Fara í efni

Bæjarstjórn

502. fundur 13. desember 2018 kl. 17:00 - 19:43 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir setti fund og stjórnaði.

Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar bauð hún Sigurð Einar Guðjónsson velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 15.nóvember 2018.

1811002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 7,8 og 11.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 7 "Bréf frá sýslumanninum á Suðurlandi frá 12. nóvember 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 8 "Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 31. október 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 11 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Löggæslumyndavélar í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 6.desember 2018.

1811003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 4, 5, 9, 10 og 11.
Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Liður 4 "Bréf frá sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. nóvember 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5 "Bréf frá sýslumanninum á Suðurlandi frá 3. desember 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 9 "Lóðarumsókn-Vorsabær 13" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 10 "Lóðarumsókn-Þórsmörk 2" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 11 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun-Grunnskólinn í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Kl. 17:13 var gert fundarhlé.
Kl. 17:20 hélt fundur áfram.

Vegna liðar 6 "Stjórnsýslukæra Orteka Partners - úrskurður" samþykkir bæjarsjórn að hlíta niðurstöðu ráðuneytisins. Framkvæmdafrestir verði í samræmi við gildandi reglur Hveragerðisbæjar um lóðaúthlutanir frá deginum í dag að telja.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4.desember 2018.

1812024

Liðir afgreiddir sérstaklega 1,3,4,5,6,7,8,9,10,11 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson.
Liður 1 "Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi Hlíðarhaga með breytingum frá fundinum.

Liður 3 "Vorsabær, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar og hún kynnt fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Sólborgarsvæði, óveruleg breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa.

Liður 5 "Miðbæjarsvæði-Skólalóð, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Ask arkitektum gerð deiliskipulags Miðbæjarsvæðis eins og skipulagsfulltrúi leggur til.

Liður 6 "Brattahlíð 1 og 3, ósk um breytingu á skipulagsmálum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 7 "Heiðmörk 35, breytt notkun húss" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. grs. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 8 "Valsheiði 28, breyting á bílskúr" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. grs. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 9 "Aðveitulögn Vatnsveitu Ölfus á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136), 2. áfangi, umsókn um framkvæmdarleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir leyfi fyrir framkvæmdinni með þeim fyrirvara að vatnslögnin falli betur að legu tengivegar í gegnum Sólborgarsvæðið, svo hún liggi örugglega utan lóðarmarka fyrirhugaðra athafnalóða á svæðinu. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að gengið verði fallega frá í kringum framkvæmdasvæðið og jafnframt verði lagfært í kringum fyrri framkvæmdir umsóknaraðila á sama svæði.

Liður 10 "Stofnlögn Veitna ohf. á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136), umsókn um framkvæmdaleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir leyfi fyrir framkvæmdinni með þeim fyrirvara að vatnslögnin falli þétt að legu tengivegar í gegnum Sólborgarsvæðið, svo hún liggi örugglega utan lóðarmarka fyrirhugaðra athafnalóða á svæðinu.

Liður 11 "Þinghúsið Breiðumörk 25, viðbygging" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að við gerð tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis verði sýndur byggingarreitur fyrir viðbyggingunni á deiliskipulagsuppdrætti.

Liður 12 "Bláskógar 1, fyrirspurn um byggingu parhúss" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar erindinu enda fer best á því að á lóðinni verði byggt einnar hæðar einbýlishús eða parhús.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 19.nóvember 2018.

1812016

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Menningar- íþrótta- og frístundanefndar frá 10.desember 2018.

1812026

Liðir afgreiddir sérstaklega 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Þórunn Pétursdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Liður 1 "Úthlutunarreglur Varmahlíðarhússins" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar. Jafnframt beinir bæjarstjórn því til nefndarinnar og Menningar- og frístundafulltrúa að listi um úthlutun verði birtur á heimasíðu Hveragerðisbæjar ásamt kynningu á Varmahlíðarhúsinu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 21.nóvember 2018.

1812017

Eftirtaldir tóku til máls: Þórunn Pétursdóttir, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2019, síðari umræða.

1812007

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2019.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrá hundaleyfa og handsömunar 2019, síðari umræða.

