Fara í efni

Bæjarstjórn

513. fundur 12. desember 2019 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði forseti fram svohljóðandi dagskrábreytingartillögu: Við dagskrá bætist liður 12 "Einföld ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir Byggðasafn Árnesinga". tölusetning annarra liða breytist til samræmis.

Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

Í ljósi atburða undanfarinna daga og þess rofs á nauðsynlegri þjónustu sem víða varð vill bæjarstjórn Hveragerðisbæjar taka heilshugar undir þá kröfu íbúa og sveitarstjórnarmanna að lífsnauðsynlega innviði samfélagsins verður að tryggja með öllum tiltækum ráðum um land allt. Björgunarfólk og viðbragðsaðilar um allt land hhafa unnið þrekvirki undanfarna daga og fyrir það verður aldrei fullþakkað.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 21.nóvember 2019.

1911003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 12 og 13.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 12 "Bréf frá Klakafell ehf frá 22. október 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir nafnabreytinguna.

Liður 13 "Tilboð rekstrarkostnaður öryggisþjónustu - Lota" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 5.desember 2019.

1911004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2,3,4,5,6,7 og 10.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 2 "Bréf frá Heilsustofnun frá 25. nóvember 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 3 "Leigusamningur - Tjaldsvæðið í Hveragerði 2019" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 4 "Samningur um beitarafnot - Hestamannafélagið Ljúfur" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 5 "Tilboð frá Eflu - Granni 2020" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið.

Liður 6 "Tilboð frá Lotu verkfræðistofu - Myndavélakerfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið.

Liður 7 "Tilboð frá One system - þjónustugátt" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tilboðið.

Liður 10 "Samningur um akstur í Hamarshöll - Landferðir" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3. desember 2019.

1912014

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,3,4,6,7,8,9,10,11,12,13 og 14.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 1 "Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytta notkun svæðisins, sbr. tillögu gerða af Landform ehf.

Liður 3 "Hreinsistöð, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Heiðarbrún 56, ósk um breytingu á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna.

Liður 6 "Kambaland, ósk um fjölgun íbúða á fjórum raðhúsalóðum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að erindinu verði hafnað enda hafi verið sótt um lóðirnar og þeim úthlutað á grundvelli gildandi deiliskipulags.

Liður 7 "Klettahlíð 7, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdina og óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Liður 8 "Kambahraun 41, umsókn um stækkun lóðar og byggingarleyfi fyrir stækkun bílskúrs, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 9 "Borgarhraun 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðlu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdina.

Liður 10 "Varmahlíð 2, sólstofa, bílskýli og breytt notkun bílskúrs, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdina og breytta notkun bílskúrsins.

Liður 11 "Hverahlíð 14, Garðskáli" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Liður 12 "Varmahlíð 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á íbúðarhúsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Liður 13 "Öxnalækur spilda og Stóri-Saurbær, stofnun nýrra lóða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að stofna lóðina Öxl 6, að stofna eina lóð úr spildunum Öxl 5 og 9 og að stofna eina lóð úr spildunum Öxl 4, 10 og 7. Jafnframt telur bæjarstjórn eðlilegt að Tálkni ehf. afsali til Hveragerðisbæjar því landi á umræddum jörðum sem áformað er að fari undir vegi og stíga með vísan í 1. mgr. 39. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 14 "Valsheiði 16, umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að stöðuleyfi fyrir gáminum verði veitt til allt að 12 mánaða. Gámurinn verði þó staðsettur innan lóðar umsækjanda.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar frá 12.nóvember 2019.

1912027

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt.

5.Fundargerð Fræðslunefndar frá 25.nóvember 2019.

1912026

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt.

6.Fundargerð Menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 18.nóvember 2019.

1911002F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Varðandi lið 1 vill bæjarstjórn fagna því að ungmennaráð skuli nú hafa komið saman og að stefnt skuli að öflugu starfi til framtíðar. Bæjarstjórn samþykkir að fela Menningar og frístundafulltrúa að gera tillögu að fyrirkomulagi greiðslna fyrir setu í ungmennaráði fyrir fund bæjarstjórnar í janúar.

Fundargerðin samþykkt.

7.Fundargerð Menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 9.desember 2019.

1912002F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Varðandi lið 4, umræður um viðburði og hátíðir í Hveragerðisbæ fagnar bæjarstjórn frumkvæði nefndarinnar og hvetur bæjarbúa til að koma hugmyndum sínum á framfæri og mæta á íbúafund sem fyrirhugaður er þann 29. janúar 2020.
Fundargerðin samþykkt.

8.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis frá 6.desember 2019.

1912001F

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Í lið 4 kemur fram að stefnt er að endurnýjun á gervigrasi Hamarshallarinnar á næsta ári en ljóst er að sú framkvæmd er mjög nauðsynleg. Bæjarstjórn samþykkir að fela Menningar- og frístundafulltrúa að kanna hjá söluaðila núverandi gervigrass möguleika á bótum eða afsláttum vegna núverandi gervigrass sem frá fyrstu tíð hefur verið í ólagi. Náist ekki samkomulag um slíkt við framleiðanda verður verkið boðið út.
Fundargerðin samþykkt.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra - urðun sorps frá Hveragerðisbæ.

