Fara í efni

Bæjarstjórn

525. fundur 08. október 2020 kl. 17:00 - 19:24 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð Bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá 17. september 2020.

2009004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 4, 5 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 9. september 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 4 "Bréf frá Suðursölum ehf frá 10. september 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Bréf frá Pétri Inga Frantzsyni frá 7. september 2020" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá Gunnari Valgeiri Reynissyni frá 2. september 2020" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Varðandi lið 3 lagði Jóhanna Ýr Jóhannssdóttir fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn lýsir yfir vonbrigðum sínum með afstöðu bæjarráðs til aukinnar sölu á áfengi.
Í bréfi íslenskra handverksbrugghúsa er skorað á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarmenn að beita sér fyrir því að dómsmálaráðherra leggi fram fumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggi íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Dómsmálaráðherra hefur talað um á opinberum vettvangi að heimila áfengisauglýsingar og rýmka fyrir sölu áfengis. Samræmist þessi skoðun ráðherra lýðsheilsumarkmiðum, almannahagsmunum og í raun fjölskyldunni allri: Samræmist þessi stefna heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Nýlega var ráðstefna á Menntvísindasvið þar sem rannsókn um heilsuhegðun ungmenna var sett af stað og vísað í íslenska forvarnarmódelið sem hafi vakið heimsathygli. Við státum okkur af góðum árangri en á sama tíma er hvatt til aukins aðgengi að áfengi. Mennta, menningar og íþróttamálaráðherra hefur sagt að ákvarðanir sem þessar þurfa alltaf að fela í sér að ávinningurinn sé meiri en skaðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að beint samband sé á milli auglýsinga og aukinnar neyslu. Það má því einnig færa rök fyrir því að aukið aðgengi skili sér í aukinni neyslu. Það er ekki viðskiptavinurinn sem græðir. Á sama tíma sem Hveragerðisbær er markaðssettur sem heilsubær skýtur það skökku við að bæjarráð Hveragerðisbæjar hvetji til aukinnar sölu á áfengi. Nú þarf fólk að spyrja sig þeirrar spurningar hvort aukin sala á áfengi skili sér í samfélagslegum ábata.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn.


Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá 1. október 2020.

2009006F

Liðir afgreiddir sérstaklega 4 og 5.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Þórunn Pétursdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Liður 4 "Forkaupsréttur Austurmörk 20" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5 "Minnisblað frá bæjarstjóra Bláskógar 1" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar Okkar Hveragerði sátu hjá.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6. október 2020.

2010011

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 1 "Friðarstaðareitur, deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að áfram verði unnið að gerð deiliskipulagsins en gert er ráð fyrir því að deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð verði tilbúin til umfjöllunar á næsta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

Liður 2 "Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og fyrir saunahúsi á lóð, niðurstaða grenndarkynningar." afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að viðbygging við íbúðarhús ásamt breytingum á innra skipulagi þess verði samþykkt og að áformað saunahús verði aftur grenndarkynnt sbr. leiðréttan aðaluppdrátt.

Liður 3 "Laufskógar 21, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði með þeim breytingum að fjarlægð hússins frá lóðarmörkum verði 5,0m og önnur ákvæði er Skipulags- og mannvirkjanefnd setur fram verði uppfyllt.

Liður 4 "Heiðmörk 23, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi og niðurrifi á eldra húsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 5 "Heiðmörk 68 og 72, breyting á lóðarmörkum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 6 "Álfahvammur, breyting á lóðarmörkum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 7 "Drekahraun 4, 6, 8 og 10, ósk um breytingu á skilmálum mæli- og hæðarblaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar erindinu en heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja hækkun á gólfkótum umræddra húsa um allt að 0,15m þó þannig að mænishæð þeirra verði ekki hærri en sem nemur 4,90m frá uppgefnum hæðarkóta á mæli- og hæðarblaði, sbr. ákvæði í deiliskipulagsskilmálum.

Liður 8 "Samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu" afgreiddur sértaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að kynna samþykktina fyrir lóðarhöfum í næsta nágrenni við viðkomandi staði. Jóhanna ýr Jóhannsdóttir sat hjá.

Liður 9 "Kambahraun 7, umsókn um leyfi til að nota bílskúr að hluta til, sem snyrtistofu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að erindið.

Liður 10 "Austurmörk 6, spennistöð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk sem sýni spennistöð á umræddum stað.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 31. ágúst 2020.

2010006

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 16. september 2020.

2010007

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjórn samþykkir upphæðir greiðslna og gjalda fyrir árið 2021. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 15. september 2020.

