Vatnsveita, stofnframkvæmdir

Kalda vatnið kemur úr þremur borholum á Selhæðum norðan Hamars. Varavatnsból er við Varmá norðan Friðarstaða. Hámarksafköst veitunnar eru 75 l/sek. Einn 750 rúmmetra (tonna) miðlunartankur er á kerfinu, staðsettur við Hamarsendann við Hlíðarhaga.

Stofnframkvæmdir. Unnið er að lagningu stofnlagna í 1. áfanga Kambalands. Verkið er unnið samhliða annarri gatnagerð á svæðinu. Framkvæmdin er á vegum og á kostnað landeiganda, sem afhendir Hveragerðisbæ lagnirnar til eignar að verki loknu. Engar aðrar stofnframkvæmdir eru nú í gangi en nýlokið er við endurnýjun lagna í Þórsmörk.

Starfsleyfi Vatnsveitu Hveragerðis

Söguágrip vatnsveitu í Hveragerði

Neysluvatn, efnagreining

Reglugerð um neysluvatn