1912022

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 10. desember 2019 vegna urðunar á sorpi frá Hveragerðisbæ.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Þórunn Pétursdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði gerðar breytingar á afsetningu sorps frá því sem nú er og að Terra verði áfram sá aðili sem tryggi að slíkt sé gert með ásættanlegum hætti.

10.Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála.

1912023

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar frá 14. mars 2019 um að samþykkja umsókn um stækkun lóðarinnar að Kambahrauni 51 og viðbyggingar við íbúðarhús og bílskúr á lóðinni.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ - til umræðu og kynningar.

1912025

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ frá 13. júní 2013.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir siðareglurnar óbreyttar og munu bæjarfulltrúar nú kvitta undir yfirlýsingu um að þeir hafi kynnt sér reglurnar.

12.Einföld ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir Byggðasafn Árnesinga.

1912028

Byggðasafn Árnesinga óskar eftir einfaldri ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að ljúka framkvæmdum við fasteignina Búðastígs 22.

Enginn tók til máls.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára.
Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.
Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka framkvæmdum á fasteigninni Búðarstígur 22 sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Hveragerðis skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

13.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2020.

1912020

Lagðar fram gjaldskrár fyrir útsvar, fasteignaskatt, lóðarleigu, leikskólagjöld, skólasel, skólamötuneyti, sundlaug og bókasafn fyrir árið 2020.

Enginn tók til máls.
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

14.Gjaldskrá hundaleyfa og handsömunar 2020, síðari umræða.

1912019

Lögð fram gjaldskrá hundaleyfa og handsömunar 2020 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

15.Gjaldskrá kattahalds 2020, síðari umræða.

1912018

Lögð fram gjaldskrá kattahalds 2020 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

16.Gjaldskrá fráveitu 2020, síðari umræða.

1912017

Lögð fram gjaldskrá fráveitu 2020 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

17.Gjaldskrá vatnsveitu 2020, síðari umræða.

1912016

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu 2020 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

18.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020, síðari umræða.

1912015

Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

19.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2020, síðari umræða.

1912021

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2020 ásamt greinargerð.

Bæjarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið milli umræðna.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Þórunn Pétursdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn vill þakka gott samstarf allra bæjarfulltrúa við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og er sannfærður um að slíkt vinnulag skili traustari og vandaðri áætlun. Í fjárhagsáætlunarvinnunni hefur undirritaður lagt áherslu á stöðugan rekstur bæjarfélagsins og að þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki. Á síðustu árum hefur verið ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir og fjárfestingar og svo mun einnig verða á komandi ári m.a. með aðkallandi viðbyggingu við Grunnskólann og lagfæringar á sundlaugarbyggingum í Laugaskarði. Mikilvægt er fyrir rekstur bæjarins að gæta hófs í frekari lántökum og ná skuldum niður. Undirritaður samþykkir framlagða fjárhagsáætun Hveragerðisbæjar 2020 og mun vinna áfram að hagsmunamálum bæjarins og bæjarbúa, þvert á pólitísk framboð eftir því sem þörf krefur.
Garðar R. Árnason.

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis þakka fyrir gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Eins og áður hefur samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun skilað betri og vandaðri áætlun en ef meirihlutinn hefði einn staðið að gerð hennar. Stjórnendum stofnana bæjarins ber jafnframt að þakka fyrir gott starf og góðan rekstur.

Undanfarin ár hefur íbúum fjölgað mikið í Hveragerði og má segja að framboð íbúða í sveitarfélaginu hefur vart annað eftirspurn. Sveitarfélagið hefur brugðist við þessu með því að fara af stað með uppbyggingu í Kambalandi og þegar hefur fyrstu lóðunum verið úthlutað þar. Strax á næsta ári þarf að huga að úthlutun fleiri lóða í Kambalandi, í Hólmabrún og möguleg úthlutun lóða sem tengist skipulagi Friðarstaða. Í því ferli vilja undirrituð ítreka að nauðsynlegt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum og að sveitarfélagið leggi til stofnframlag til fasteignafélags sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða til byggingar íbúða skv. lögum um almennar íbúðir. Með því væri mætt þörfum efnaminni fjölskyldna fyrir öruggt og viðeigandi húsnæði.

Einnig er vert að nefna að samhliða fjölgun íbúa er nauðsynlegt að huga að því að styrkja og bæta innviði sveitarfélagsins, s.s. með stækkun grunnskóla sem þegar er í ferli og öðrum þáttum sem fylgja vexti samfélagsins. Viðhaldi fasteigna bæjarins hefur verið sinnt ágætlega á þessu ári og að einhverju leyti tekið á uppsafnaðri viðhaldsþörf grunnskólans þó talsvert standi líklega enn út af þar sem og hjá öðrum fasteignum í eigu bæjarins.

