Fara í efni

SUMARREIÐNÁMSKEIÐ Á BJARNASTÖÐUM 2021 (fyrir 6 -13 ára)

12.-16. júl
Skilgreining á kunnáttu
Knapi I: engin reynsla eða 1- 2 sumarnámskeið í öðrum reiðskóla, börn sem eru hrædd eða óörugg í kringum hesta eða 1 sumarnámskeið hjá mér.
Knapi II: börn sem hafa verið á a.m.k. 1 námskeið í haust eða vor hjá mér eða 2 sumarnámskeið hjá mér og eru farin að gera hestinn tilbúinn og geta stjórnað hestinum sjálf, nokkuð óhrædd. Eða börn sem hafa farið á 3 - 4 námskeið annarstaðar eða ríða út reglulega heima en hafa ekki verið hjá mér áður, óhrædd.
Knapi III: Börn sem eru óhrædd og vilja halda áfram að bæta sig og farin að læra að ríða mismunandi gangtegundir og æfingar.
Verð fyrir 5 daga: 1/2 dagsnámskeið 24.000 kr, heilsdagsnámskeið 45.000 kr
 
Vika 12.7.-16.7.21
Kl 9 - 12 Knapi I (6 -13 ára) 
Kl 13 - 16 Knapi II (7-13 ára) 
 
Skráning fer fram á https://olfus.felog.is/.
 
Á hverju námskeiði verða eingöngu 5-6 börn á aldrinum 6-13 ára. Við erum með vel tamda og trausta hesta og ætlum að bjóða upp á fjölbreytt námskeið með bæði bóklegum og verklegum tímum. Börnin munu læra um sérstöðu íslenska hestsins, liti þeirra, gangtegundir, atferli hestsins og margt fleira. Við munum fara í sætisæfingar, æfingar og þrautir á reiðvellinum og auðvitað förum við í reiðtúr. Okkur þykir mikilvægt að börnin læra að umgangast dýrin með virðingu og skilja þeirra hegðun og viðbrögð. Hvert dýr hefur mismunandi eðli og skapgerð. Við eigum líka hænur og hunda sem munu gleðjast yfir því að fá klapp frá nemendum. Nemendur læra að kemba, leggja á, helstu ásetur og að stjórna hestinum í góðu jafnvægi í mismunandi æfingum á mismunandi hraða. Einnig munum við fara í vetfangsferðir í kringum bæinn t.d. í göngutúr í skóginum og vonandi náum við að hitta folöldin sem fæðast í sumar og margt fleira.
Hestar, reiðtygi og hjálmar verða á staðnum. Börn þurfa að vera klædd eftir veðri, jafnvel hafa með sér regnföt og hlýja peysu, þau eiga að hafa einfalda fingravettlinga með sér og buff til að hafa undir hjálmnum, æskilegt er að þau séu í gúmmístígvélum eða uppháum skóm (ekki strigaskóm) á hestbaki og eru með aukaföt til skiptana í tösku. Gott væri að þau hefðu með sér vatnsbrúsa og smá nesti.
Ef þið eru búin að sameina í 5-6 manna hóp er hægt að panta tímasetningu sem ykkur hentar.
Til að panta pláss má senda okkur línu með nafn barnsins, kennitölu, nafn forledri og kennitala, síma og upplýsingar um kunnáttu hér á fésbók eða senda tölvupóst á reidskolinn816@gmail.com. Ef þið viljið tala við mig, megið þið endilega senda mér símanúmer og ég hringi i ykkur.
 
Nánari upplýsingar:
 
Getum við bætt efni síðunnar?