1812008

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá hundaleyfa og handsömunar fyrir árið 2019.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá fráveitu 2019, síðari umræða.

1812009

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2019.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

10.Gjaldskrá vatnsgjalds 2019, síðari umræða.

1812010

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá vatnsgjalds fyrir árið 2019.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrá kattahalds 2019, síðari umræða.

1812011

Lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá kattahalds fyrir árið 2019.

Enginn tók til máls.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2019.

1812013

Lagðar fram gjaldskrár útsvars, fasteignagjalda, leikskólagjalda, frístundaskóla, skólamötuneytis, sundlaugar og bókasafns.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar R. Árnason.
Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

13.Edensreitur - Samkomulag.

1812012

Lagt fram samkomulag milli Hveragerðisbæjar annars vegar og Lars David Nielsen og Ragnheiðar Guðmundsdóttur hins vegar vegna Edensreits. Með samkomulaginu fallast aðilar á bætur vegna breytinga á lóðamörkum og meint tjóns og óhagræðis vegna uppbyggingar á Eden reitnum.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Samkomulagið samþykkt samhljóða.

14.Áfangastaðaáætlun Suðurlands.

1812015

Lögð fram áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi sem gerð var af Markaðsstofu Suðurlands fyrir Ferðamálastofu.

Eftirtaldir tóku til máls: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn fagnar metnaðarfullri og ítarlegri vinnu við gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Suðurland en kynning á umræddri áætlun átti sér stað fyrir bæjarfulltrúa á undan fundinum. Bæjarstjórn hvetur til að gerð verði aðgerðaáætlun í kjölfarið með skilgreindum framkvæmdaaðilum enda slíkt forsenda fyrir því að áætlunin nýtist sem skyldi. Bæjarstjórn samþykkir að á fundi sínum í janúar verði farið yfir gögn og stefnur sem fyrir liggja hér í Hveragerði á sviði ferðamála.

15.Minnisblað frá bæjarstjóra - Viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði.

1812018

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 30. nóvember 2018 vegna viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fela Dr. Magga Jónsyni að hefja nú þegar hönnun viðbyggingar til norðurs á grunvelli fyrirliggjandi hugmynda. Starfshópur sem skipaður var í júlí starfi áfram sem bygginganefnd og verði hönnuði og framkvæmdaaðilum til ráðgjafar á hönnunartíma sem og á byggingatíma.

Kl. 18:48 var gert fundarhlé.
Kl. 18:49 hélt fundur áfram.

16.Þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar 2019-2021.

1812019

Lagður fram Þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar fyrir árin 2019-2021.
Eftirtaldir tóku til máls: Garðar R. Árnason, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða með þeirri breytingu að hann gildi út árið 2022 og upphæðir þess árs taki hækkunum í samræmi við fyrri ár.

17.Þjónustusamningur við Golfklúbb Hveragerðis 2019-2022.

1812020

Lagður fram Þjónustusamningur við Golfklúbb Hveragerðis fyrir árin 2019-2022.

Enginn tók til máls:
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

18.Þjónustusamningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði 2019-2022.

1812021

Lagður fram Þjónustusamningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði fyrir árin 2019-2022.
Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

19.Þjónustusamningur við Leikfélag Hveragerðis frá 2019-2022.

1812022

Lagður fram Þjónustusamningur við Leikfélag Hveragerðis fyrir árin 2019-2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Garðar Rúnar Árnason.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

20.Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis 2019-2022.

1812023

Lagður fram Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis fyrir árin 2019-2022.

Enginn tók til máls.
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða.

21.Þjónustusamningur við Skátafélagið Strók frá 2019-2022.

1812025

Lagður fram Þjónustusamningur við Skátafélagið Strók fyrir árin 2019-2022.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson
Þjónustusamningurinn samþykktur samhljóða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

22.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2019, síðari umræða.

1812005

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2019 ásamt greinargerð.

Bæjarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið milli umræðna.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.

