Sorphirða

Í Hveragerði er þriggja flokka kerfi í sorphirðu. Bæjarbúum gefst kostur á að flokka sorpið í þrjár tunnur, brúna, græna og gráa að lit. Markmiðið með sorpflokuninni er að lágmarka það magn sorps sem fer til urðunar og auka um leið endurvinnslu með því að bjarga nothæfu rusli.

Brúna tunnan er eingöngu ætluð undir lífrænan heimilisúrgang.

Í grænu tunnuna er settur allur endurvinnanlegur heimilisúrgangur.

Í gráu tunnuna fer allt óendurvinnanlegt sorp.

Gámaþjónustan er með umsjón á sorphirðunni hér í Hveragerði.

Á heimasíðu þeirra má finna ýmislegan fróðleik um sorpmál.

Smellið hér til að opna Hveragerðisbæklinginn frá Gámaþjónustunni.