Fara í efni

Norðrið

Listasafn Árnesinga - Austurmörk 21 19. sep - 20. des

Landslag á Norðurslóðum hefur löngum vakið aðdáun fyrir einstaka náttúru og norræn landslagshefð í myndlist verið rómuð. En nú breytist landslagið hratt vegna umvhersárhifa af völdum loftlagsbreytinga. Margir listamenn finna sig knúna til þess að bregðast við með því að draga fram áhrif þessara breytinga á ýmsan hátt í verkum sínum. Viðfangsefni sýningarinnar NORÐRIÐ / NORTH er að sýna hvernig myndlistarmennirnir Arngunnur Ýr, Erna Skúladóttir, Pétur Thomsen, Ulrika Sparre (SE) og Nestori Syrjala (FI) sem koma frá þremur Norðurlandanna, Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi, bregðast við áhrifum loftlagsbreytinga á viðkvæma náttúru norðursins. Listamennirnir kanna ferli og afleiðingar breytinganna sem þeir túlka á mismunandi hátt, en listaverkin geta síðan kallað á frekari viðbrögð og umræðu.

Vísindamaðurinn Cheryl Katz sem rýnt hefur í loftlagsbreytingar á Norðurlöndunum og listrýnirinn Maria Porges munu einnig rita greinar í útgáfu sem gefin verður út í tilefni sýningarinnar, sem ætlað er að dýpka skilning gesta á viðfangsefni sýningarinnar bæði út frá listrænu og samfélagslegu sjónarhorni.

Sýningarstjóri sýningarinnar er Daría Sól Andrews. Hún lauk BA prófi í retórik frá Berkley háskólanum í Kaliforníu og MA-próf í sýningarstjórnun og listasögu frá Stokkhólmsháskóla. Hún hefur nýlega stýrt sýningu í Hafnarborg við góðar viðtökur. Áhugi hennar beinist að því að rannsaka myndlist og áhrif hennar á gagnrýna hugsun í opinberu samhengi.

Getum við bætt efni síðunnar?