Fara í efni

Gallerí í garðinum

Kambahraun 33 13. ágúst | 14:00-17:00

Hjónin Helga Sigurðardóttir og Viðar Aðalsteinsson opna garðinn og sýningarrými/vinnustofu sína að Kambahrauni 33, Hveragerði, fyrir gesti og gangandi. Saman eru þau með listakonseptið Yantra Paintings, eða Yöntrumálverk, nærandi list. Yöntrumálverkin sameina fallega og ríkjandi liti með hinu forna og heillavænlega Sri yantra tákni sem stendur fyrir fullkominn samhljóm. Einnig sýnir Helga myndverk sem hún kallar List sálarinnar, innsæislist, sem hún hefur málað síðan 1984. List sálarinnar er viðleitni til að túlka andlega og mystíska upplifun og hugmyndir. Síðan 1989 hefur hún haldið fjölda einkasýninga úr safni Listar sálarinnar og þau hjónin hafa sýnt Yöntrumálverkin sín frá árinu 2012.

Öll verk á sýningunni Gallerí í garðinum verða til sölu. Einnig eftirprentanir af völdum málverkum og afar frumlegum og skemmtilegum retro pennateikningum Helgu frá árunum ‘76-’86. Sjón er sögu ríkari!

Opið verður laugardaginn 13ágúst frá 14-17.

allir eru hjartanlega velkomnir.

Vefsíða Viðars og Helgu www.yantrapaintings.com

Helga er á FB , Art of the Soul by Helga https://www.facebook.com/search/top?q=art%20of%20the%20soul%20by%20helga

Getum við bætt efni síðunnar?