Fara í efni

Leiga á íþróttasal og ábyrgðaryfirlýsing

Ábyrgðaryfirlýsing foreldra/forráðamanna, leigutaka

Undirrituð/aður hefur óskað eftir að fá leigðan íþróttasal fyrir afmælisveislu barns/a á grunnskólaaldri í Hveragerði. Leigan er í samráði við Fimleikadeild Hamars sem ber ábyrgð á að umgengni við öll áhöld séu eftir reglum.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim börnum sem sækja viðkomandi afmæli og skal sjá til þess að slysatryggingar fyrir hópinn séu í lagi. Hveragerðisbær ber enga ábyrgð á þeim slysum og óhöppum sem kunna að eiga sér stað enda ekki um skipulagða íþróttastarfsemi að ræða á skólatíma barnanna.

Starfsmaður bæjarskrifstofu mun hafa samband við leigutaka til að festa tímasetningu fyrir afmælið.

 

Ath. dagskrá íþróttahúsanna er nokkuð þétt skipuð og getur því komið fyrir að það þurfi að færa til tímasetningar til að passa inn í dagskrá íþróttahúsanna. Á vorönn 2021 er aðeins hægt að leigja Hamarshöllina á laugardögum frá kl. 13:00 - 14:30.