Fara í efni

Bæjarstjórn

518. fundur 23. mars 2020 kl. 17:00 - 17:47 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

2003039

Til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins hefur Alþingi samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga.
Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið svofellda ákvörðun, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir fela m.a. í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr., 5. mgr. 35. gr., 1. mgr. 40. gr., 1. og 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 5. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 4. desember 2013, um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Sveitarstjórnum er heimilt að taka framangreindar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Á grundvelli þessa samþykkir bæjarstjórn Hveragerðis að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
Einnig samþykkir bæjarstjón að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, bæjarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Bæjarstjórn samþykkir að undirritun og frágangur fundargerða verði í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.Aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.

2003040

Lagðar fram í fjórum liðum hugmyndir og ábendingar að aðgerðum sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulif.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn fagnar tillögunum og mun á næsta fundi sínum leggja fram þær aðgerðir og aðferðir við útfærslu sem unnið verður eftir til að létta undir með atvinnulífi og heimilum við þær fordæmalausu aðstæður sem nú ríkja í íslensku samfélagi. Það er skýr vilji bæjarstjórnar að standa vörð um störf og að stuðla eins og kostur er að því að atvinnulífið og heimilin beri sem minnstan skaða af þeim atburðum sem nú eiga sér stað. Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn fyrir mánaðamót og þá munu útfærðar tillögur vegna aðgerða liggja fyrir.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:47.

Getum við bætt efni síðunnar?