrir árið 2014.
Bæjarstjóri og bæjarstjórn staðfestu ársreikninginn með undirritun sinni á reikninginn.

3. Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.
Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna láns að upphæð 70 milljónir til 19. ára.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70.000.000 kr. til 19 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbætur á grunnskóla og gatnagerð á árinu 2015, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kennitala 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

4. Reglur um námsstyrk til nema í leikskólafræðum í Hveragerði.
Lögð fram drög að reglum um námsstyrki til nema í Hveragerði sem leggja stund á háskólanám í leikskólakennarafræðum og annaðhvort vinna í leikskólum Hveragerðisbæjar eða hafa áform um að gera það. Reglurnar eru fjölþættar og fara eftir því hvort að viðkomandi er starfsmaður leikskóla bæjarins eða ekki. Nemar fá m.a. eingreiðslur frá bænum tvisvar á ári auk þess sem starfsmenn fá laun á meðan nám er stundað og í æfingakennslunni.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Meirihluti D-listans lagði fram eftirfarandi bókun:
Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum hafa verið í gildi undanfarin ár án þess að hafa vakið sérstaka athygli. Með nýjum reglum þar sem styrkurinn er formgerður með ákveðnari og veglegri hætti vonast meirihluti bæjarstjórnar til að fjölga muni fagmenntuðum starfsmönnum leikskóla til hagsbóta bæði fyrir þá, sem og fyrir börn bæjarins.
Eyþór H. Ólafsson
Unnur Þormóðsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Ninna Sif Svavarsdóttir
Reglurnar samþykktar samhljóða og bæjarstjóra falið að kynna þær fyrir starfsmönnum leikskóla og bæjarbúum.

5. Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar.
Lögð fram drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Reglurnar samþykktar samhljóða.

6. Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 7. maí 2015.
Lagt fram bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus þar sem kynnt er niðurstaða rafrænnar íbúakosningar hjá sveitarfélaginu vegna sameiningarmála. Í ljósi niðurstöðu kosninganna sér bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfus ekki forsendur til að fara í viðræður við Hveragerðisbæ um sameiningu.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Unnur Þormóðsdóttir.
Meirihluti D-listans lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að viðræður um sameiningu Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðis munu ekki eiga sér stað lagt til að þegar í stað verði hafnar viðræður um löngu tímabæra lagfæringu á sveitarfélagamörkum Hveragerðisbæjar með það fyrir augum að svæðið sem nær frá Varmá og að fjallsrótum falli undir Hveragerðisbæ.
Greinargerð:
Um er að ræða tiltölulega litla spildu sem að stóru leyti er óbyggð. Svæðið er afar mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ vegna nálægðar þess við byggðina en miðbær Hveragerðis stendur í raun á mörkum sveitarfélaganna. Aðkoma akandi að þessu svæði er einnig ógerleg nema í gegnum Hveragerðisbæ auk þess sem þeir íbúar sem þar búa njóta þjónustu Hveragerðisbæjar á flestum sviðum. Breyting í þessa veru myndi styrkja þetta svæði í heild sinni enda tækju mörk sveitarfélaganna þá mið af raunverulegu þjónustusvæði þeirra.
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

7. Þjónustusamningur sveitarfélaga innan byggðasamlagsins Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks.
Lagður fram þjónustusamningur sveitarfélaga innan byggðasamlags Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks.
Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

8. Þjónustusamningur Árborgar og Bergrisans bs. um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.
Lagður fram þjónustusamningur milli Árborgar og Bergrisans bs. um sameiginleg verkefni á sviði þjónustu við fatlað fólk á Suðurlandi sem Sveitarfélagið Árborg annast.
Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

9. Fyrirspurn frá fulltrúa B-lista um frístundastyrki.
Fulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Við gerð fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015 var samþykkt að verja 12 milljónum króna í frístundastyrki til handa börnum og ungmennum í Hveragerði.
Foreldrar margir hverjir, sem og undirritaður, eru að velta fyrir sér hvar þetta mál sé statt. Mikilsvert er að skilyrði fyrir veitingu frístundastyrksins liggi sem fyrst fyrir, svo unnt sé að hefja veitingu hans börnum og ungmennum til hagsbóta.
Bæjarfulltrúi B-lista, Frjálsra með Framsókn, óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins. Hvort vinna sé hafin við samningu þeirra skilyrða sem uppfylla þarf til að njóta styrksins og ef svo er, hvenær vænta má að unnt verði að sækja um slíkan styrk.
Garðar R. Árnason
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar Rúnar Árnason.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að í fjárhagsáætlun væri gert ráð fyrir 4 mkr til frístundastyrkja en ekki 12 mkr eins og segir í fyrirspurninni.
Í greinargerð með fjárhagsáætlun kemur fram að frístundastyrkir verði veittir á árinu til barna og ungmenna yngri en 18 ára og munu þeir nema 12.000,- pr. barn.
Reglur um frístundastyrkina munu verða lagðar fram á næstunni og greiðsla þeirra hefjast í haust gegn framvísun kvittana um greiðslu þátttökugjalda.


