Fara í efni

Reiðnámskeið Hestamannafélagsins Ljúfs

Bjarnastöðir í Ölfusi 6.-10. jún

Sumarnámskeið Ljúfs eru opin öllum börnum úr Hveragerði og Ölfusi fædd 2016 og eldri (elst 2009). Á sumarnámskeiði Ljúfs kynnast börnin hestunum og læra undirstöðuatriði hestamennskunnar í reið.

Kennt verður á Bjarnastöðum í Ölfusi, kennari verður Cora Claas, reiðkennari frá Hólum. Hestar, reiðtygji og hjálmar verða á staðnum. Börn þurfa koma með buff til að hafa undir hjálmnum og vera í stígvelum eða uppháum skóm á hestbaki. Ekki er leyfilegt að vera í strigaskóm.

Leitast verður við að raða börnum eftir getu og aldri, takmarkað pláss í boði.

Verð er 9000.kr per barn fyrir námskeiðið.

Námskeið 1. 6.-10 júní
hópur 1:
kl 16.00-17:00   
hópur 2: 
kl 17.00-18:00

Námskeið 2 verður dagana 27.júní - 1 júlí
hópur 1:
kl 15:00-16.00
hópur 2: kl 16.00-17.00

Skráning fer fram í gegnum aeskulydsnefnd.ljufur@gmail.com

Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala barns, svo og nafn og kennitala forráðamanns. Greiðsluseðlar verða sendir út áður en námskeiðið hefst og þarf að greiða þá áður en námskeiðið hefst.

Það endilega má láta vita ef barnið hefur reynslu af hestum.

Getum við bætt efni síðunnar?