Fara í efni

Bæjarstjórn

511. fundur 10. október 2019 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti lagði fram dagskrárbreytingartillögu um að við dagskrá bætist "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 10. október 2019".
Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóðar.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 19.september 2019.

1909002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11. september 2019" afgreiddur sérstaklega. Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð. Bæjarstjórn samþykkir að leyfið verði veitt.

Liður 6 "Samningur um afnotarétt - Lagnaþjónustan" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 7 "Langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum - yfirfarið 2019" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir áætlunina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7.október 2019.

1909003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7 og 13.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 7 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 30. september 2019" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Liður 13 "Lóðarumsóknir - Kambaland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir úthlutunina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.október 2019.

1910007

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 og 14.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Kl. 17:16 var gert fundarhlé.
Kl 17:17 hélt fundur áfram.
Liður 1 "Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingin, sbr. meðfylgjandi uppdrátt verði grenndarkynnt.

Liður 3 "Kambaland, lóðir fyrir spennistöðvar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar á deiliskipulagsuppdrætti Kambalands.

Liður 4 "Heiðarbrún 56, ósk um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Liður 5 "Hverahlíð 21-23, nýtt hjúkrunarheimili" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að nú þegar verði gengið til samninga við Landform ehf um deiliskipulagsgerðina.

Liður 6 "Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.

Liður 7 "Klettahlíð 7, viðbygging umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt að nýju ásamt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40.

Liður 8 "Þelamörk 40, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að byggingaráformin verði samþykkt þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa.

Liður 9 "Heiðmörk 17, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að byggingaráformin verði samþykkt þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa. Jafnframt verði gengið úr skugga um að lóðarmörk á aðaluppdráttum séu rétt staðsett gagnvart lóð nr. 19.

Liður 10 "Borgarhraun 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum" afgreiddur sérstaklega. Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Liður 11 "Fagrihvammur 1, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr" afgreiddur sérstaklega. Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir byggingaráformin.

Liður 12 "Breiðamörk 1, breytingar á útliti og innra skipulagi, fyrirspurn" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar.

Liður 13 "Varmahlíð 2, sólstofa, bílskýli og breytt notkun bílskúrs" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Liður 14 "Dalsbrún 52 og 54, umsókn um garðhýsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir leyfi fyrir tveimur smáhýsum á lóðinni Dalsbrún 46-54, enda uppfylli þau ákvæði byggingarreglugerðar og séu a.m.k. 0,5 m frá lóðarmörkum.
Bæjarstjórn samþykkir að settar verði almennar reglur um fjarlægð smáhýsa frá götum/gangstéttum, göngustígum og opnum svæðum og felur bæjarstjóra, skipulagsfulltrúa og formanni skipulags og mannvirkjanefndar að vinna drög að slíkum reglum.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 7.október 2019.

1910006

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar R. Sigurðsson, Njörður Sigurðsson og Þórunn Pétursdóttir.
Liður 1 "Listamannahúsið Varmahlíð - endurskoðun á úthlutunarreglum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunarreglurnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 25.september 2019.

1910005

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Öldungaráðs Hveragerðisbæjar frá 25.september 2019.

1910012

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - Vegagerð í og við Vorsabæ.

1910008

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 8. október vegna vegagerðar í og við Vorsabæ og samkomulag við Vegagerðina um aðkomu þeirra að verkinu.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.

Kl. 18:10 var gert fundarhlé.
Kl 18:25 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirkomulagið eins og rætt er um í minnisblaðinu og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Vegagerðina um þeirra aðkomu að verkinu.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að ráðast í lagningu bundins slitlags frá Þorlákshafnarvegi að Vorsabæ og frá Vorsabæ til Öxnalækjar í samræmi við tillögur í minnisblaðinu eins fljótt og auðið er. Minni háttar kostnaður ætti að falla til hjá Hveragerðisbæ vegna verksins þar sem Vegagerðin mun greiða meginþorra kostnaðar við verkið.

8.Samningur við nemendur 7.bekkjar um umhverfishreinsun.

1910009

Lagður fram samningur við 7. bekk um umhverfishreinsun.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum.

9.Samningur við nemendur í 10.bekk um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.

1910010

Lagður fram samningur við 10. bekk um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

10.Samningur við ASK arkitekta um deiliskipulag -Friðarstaðir.

1910011

Lagður fram samningur við ASK arkitekta um ráðgjöf við deiliskipulag - Friðarstaðir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

11.Minnisblað - úthlutun lóða fyrir fjölbýlishús í Kambalandi.

1910013

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 8. október 2019 vegna úthlutun lóða fyrir fjölbýlishús í Kambalandi.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa lóðirnar án tafar og þeim verði úthlutað á fundi bæjarráðs þann 7. nóvember í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði.

Til að stuðlað sé að einsleitni í uppbyggingu fjölbýlishúsanna samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi forgangsröðun gildi við úthlutun umræddra lóða:

Þeir aðilar ganga fyrir sem sækja um allar 4 lóðirnar. Sæki fleiri en einn aðili um allar lóðirnar verður dregið á milli þeirra aðila í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar þar um.

Sæki enginn aðili um allar 4 lóðirnar ganga þeir fyrir sem sækja um 2 lóðir. Sæki fleiri en einn aðili um tvær lóðir verður dregið á milli þeirra aðila í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar þar um .

Sæki enginn aðili um allar eða helming lóðanna fleiri en einn aðili um hverja lóð verður dregið á milli þeirra aðila í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar þar um.

Bæjarstjóra falið að auglýsa lóðirnar með sama hætti og gert var við fyrrí úthlutun í Kambalandi.

Bæjarstjórn minnir á fyrri samþykkt um að lagt verði 30% álag á gatnagerðargjöld vegna fjölbýlis og raðhúsalóða í Kambalandi.

12.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 10. október 2019.

1910020

Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar G. Nielsen ehf um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II, að Breiðumörk 3,(221-0068) Rósakaffi.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?