10. Fyrirspurn frá fulltrúa B-lista varðandi losun á grænu tunnunni.
Fulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á bæjarstjórnarfundi 12. febrúar síðast liðinn var samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við Gámaþjónustuna um möguleikana á að bæta losun grænu tunnunnar í bæjarfélaginu.
Bæjarfulltrúi B-lista, Frjálsra með Framsókn, óskar eftir að bæjarstjóri upplýsi hvort þessar viðræður hafi átt sér stað og þá um leið um niðurstöður þessara viðræðna.
Garðar R. Árnason.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni og lagði jafnframt fram eftirfarandi tillögu:
Í viðræðum við Gámaþjónustuna hefur eftirfarandi komið fram vegna kostnaðar við aukalosun grænu tunnunnar:
Ein aukalosun kostar 246.008,-. Losun á tveggja vikna fresti myndi tvöfalda núverandi kostnað eða um 3 mkr. Íbúar geta óskað eftir auka grænni tunnu og hefur ekki verið tekið gjald fyrir hana enda fáir sem hafa óskað eftir slíku. Kostnaður við aukatunnuna nemur um 5.000,- kr á ári.
Undirrituð leggur til að við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016 verði afstaða tekin til gjaldtöku vegna aukatunnu en út árið 2015 verði aukatunnan gjaldfrjáls. Á sama tíma verði skoðað hvort að fjölga beri losunardögum grænu tunnunnar í Hveragerði.
Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

11. Tillaga frá S-lista – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra leggja til að fundur bæjarstjórnar í júní verði tileinkaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Lagt er til að bæjarstjórnarfundur verði sem næst afmælisdeginum 19. júní.
Greinargerð
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Í ár er því fagnað 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þessu stóra skrefi í átt að jafnrétti kynjanna. Við hæfi er að bæjarstjórn Hveragerðis minnist þessara merku tímamóta með því að tileinka júnífund bæjarstjórnar afmælinu.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Ninna Sif Svavarsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Forseti gerði grein fyrir því að menningar og frístundafulltrúi væri að skipuleggja viðburði dagana 19. til 21. júní sem helgaðir verða konum. Meðal annars er verið að skipuleggja viðburði í Sundlauginni Laugaskarði þann 19. júní. Ennfremur verður boðið uppá sögugöngu um slóðir þeirra fjölmörgu listakvenna sem hér hafa búið auk annarra viðburða.
Tillagan samþykkt samhljóða.

12. Tillaga frá S-lista um hinsegin fræðslu í Grunnskólanum í Hveragerði.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra leggja til að gert verði átak í eflingu hinsegin fræðslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Lagt er til að fela fræðslunefnd og skólastjórnendum að vinna að málinu.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Greinargerð
Umræður í þjóðfélaginu á síðustu vikum um hinsegin fólk sýnir að átaks er þörf og að efla þurfi hinsegin fræðslu. Fræðsla og upplýst umræða er árangursríkasta vopnið gegn fordómum og til þess að útrýma hatursfullri orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að hinsegin ungmenni eru líklegri til að eiga í erfiðleikum, s.s. að lenda í einelti og flosna upp úr skóla. Því er mikilvægt að hinsegin fræðsla sé öflug innan skólakerfisins. Aðalnámskrá grunnskóla styður við þetta markmið en þar er fjallað um jafnréttismenntun sem felur m.a. í sér nám um kyn og kynhneigð. Í aðalnámskrá segir:
„Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“
Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Ninna Sif Svavarsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

