Fara í efni

Tónlistarviðburður opin æfing

23. janúar | 15:00-17:00

Tónlistardvöl Ólafar - Varmahlíð listamannabústaður
Ólöf Sigursveinsdóttir og Mark van Rhijn sellóleikarar

Sellóæfingar í Varmahlíðarhúsi og í Hveragerðiskirkju frá kl. 15-17

Varmahlíð listamannabústaður verður opnaður með útikerti og æfingum í húsinu fyrir áhugasama. Íbúar geta sest á stól í þessu gamla húsi. Á meðan æfir sellóleikarinn, framkallar hljóð og þögn til skiptis. Þá er einnig hægt að rölta í Hveragerðiskirkju eftir göngustíg fyrir ofan húsið og setjast í kirkjuna og hlýða á sellóæfingar.

Hljóðfæraleikararnir, Ólöf og Mark, hafa Hveragerðiskirkju og Varmahlíð listamannabústað til afnota í þrjár vikur eða frá 5. - 26. janúar. Ólöf á margar æskuminningar úr Hveragerði því afi hennar og amma voru Gestur og Dóra sem bjuggu á Hveramörk 2. Mark van Rhijn er hollenskur sellóleikari og heimspekingur og mun um helgina æfa sellósónötu eftir hollenska barokkmeistarann Jacob Herman Klein. Ólöf hyggur á einleik með Sinfóníuhljómsveit og einbeitir sér að einleikskonsert og svítum Jóhanns Sebastíans Bach.

Hugað verður að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Getum við bætt efni síðunnar?