Fara í efni

Jól í Lystigarðinum Fossflöt

Lystigarðurinn Fossflöt 27. nóvember | 16:00

Lystigarðurinn skartar sínu fegursta á aðventunni og má sjá jólaljósin ljóma um allan garð á Fossflötinni. 

Daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóv. verða jólaljósin tendruð á bæjarjólatrénu.

Frá kl. 16 – 17 – Heitt kakó í skátaheimilinu.
Allir eru velkomnir með BOLLANN SINN í anddyrið til að fá áfyllingu af gómsætu kakói á leið sinni í Lystigarðinn. Gætt er að sóttvörnum.

Frá kl. 16 – 17 – Jólasveinar úr Reykjafjalli fengu bæjarleyfi og keyra um bæinn til að sýna sig og sjá aðra. 

Kl. 17 - Fjölskylduskemmtun á sviðinu í Lystigarðinum

  • Jólaljósin tendruð á bæjarjólatrénu
  • Söngsveit Hveragerðis syngur sígild jólalög, stjórnandi Margrét Stefánsdóttir
  • Barnakór Hveragerðiskirkju syngur falleg jólalög, stjórnandi Unnur Birna Björnsdóttir
  • Jólatríó Unnar Birnu leika og syngja jólalög
  • Jólasveinar úr Reykjafjalli koma með pokana sína og skemmta af sinni alkunnu snilld.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?