Fulltrúi B-listans lagði fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn vill þakka gott samstarf allra bæjarfulltrúa við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og er sannfærður um að slíkt vinnulag skili traustari og vandaðri áætlun. Í fjárhagsáætlunarvinnunni hefur undirritaður lagt áherslu á stöðugan rekstur bæjarfélagsins og að þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki.
Á síðustu árum hefur verið ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir og fjárfestingar og svo mun einnig verða á komandi ári m.a. með aðkallandi viðbyggingu við Grunnskólann og lagfæringar á sundlaugarbyggingum í Laugaskarði. Mikilvægt er fyrir rekstur bæjarins að gæta hófs í frekari lántökum og ná skuldum niður.
Undirritaður samþykkir framlagða fjárhagsáætun Hveragerðisbæjar 2019 og mun vinna áfram að hagsmunamálum bæjarins og bæjarbúa, þvert á pólitísk framboð eftir því sem þörf krefur.

Garðar R. Árnason.

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi bókun.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis þakka fyrir gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Að mati undirritaðra hefur samstarf allra bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun skilað betri og vandaðri áætlun en ef meirihlutinn hefði einn staðið að gerð hennar. Stjórnendum stofnana bæjarins ber jafnframt að þakka fyrir gott starf og góðan rekstur. Rekstur Hveragerðisbæjar stendur vel og endurspeglar auknar tekjur og uppgang í samfélaginu.

Íbúum fjölgar í Hveragerði og er sveitarfélagið eftirsóttur staður til að búa á. Vegna þessa er nauðsynlegt að halda áfram í fjárfestingum og verður stærsta fjárfesting næsta árs viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði. Jafnframt er hafinn undirbúningur að nýju hverfi í Kambalandi svo hægt sé að mæta eftirspurn í lóðir í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að í þeirri vinnu verði horft til þess að útvega lóðir undir fasteignafélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og að Hveragerði leggi til stofnframlag til byggingar íbúða skv. lögum um almennar íbúðir. Með því myndu bæjaryfirvöld auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur. Í því samhengi er jafnframt vert að horfa til uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Nú á Hveragerðisbær tvær félagslegar leiguíbúðir og er það sveitarfélag sem einna verst stendur sig í framboði á slíku húsnæði. Jafnvel sveitarfélögin Garðabær og Seltjarnarnesbær, sem jafnan eru nefnd sem dæmi um sveitarfélög sem standa sig mjög illa í þessum málum, eru betur sett þegar kemur að framboði á félagslegu húsnæði á hverja þúsund íbúa. Ef Hveragerðisbær ætlaði að bjóða upp á hlutfallslega jafnmargar félagslegar leiguíbúðir og nágrannsveitarfélögin Ölfus og Árborg þyrfti sveitarfélagið að eiga um 16 félagslegar leiguíbúðir. Á fjárhagsáætlun ársins 2018 var sett fé í að kaupa eina félagslega íbúð og á næsta ári tvær íbúðir. Árið 2021 er svo gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun að kaupa félagslegar leiguíbúðir fyrir 30 mkr. sem er verð einnar íbúðar. Það þýðir að árið 2021 verði félagslegar leiguíbúðir í Hveragerði sex talsins. Betur má ef duga skal. Það er sameiginleg ábyrgð allra sveitarfélaga að sjá til þess að nægt framboð sé á félagslegu leiguhúsnæði í öllum sveitarfélögum. Sveitarfélög sem ekki bjóða upp á nógu margar félagslegar leiguíbúðir eru þannig að velta ábyrgðinni yfir á önnur. Hveragerðisbær á að standa sig í þessum málum. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis munu leggja áherslu á það í fjárhagsáætlunargerð næstu ára að sérstaklega verði hugað að því að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Hveragerði svo að sveitarfélagið hafi sambærilegt framboð og nágrannasveitarfélögin. Það er jafnframt von undirritaðra að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu tilbúnir að styðja við þessa sjálfsögðu uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Undirrituð samþykkja fjárhagsáætlun 2018 og munu vinna áfram að hagsmunamálum bæjarbúa og sveitarfélagsins.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

23.Þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2020-2022, síðari umræða.

1812006

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2020-2022
ásamt greinargerð.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:43.

Getum við bætt efni síðunnar?