Fara í efni

Leiga á íþróttasal

Á fundi bæjarráðs, 7. janúar 2021, var samþykkt að leyfa leigu á íþróttamannvirkjum með ákveðnum skilmálum vegna sérverkefna, t.d. afmælisveislur.

Íþróttamannvirki Hveragerðisbæjar eru aðeins leigð undir afmæli fyrir börn á grunnskólaaldri sem búsett eru í Hveragerði. Afmælin verða að vera undir eftirliti þjálfara frá Fimleikadeild Hamars sem ber ábyrgð á að umgengni við öll áhöld séu eftir reglum.

Óskir um leigu skulu berast menningar- og frístundafulltrúa. Foreldrar/leigutaki bera fulla ábyrgð á þeim börnum sem sækja viðkomandi afmæli og skulu sjá til þess að tryggingar fyrir hópinn séu í lagi enda ber Hveragerðisbær enga ábyrgð á þeim slysum og óhöppum sem kunna að eiga sér stað við svona aðstæður.

Leiga fyrir sal og aðstöðu fyrir veitingar í íþróttamannvirkjum eru 5.000 kr fyrir afmælið árið 2021 ef laust pláss er á opnunartíma íþróttamannvirkjanna. Fimleikadeild setur gjaldskrá fyrir sína þjónustu.

Afmæli skulu ávallt víkja fyrir annarri íþróttastarfsemi.

Leigja sal - umsóknareyðublað 

 

 

Síðast breytt: 27.09.2021