13. Fyrirspurn frá S-lista um skerðingu á hverasvæðinu vegna bílastæða.
Fulltrúar S-lista lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 8. maí 2013 samþykkti meirihluti sjálfstæðismanna beiðni sóknarnefndar Hveragerðiskirkju um stækkun kirkjulóðar undir bílastæði vestur af kirkjunni að Bláskógum á kostnað hverasvæðisins. Á bæjarstjórnarfundi 13. júní 2013 var svo samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins og skipulags- og byggingarnefnd falið að koma með útfærslu á stækkuðu bílastæði kirkjunnar og gera um leið góð skil og aðgengilegt ferðamönnum minjar um hús sem þurfti að fjarlægja eftir að hver kom upp undir því. Spurt er hvar þetta mál stendur í dag, hvað hefur verið unnið í því og hvort að sjálfstæðismenn standi enn við þá ákvörðun að skerða hverasvæðið með bílastæði.
Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Greinargerð
Það er líklega einstakt á heimsvísu að hverasvæði sé í miðju bæjarfélags og að slíkum náttúruminjum á að hlúa fremur en að skerða. Á því svæði sem meirihluti sjálfstæðismanna samþykkti að gera bílastæði er grunnur húss sem þurfti að flytja eftir að hver kom upp undir húsinu árið 1947 þegar jarðskjálftar urðu í Hveragerði í kjölfar Heklugoss. Sýnir það vel hvernig hverasvæðið er sífellt að breytast og hversu byggð í Hveragerði er nátengd náttúrunni. Opin svæði og náttúruminjar, eins og hverasvæðið í Hveragerði, eru mun verðmætari en nokkur bílastæði, að ekki sé talað um til framtíðar þegar þéttbýlið verður stærra. Í bókun Njarðar Sigurðssonar í skipulags- og byggingarnefnd 8. maí 2013 á móti beiðni sóknarnefndar Hveragerðiskirkju var bent á að bílastæðavanda kirkjunnar mætti auðveldlega leysa með því að nýta bílastæði við leikskólann Undraland, sem eru um 100 metra frá kirkjunni. Kirkjuathafnir eru sjaldnast á leikskólatíma og því rekst starfsemi þessara stofnana sjaldnast á.
Svo virðist sem lítið hafi gerst í þessu máli síðan bæjarstjórn ákvað að fresta afgreiðslu málsins fyrir tveimur árum. Það er mikilvægt fyrir Hvergerðinga að vita hvaða áætlanir eru hjá meirihluta sjálfstæðismanna um þetta einstaka svæði og því er fyrirspurnin lögð fram.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Eyþór H. Ólafsson.
Meirihluti D-listans lagði fram eftirfarandi bókun:
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð þessa svæðis enda ekkert sem kallar á að það verði gert. Sóknarnefnd hefur ekki ítrekað óskir sínar og á meðan er ólíklegt að afstaða verði tekin til málsins.

14. SASS- Stöðugreining hjúkrunarheimila á Suðurlandi, apríl 2015.
Lögð fram skýrsla sem unnin var af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á suðurlandi.
Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason og Njörður Sigurðsson.
Forseti lagi fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða:
Bæjarstjórn hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast hefur varðandi einstaklinga í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og þeirri neyð sem víða er staðreynd vegna þess að nauðsynleg hjúkrunarrými skortir. Staðan í Árnessýslu er samkvæmt skýrslunni verst en þar hafa að staðaldri verið langflestir á biðlista undanfarin ár. Í ljósi þessa er það skýlaus krafa bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að ríkisstjórnin bregðist þegar við þessari stöðu og hefji viðræður við sveitarfélögin og sjálfseignarstofnanir á svæðinu um lausnir á þessum vanda.
Bæjarstjórn lýsir að lokum yfir ánægju með þá metnaðarfullu vinnu sem lögð hefur verið í að greina stöðu og þörf fyrir hjúkrunarrými í landshlutanum.
Kl. 20:21 var gert fundarhlé.
Kl. 20:22 hélt fundur áfram.
15. Fundagerðir til kynningar;
15.1. Bæjarstjórnar frá 8. apríl 2015.
15.2. Öldungaráði Hveragerðis frá 23. febrúar og 13. apríl 2015.
Vegna óska um upplýsingar um gatnaframkvæmdir í Bröttuhlíð er bæjarstjóra/skipulags- og byggingafulltrúa falið að kynna stöðu mála fyrir ráðinu.
Vegna óska um skipun tveggja varamanna í öldungaráð þá skipar Hveragerðisbær þau Sæunni Freydísi Grímsdóttur og Valdimar Ingvason.
15.3. Héraðsnefndar Árnesinga bs frá 9. – 10. apríl 2015.
Liður 4, kaup Héraðsskjalasafns Árnesinga geymsluhúsnæði afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti heimild forstöðumanns Héraðsskjalasafns Árnesing um kaup á geymsluhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafnið.
15.4. Þjónustusvæðis v/ málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi frá 30. apríl 2015.


Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:35

Getum við bætt efni síðunnar?