Fara í efni

Hamarshöll - Vallarhús

Fjölnota íþróttahús með gervigrasvelli, íþróttagólfi og 9 holu púttvelli

Búnings- og baðklefar eru í vallarhúsi sem er við hliðina á Hamarshöll.

Húsið var byggt árið 2012 og er fjölnota íþróttahöll sem hýsir gervigrasvöll, níu holu púttvöll og fjölnota íþróttagólf í fullri stærð. Stærð íþróttahallinnar er um 5000 m² (104 x 48). Íþróttahöllin er upphituð úr tvöföldum dúk sem er borinn uppi af innri loftþrýstingi og loftþrýstingi á milli ytra og innra lags í útveggjum og þaki. Ákveðið var að skipta við framleiðendur frá DUOL sem bjóða mjög vönduð hús með háum gæðastuðli sem eru með Evróskri vottun samkvæmt EN stöðlum og hafa verið samþykkt af Brunamálastofnun Íslands.

Hveragerðisbær annast allan rekstur og viðhald íþróttahússins.

Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði hefur afnot af húsinu en einnig er hægt að leigja tíma til iðkunar allt árið um kring, allar nánari upplýsingar veitir menningar- og frístundafulltrúi.

Síðast breytt: 20.10.2022
Getum við bætt efni síðunnar?