Fara í efni

Að rækta sinn eigin garð

Listasafn Árnesinga - Austurmörk 21 16. maí | 14:00

Að skapa sinn eigin garð, má vera raunmynd eða úr eigin hugarheimi, sbr orðtakið “að rækta eigin garð”. Hvað það þýðir og hvernig þátttakendur sjái fyrir sér sinn garð. Collage verkefni úr tilfallandi efniviði ásamt pappír. Hugmynd um að endurnýta verðlaust efni. Hringlaga mynd, einskonar glerkúla/gróðurkúla þar sem ýmislegt vex.

Efniviður eru plastefni, pappír af ýmsum gerðum, má einnig teikna og mála. Klippa til lauf, tré og þann gróður sem á heima á myndinni. Líma og fylla pappírshringinn sem er fyrirfram sniðinn.

Námskeiðið fer fram 16. maí frá kl. 14 -16 kennari Áslaug Saja.

Vegna Covid-19 ráðstafanna þarf að skrá sig í smiðjuna, hámarksfjöldi er 10 manns.

Fyrir skráningu sendið póst á mailto:mottaka@listasafnarnesinga.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?