Fara í efni

Samsöngur við lírukassann

Rósakaffi, Breiðumörk 3 3. desember | 17:00-18:30
Samsöngurinn verður laugardaginn 3. desember klukkan 17.
Og nú er hægt að nálgast textana alla - og lögin - til að æfa fyrir samsönginn. Afritaðu þessa romsu og settu inn í vafrann þinn í símanum eða spjaldtölvunni:
 
Jóhann Gunnarsson og Anna Jórunn .Stefánsdóttir í samvinnu við Rósakaffi efna til samsöngs í tilefni fullveldisdagsins, fyrsta desember.
Við urðum að sleppa þessu í fyrra af kóvítisástæðum en nú getur ekkert stöðvað okkur.
 
Við byrjuðum á þessu á hundrað ára afmæli fullveldisins ári 2018, og fengum strax góðar undirtektir og þátttöku umfram væntingar.
Við syngjum saman við undirleik lírukassans lögin sem þjóðin hefur sungið þessi 104 ár, gömul og ný. Sem sagt fullveldislögin. Lagavalið ræðst nokkuð af takmörkuðu tónsviði lírukassans, en samt er úr nógu að velja.
Getum við bætt efni síðunnar?