7. apríl 2016
649. fundur bæjarráðs Hveragerðis
haldinn í fundarsal Sunnumörk 2, fimmtudaginn 7. apríl 2016 kl. 08:00.
Fundinn sátu:
Unnur Þormóðsdóttir formaður, Eyþór H. Ólafsson , Viktoría Sif Kristinsdóttir , Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri.
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Dagskrá:
1. Umhverfis- og samgöngunefnd frá 16. mars 2016. – 1603042
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörnum, 247. mál.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Umhverfis- og samgöngunefnd frá 16. mars 2016. – 1603042
2. Orkustofnun frá 11. mars 2016 – 1604002
Í bréfinu eru kynntar reglur Orkustofnunar um viðbúnað og viðbrögð við jarðskjálftavá vegna losunar á vökva í jörðu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Orkustofnun frá 11. mars 2016 – 1604002
3. Ferðamálastofu frá 4. apríl 2016 – 1604001
Í bréfinu er tilkynnt að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hafnaði umsókn Hveragerðisbæjar um styrk vegna gerðar heimasíðu um ferðamál.
Lagt fram til kynningar en í þessari sömu úthlutun fékk Hveragerðisbær kr. 2.900.000.- til að uppbyggingar í Hveragarðinum.
Fylgiskjöl:
Ferðamálastofu frá 4. apríl 2016 – 1604001
4. Minjastofnun Íslands frá 18. mars 2016. – 1603038
Í bréfinu er tilkynnt að Minjastofnun Íslands hefur samþykkt styrk úr húsfriðunarsjóði til Hveragerðisbæjar að upphæð kr 500.000.- til verkþáttarins nýsmíði og viðgerð glugga í Mjólkurbúi Ölfusinga, Breiðamörk 26.
Bæjarráð þakkar stuðninginn.
Fylgiskjöl:
Minjastofnun Íslands frá 18. mars 2016. – 1603038
5. Samorku frá 21. mars 2016 – 1603039
Í bréfinu er kynnt samþykkt frá aðalfundi vegna frestunar á hluta aðalfundar og jafnframt boðað á framhaldsaðalfund Samorku sem haldinn verður 15. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Samorka frá 21. mars 2016 – 1603039
6. Ársæli B. Ellertssyni frá 31. mars 2016 – 1604008
Í bréfinu óskar bréfritari eftir heimild bæjarins til að nota merki bæjarins í blaðhaus blaðs sem fyrirhugað er að komi út reglulega og borið verður út á öll heimili bæjarins.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu því merki Hveragerðisbæjar er einungis notað á prentað efni frá Hveragerðisbæ. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útbúa reglur um notkun bæjarmerkisins.
Fylgiskjöl:
Ársæll B. Ellertsson frá 31. mars 2016 – 1604008
7. Ungmennaráði UMFÍ ódagsett. – 1604003
Í bréfinu er álytkun Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var 16. - 18. mars s.l. þar sem ráðstefnan skorar á ríki og sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Ungmennaráð UMFÍ ódagsett. – 1604003
8. Dagforeldri.is frá 23. mars 2016 – 1603040
Í bréfinu er kynntur nýr vefur "dagforeldri.is" sem verður vefur fyrir daggæslu í heimahúsum. Hveragerðisbæ er boðið að gerast aðili að vefnum með kynningu á sveitarfélaginu gegn ákveðnu mánaðargjaldi.
Því miður sér Hveragerðisbær sér ekki fært að vera með í verkefninu.
Fylgiskjöl:
Dagforeldri.is frá 23. mars 2016 – 1603040
9. Heilsbrigðistofnun Suðurlands frá 18. mars 2016 – 1604009
Með bréfinu fylgdi stöðuskýrsla um ört vaxandi umfang sjúkraflutninga á Suðurlandi árin 2011-2015.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð Hveragerðis fagnar góðu starfi sjúkraflutninga á Suðurlandi og ítrekar mikilvægi þess að nægir fjármunir renni til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands svo tryggja megi öryggi íbúa og ferðamanna.
Fylgiskjöl:
Heilsbrigðistofnun Suðurlands frá 18. mars 2016 – 1604009
10. Fanneyju Ásgeirsdóttur frá 4. apríl 2016 – 1604010
Í bréfinu segir Fanney Ásgeirsdóttir upp starfi sínu sem skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði og eru áætluð starfslok 31. júlí n.k.
Uppsögnin lögð fram en á fundi bæjarstjórnar í næstu viku verður ákvörðun tekin um fyrirkomulag ráðningar nýs skólastjóra. Bæjarráð þakkar Fanneyju störf hennar hjá bæjarfélaginu og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi í framtíðinni.
Fylgiskjöl:
Fanney Ásgeirsdóttir frá 4. apríl 2016 – 1604010
11. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. mars 2016 – 1603041
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. mars 2016 – 1603041
12. Fundargerð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga frá 4. mars 2016 – 1603043
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð Sambands sunnlenskra sveitarfélaga frá 4. mars 2016 – 1603043
13. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 22. janúar 2016 – 1604004
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 22. janúar 2016 – 1604004
14. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 24. feb 2016 – 1604005
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 24. feb 2016 – 1604005
15. Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 30. mars 2016 – 1604006
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 30. mars 2016 – 1604006
16. Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 4. apríl 2016 – 1604007
Lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 4. apríl 2016 – 1604007
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:47
Unnur Þormóðsdóttir Eyþór H. Ólafsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir Aldís Hafsteinsdóttir
Helga Kristjánsdóttir