Fara í efni

Bæjarstjórn

476. fundur 12. maí 2016 kl. 17:00 - 17:53 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Þórhallur Einisson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl 2016.

1604003F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 13,14,15,16,17,19 og 20.
Liður 13 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 26. apríl 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 14 "Bréf frá Guðjóni H. Auðunssyni frá 26. apríl 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Drög að leigusamningi vegna aðstöðu fyrir farsímastöð í vallarhúsi við Hamarshöll" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 16 "Lóðarumsókn Heiðmörk 46" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 17 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Tölugögn um samsetningu og fjölda ferðamanna" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 19 "Minnisblað frá umhverfisfulltrúa - Laun og vinnutilhögun í vinnuskóla sumarið 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 20 "Minnisblað frá bæjarstjóra - námsferð sveitarstjórnarmanna" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3. maí 2016.

1605007

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,3,4 og 5.
Liður 1 "Brattahlíð - Klettahlíð nýtt deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.

Liður 3 "Dalsbrún 35, sólstofa, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Liður 4 "Austurmörk 13, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Liður 5 "Hraunbær 4, umsókn um leyfi fyrir garðhúsi og skjólvegg" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umbeðið leyfi.

3.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 27. apríl 2016.

1605008

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Landsmótsnefndar 50 2017 frá 13. apríl 2016.

1605010

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2015 - síðari umræða.

1604014

Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti D-listans er stoltur af niðurstöðu ársins en ársreikningur 2015 sýnir að fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum. Slíkt er í raun umfram væntingar en launahækkanir með tilheyrandi afturvirkni á síðasta ári gerðu að verkum að væntingar um jákvæða rekstrarniðurstöðu urðu harla litlar. Í ljósi þess er jákvæð niðurstaða bæði sveitarsjóðs og samstæðu sérlega ánægjuleg en ekki síður nauðsynleg til að gera fjárfestingar og verkefni sem í farvatninu eru betur möguleg.

Framundan er stærsta framkvæmd kjörtímabilsins, en bygging 6 deilda leikskóla við Þelamörk mun hefjast á árinu 2016. Eru framkvæmdir sem framundan eru allar miðaðar að því að bæta lífsgæði íbúa bæjarfélagsins.

Ársreikningur 2015 sýnir sterka afkomu Hveragerðisbæjar (A og B hluta) sem endurspeglast í því að veltufé frá rekstri er jákvætt um 198,5 mkr eða sem nemur tæplega 9% af heildartekjum bæjarins. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er jákvæð um 257 mkr eða sem nemur um 12% af heildartekjum samstæðu.
Sem hlutfall af heildartekjum bæjarins nema skuldir í árslok 2015 104,81 % sem er 45,19 prósentustigum undir því skuldaþaki sem ný sveitarstjórnarlög hafa fyrirskipað. Hefur þetta hlutfall lækkað frá fyrra ári um 10,13% sem verður að teljast afar ánægjuleg staða.

Langtímaskuldir samstæðu (A og B hluta) að viðbættri leiguskuldinni vegna Sunnumerkur 2 nema 1.702 mkr. og hafa lækkað um 59 mkr á árinu. Lífeyrisskuldbinding er 460 mkr. Samtals gerir þetta 2.162 mkr eða 878 þúsund pr. íbúa. Það er ljóst að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar og fjárhagslega fært um frekari fjárfestingar.
Þennan árangur ber að þakka markvissu aðhaldi og traustu utanumhaldi fjármuna bæjarbúa undanfarin ár.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 828 mkr. skv. efnahagsreikningi.

Fjárfestingar á árinu 2015 námu 102,9 mkr. á móti fjárfestingu ársins 2014 er nam 113 mkr. Helstu fjárfestingar voru fólgnar í gatnagerð inn í Dal, viðgerðum á Laugaskarði, viðbyggingu við Grunnskólann, lagningu göngustíga m.a. Drullusund auk þess sem keypt var efri hæð Mjólkurbúsins við Breiðumörk. Tekin ný langtímalán voru 70 mkr en afborganir langtímalána námu 148 mkr.

Stærstu einstöku útgjaldaliðir Hveragerðisbæjar eru fræðslu- og uppeldismál sem taka til sín 47,2% af skatttekjum, félagsþjónustan 12% og æskulýðs- og íþróttamál 9,9%.

Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðu og ábyrgðarfullu starfi forstöðumanna bæjarins og starfsmanna sem allir hafa tekið virkan þátt og borið ábyrgð á að fjárhagsáætlun einstakra stofnana standist. Meirihluti D-listans færir þeim öllum bestu þakkir fyrir framlag þeirra til ábyrgs reksturs bæjarins.