2010012

Liðir afgreiddir sérstaklega 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Liður 1 "Kjör íþróttamanns ársins í Hveragerðisbæ" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að kjör íþróttamanns ársins 2020 verði með öðrum hætti en reglugerð segir til um vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Bæjarstjórn felur nefninni útfærslu á því hvernig hægt er að veita viðurkenningar til þeirra sem gert hafa góða hluti á árinu við þessar aðstæður.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 6. október 2020.

2010013

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 24. september 2020.

2010008

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Þórunn Pétursdóttir, Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn tekur undir þakkir umhverfisnefndar til Vina Fossflatar sem lyft hafa grettistaki í umhirðu og skipulagi garðsins. Fundargerðin að öðru samþykkt samhljóða.

9.Fundargerð NOS frá 2. október 2020.

2010015

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða. Varðandi lið 4 samningsdrög við Rannsóknir og Greining ehf samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að leita tilboðs í rannsóknina fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

10.Þjónustusamningur Listasafns Árnesinga frá 2021-2023.

2009069

Lagður fram þjónustusamningur við Listasafn Árnesinga frá 2021-2023.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn vill nýta þetta tækifæri og þakka metnaðarfullt starf Listasafns Árnesinga á undanförnum árum og þakka um leið Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni, hennar framlag til safnsins sem er ómetanlegt. Safnið hefur skipað sér í fremstu röð safna á Íslandi og er það ekki síst Ingu að þakka. Inga hefur nú látið af störfum við safnið en við hennar stöðu hefur tekið Kristín Scheving og væntir bæjarstjórn mikils af hennar störfum. Með samningnum sem hér er lagður fram er ætlunin að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Listasafns Árnesinga með það að markmiði að menningarstarf í Hveragerði aukist samkvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um. Fjárhagslegur stuðningur Hveragerðisbæjar við safnið mun nema 15.660.000,- á tímabilinu.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra - kynjahlutföll í nefndum og ráðum.

2009035

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 13. september um kynjahlutföll í nefndum og ráðum.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn þakkar greininguna. Ljóst er af úttektinni að Hveragerðisbær uppfyllir mjög vel þann mælikvarða sem settur hefur verið og reyndar gott betur. Hlutfall kynjanna er svo til hnífjafnt þegar á heildina er litið en heldur hallar á karla frekar en konur í þessu samhengi. Munur getur verið á hlutfalli kynjanna í einstökum nefndum en þegar allt er tekið saman er munurinn lítill sem enginn. Frá því að úttektin var gerð hefur staðan enn breyst þar sem kynjahlutföll í bæjarstjórn hafa nú snúist við 3 karlar og 4 konur í bæjarstjórn meðan fulltrúi Frjálsra með framsókn er í leyfi.

12.Persónuverndaryfirlýsing - endurskoðuð

2010005

Lögð fram persónuverndaryfirlýsing - endurskoðuð.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir persónusverndaryfirlýsinguna sem er endurskoðun á áður samþykktri persónuverndarstefnu bæjarins.

13.Samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu.

2010010

Lögð fram samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarfullrúi Frjálsra með Framsókn leggur til að bæjarstjóra verði falið að vinna Samþykktir og gjaldskrá um götu- og torgsölu enn betur og leggja fram á næsta bæjarstjórnarfundi.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði fullnaðar afgreiðslu á samþykktinni og gjaldskránni á næsta fundi sínum.

14.Skipan í nefndir og ráð.

2010009

Sigurður Páll Ásgeirsson hefur flutt lögheimili sitt úr Hveragerði og er því ekki lengur kjörgengur í Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd þar sem hann hefur átt sæti.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að Sigmar Karlsson verði aðalmaður í Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd.

15.Samningur um uppbyggingu hjúkrunarheimilisins í Hveragerði

2010017

Lagður fram samningur um stækkun á hjúkrunarheimilinu Ás í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn og fagnar um leið þessum stóra áfanga. Uppbygging nýs hjúkrunarheimlis sem útrýma mun tvíbýlum í núverandi byggingu og fjölga rýmum um 4 mun gjörbylta búsetuskilyrðum okkar elstu íbúa og annarra sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Vill bæjarstjórn þakka ráðherrum skilning á þeirri stöðu sem hér ríkir og nú verður bætt úr og þakkar einnig þeim starfsmönnum ráðuneytanna sem unnið hafa að forathugun og greiningu á fyrirhugaðri uppbyggingu.

16.Aðgerðastjórn Almannavarna Suðurlandi punktar frá fundi 6. október 2020.

2010016

Lagðir fram punktar frá fundi Aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurlandi frá 6. október 2020.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:24.

Getum við bætt efni síðunnar?