Fráveita, stofnframkvæmdir

Fráveitukerfið í Hveragerði er svokallað ,,tvöfalt kerfi“,  skólpveita og regnvatnsveita.  Skólp er hreinsað í tveggja þrepa hreinsistöð með lífrænu hreinsiþrepi.

Stofnframkvæmdir:
Unnið er að lagningu stofnlagna í 1. áfanga Kambalands.  Verkið er unnið samhliða annarri gatnagerð á svæðinu. Framkvæmdin er á vegum og á kostnað landeiganda, sem afhendir Hveragerðisbæ lagnirnar til eignar að verki loknu.
Engar aðrar stofnframkvæmdir eru nú í  gangi en nýlokið er við endurnýjun lagna í þórsmörk og austast í Þelamörk.

 

Skólphreinsistöð, upplýsingar

Sk%C3%B3lphreinsist%C3%B6%C3%B0in.jpg