Eyþór H. Ólafsson

Unnur Þormóðsdóttir


Aldís Hafsteinsdóttir

Þórhallur Einisson

Bæjarfulltrúar B- og S-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegt er að rekstrarniðurstaða samstæðu bæjarins árið 2015 er jákvæð og að skuldahlutfall bæjarins lækki rétt eins og undanfarin ár. Gott samstarf bæjarstjórnar skiptir nokkru máli til að ná þessari niðurstöðu. Utanaðkomandi þættir skipta þó meiru máli, ekki síst að verðbólga hefur haldist lág. Þrátt fyrir að ársreikningur bæjarins sé í heild jákvæður blikka nokkur viðvörunarljós sem vert er að gæta að. Í fyrsta lagi má benda á að veltufjárhlutfallið hefur farið lækkandi frá árinu 2011 er það var 1,00 en er nú 0,56, eða 0,66 ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar út. Haldi þessi þróun áfram gæti komið að því að Hveragerðisbær ætti í erfiðleikum með daglegar greiðslur. Í öðru lagi má benda á að handbært fé frá rekstri er einungis 30 mkr. meira heldur en afborganir langtímalána og þar af leiðandi er lítið svigrúm til fjárfestinga, nema þá með auknum lántökum. Athygli vekur hversu stór hluti af tekjum bæjarins er framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, rétt eins og undanfarin ár, eða 474 mkr. af 2.139 mkr. heildartekjum. Það nemur um 22% af heildartekjum bæjarins, sem er sama hlutfall og á síðasta ári. Ástæða þessa háa framlags frá Jöfnunarsjóði eru lágar tekjur bæjarins. Eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar nú sem áður er að auka tekjur bæjarins. Með hærri tekjum er hægt að borga skuldir hraðar niður og auka þjónustu við bæjarbúa. Vænlegasta leiðin til að hækka tekjur bæjarfélagsins er að efla atvinnulíf. Bæjarfulltrúar S- og B-lista hafa ítrekað bent á mikilvægi þessa. Vert er að taka fram, að auðvelt ætti að vera fyrir Hveragerðisbæ að koma í veg fyrir afleiðingar framangreindra viðvörunarljósa með hagsýni og ráðdeild að leiðarljósi við fjármálastjórn bæjarins á næstu árum.

Garðar R. Árnason B-lista
Njörður Sigurðsson S-lista
Viktoría Sif Kristinsdóttir S-listaÁrsreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015 samþykktur samhljóða og undirritaður.

6.Lánssamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.

1605009

Lagður fram lánssamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbætur á grunnskóla og gatnagerð á árinu 2015, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kennitala 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

7.Bréf frá Veritas lögmönnum frá 25. apríl 2016.

1605001

Lagt fram bréf frá Veritas lögmönnum sem ritað er fyrir hönd umbjóðenda þeirra Diðriks Jóhanns Sæmundssonar, Friðarstöðum. Í bréfinu er óskað eftir að Hveragerðisbær leysi til sín jörðina Friðarstaði og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs vegna jarðanna frá 30. desember 1947 á grundvelli matsgerðar úttektarmanna í samræmi við ákvæði jarðalaga nr 87/ 1933 og laga um ættaróðal og erfðaábúð, nr. 116/1943, sem í gildi voru við undirritun byggingarbréfsins.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að verða við erindinu og felur lögmanni bæjarins í samráði við bæjarstjóra að hefja ferli við innlausn Friðarstaða og spildu úr landi Vorsabæjar í samræmi við ákvæði byggingarbréfs frá árinu 1947 og þau lög sem um slíkt gilda.

Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að það ferli sem nú er hafið vegna innheimtu dagssekta verði stöðvað þar til niðurstaða matsmanna liggur fyrir. Innheimta dagsekta mun hefjast á ný reynist ferlið við innlausn árangurslaust.

8.Opnun tilboða í gatnagerð Lækjarbrún 34-43.

1605006

Opnun tilboða fór fram þann 2. maí s.l. Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Bjóðendur
Tilboðsfjárhæð
PK-Verk ehf
10.406.250.-
Arnon ehf
9.120.700.-


Kostnaðaráætlun
Eflu verkfræðistofu 10.582.350.-

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Arnon ehf. Yfirboðsfrágangur götunnar verði boðinn út með útboði Þelamerkur þegar þar að kemur.

9.Jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar 2016-2020 - Síðari umræða.

1604015

Jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar 2016-2020 lögð fram til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Jafnréttisáætlunin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:53.

Getum við bætt efni síðunnar?