Fara í efni

Hringrás

5. feb - 22. maí

Þórdís Erla Zoëga (1988) útskrifaðist með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2012. Að auki er hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum.

Hún hefur sýnt m.a. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn, Konsúlat Hótel, Canopy Hilton hótel og sýnt í D-sal Hafnarhússins. Einnig var hún meðlimur í listahópnum Kunstschlager og hélt uppi víðtækri sýningardagskrá með honum í Kunstschlager stofu Hafnarhússins árið 2015. Nýlegar sýningar eru Embrace (Norrtälje konsthall, Svíþjóð, 2021), Hyper Cyber (Þula, 2020), og Harmony (Geysir Heima Kjallarinn, 2019).

Þórdís vinnur í hina ýmsu miðla og skapar innsetningar, málverk, teikningar, mottur og lágmyndir úr akrýlgleri. Verk hennar snúast jafnan um jafnvægi og nánd sem birtast í andstæðum og samhverfum. Í innsetningum hennar leitast hún við að skapa rými fyrir áhorfandann að uppgötva eitthvað nýtt með einföldum sjónrænum blekkingum. Hringformið er henni hugleikið sem tákn um óendanleikann og himingeiminn. Samhverfur birtast í flestum hennar verkum þar sem hún leitast við að finna jafnvægi á fletinum og í lífinu.

www.thordiserlazoega.is

Sýningarstjórar: Erin Honeycutt

Erin Honeycutt (1989) er rithöfundur, bóksali og sýningarstjóri sem býr og starfar í Berlín. Hún er með MA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands auk MA-gráðu í trúarbragðafræðum frá Universiteit van Amsterdam. Hún skrifar ljóð, sýningarrýni og margvíslegan texta í samvinnu við listamenn. Erin var tilnefnd til Broken Dimanche Press verðlaunanna fyrir skrif um list og textar hennar hafa meðal annars verið birtir í SAND Journal, BARAKUNAN og Neptún Magazin. Vefsíða

erinhoneycutt.persona.co

 

Getum við bætt efni síðunnar?