Þá vilja undirrituð enn á ný benda á að lykillinn að öflugu og farsælu samfélagi er að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Þar getur Hveragerðisbær haft nokkur áhrif og stuðlað að fjölgun atvinnutækifæra eins og mörg sveitarfélög hafa gert, s.s. með ráðningu atvinnu- og markaðsfulltrúa sem vinnur að því að laða fyrirtæki og atvinnu til Hveragerðis.

Hveragerði hefur alla burði til að verða eftirsóttur ferðamannastaður sem laðar til sín bæði innlenda og erlenda gesti, ekki bara þá sem vilja heimsækja Reykjadalinn. En það gerist ekki af sjálfsdáðum. Það þarf að greina tækifærin innan bæjarins og markaðssetja þau á skýran og eftirsóknarverðan hátt. Hveragerði, „the HoTSpoT of Iceland“ verður til dæmis ekki til nema við höfum öflugan aðila til að sinna atvinnu- og markaðsmálum bæjarins.

„Græni bærinn“ Hveragerði þarf líka að taka sig aðeins á á nýju ári til að halda forskoti sínu hér sunnanlands í umhverfismálum. Það þarf að gera loftslagsstefnu bæjarins eins og samþykkt var fyrr á þessu ári og rýna alla verkferla til að draga úr umhverfisáhrifum reksturs og framkvæmda á vegum Hveragerðisbæjar. Við eigum til dæmis að hætta að prenta auglýsingar og tilkynningar á þykkan glanspappír, gróðursetja berjarunna og ætan gróður á opin svæði og sýna umhverfisvernd í verki í öllum okkar athöfnum hér innanbæjar.

Við í Okkar Hveragerði teljum einnig brýnt að Hveragerðisbær innleiði sem fyrst virkt íbúalýðræði inn í alla ákvörðunartökuferla bæjarins. Það er í fullu samræmi við stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gaf einmitt út handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa, í desember árið 2017. Bæjarbúar hafa áhuga á að koma meira að stefnumótandi vinnu og ákvarðanatöku innan bæjarfélagsins.

Það sýndi sig best með hversu margir bæjarbúar mættu á íbúafundinn um Friðarstaðalandið sem Okkar Hveragerði hvatti meirihluta bæjarstjórnar til að halda, fyrr á þessu ári. Fyrir rúmu ári síðan lögðum við reyndar fram tillögu um að Hveragerðisbær leitaði eftir því að verða samstarfsaðili í verkefni Akureyrarbæjar um aukið íbúalýðræði. Hveragerðisbær varð því miður ekki fyrir valinu en það á ekki að stoppa uppbyggingu á jafn sjálfsögðu og nauðsynlegu verkefni og aukið íbúalýðræði er því Hveragerðisbær hefur alla burði til að gera þetta á eigin forsendum. Við hvetjum því meirihlutann til að hefja undirbúningsvinnu að verkefni um aukið íbúalýðræði í Hveragerði, strax á næsta ári og innleiða það að fullu árið 2021.

Það að skapa jarðveg fyrir aukna atvinnuuppbyggingu innan Hveragerðisbæjar, að vera leiðandi á sviði umhverfis- og loftslagsmála og virkt íbúalýðræði eru verkefni sem við teljum bæta búsetuskilyrði hér í Hveragerði og draga að fjölbreyttari tækifæri fyrir bæjarbúa. Bæjarstjórn ber ábyrgð á að forgangsraða fjármunum bæjarins og gæta þess að fara vel með almannafé. Við í Okkar Hveragerði teljum það best gert með gagnsærri stjórnsýslu, í opnu samtali við bæjarbúa, með því að ýta undir nýsköpun og aðra atvinnuuppbyggingu og með því að stórefla grænar stoðir bæjarins. Í þessum þáttum skortir talsvert upp á, í okkar annars ágæta sveitarfélagi.

Undirrituð samþykkja fjárhagsáætlun 2020 og munu vinna áfram að hagsmunamálum bæjarbúa og sveitarfélagsins eins og hingað til.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir


Kl. 18:37 var gert fundarhlé.
Kl. 18:40 hélt fundur áfram.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Eins og undanfarin ár var fjárhagsáætlun ársins 2020 unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum og var samstarfið afar ánægjulegt. Bæjarfulltrúar D-listans þakka fyrir samstarfið og eru þess fullvissir að samstarf eins og hér er viðhaft er Hveragerðisbæ og Hvergerðingum til framdráttar. Ennfremur er skrifstofustjóra, forstöðumönnum og öðrum starfsmönnum þakkað framúrskarandi gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Það er ljóst að framundan er mikið framkvæmdaár og að þau verkefni sem lagt er af stað með eru í takt við íbúafjölgun og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það er metnaður okkar allra að gera vel og það er ánægjulegt að finna þann samhug sem ríkir í bæjarstjórn til þeirra verka sem framundan eru.

Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

20.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2021-2023, síðari umræða.

1912024

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2021-2023 ásamt greinargerð.

Enginn tók til máls.
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?