4. maí 2017

674. fundur bæjarráðs Hveragerðis

haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Unnur Þormóðsdóttir formaður, Friðrik Sigurbjörnsson varamaður, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.

Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Dagskrá:

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705001

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705001

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705002

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705002

3.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705003

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705003

4.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705004

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál.

Bæjarstjóra falið að fylgja eftir fyrri bókunum og afstöðu sveitarfélaga á Suðurlandi og Sambandsins til þessa máls.

Fylgiskjöl:

Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017. - 1705003

5.Austurmörk 6-10 - Valgarð Sörenssen mætir á fundinn. - 1705007

Á fundinn mætti Valgarð Sörensen og kynnti aðaluppdrætti vegna fyrirhugaðrar byggingar að Austurmörk 6-10.

Bæjarráð samþykkir að veita Valgarð frest til maí loka til að gera grein fyrir fjármögnun verkefnisins og framvindu framkvæmda. Valgarð mun kynna samstarfsaðila sína á næsta fundi bæjarráðs.

6.Endurbætur á tjaldsvæði. - 1705009

Leigutakar á tjaldsvæðinu hafa óskað eftir viðbótum á salernum á tjaldsvæðinu og einnig að fá þráðlaust netsamband á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir að settur verði salernisgámur í nálægð við núverandi þjónustuhús sem tengst geti fráveitukerfi bæjarins. Ennfremur samþykkir bæjarráð að setja upp búnað fyrir þráðlaust net í og við þjónustuhús svæðisins. Kostnaði sem gæti numið um 1 mkr. verði mætt með fjárveitingu af lið 21-01-9990. Bæjarráð samþykkir ennfremur að við lok leigutíma núverandi leigutaka á tjaldsvæðinu muni bæjarfélagið kaupa gáminn en árlegar afskriftir hans munu nema 10%.

7.Verkfundargerð "gatnagerð 2017" frá 28. apríl 2017. - 1705008

Fundargerðin samþykkt.

Fylgiskjöl:

Verkfundargerð "gatnagerð 2017" frá 28. apríl 2017. - 1705008

8.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 2. maí 2017. - 1705006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 2. maí 2017. - 1705006

9.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 25. apríl 2017. - 1705005

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 25. apríl 2017. - 1705005

10.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 2.maí 2017. - 1705010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fylgiskjöl:

Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 2.maí 2017. - 1705010

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30

Unnur Þormóðsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Helga Kristjánsdóttir