Tónlistarskóli

Sveitarfélög í Árnessýslu reka í sameiningu Tónlistarskóla Árnesinga sem hefur höfuðstöðvar á Selfossi. Í Hveragerði er rekin deild sem starfrækt er í sérinnréttuðu húsnæði í Grunnskólanum í Hveragerði.

Skólinn var stofnaður árið 1955 og hét þá Tónlistarskóli Árnessýslu. Þá voru í skólanum 50 nemendur frá 9 sveitarfélögum í Árnessýslu. Skólinn hefur síðan vaxið og dafnað og fer kennsla nú fram á vegum tónlistarskólans í flestum grunnskólum og þéttbýlisstöðum í sýslunni.

Kennarar skólans eru um 30 talsins í misstórum stöðugildum. Nemendur skólans eru um 500 talsins auk barna í forskóla 2. bekkjar.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga.