Söfn og sýningar

Bókasafnið í Hveragerði

Sunnumörk 2
810 Hveragerði

Opnunartími:
Mánudaga kl.11-18:30 Þriðjudaga-fimmtudaga kl.13-18:30 Laugardaga kl. 11-14

Haustið 2004 flutti Bókasafn Hveragerðis í nýtt húsnæði í Verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk. Húsnæðið er glæsilegt og staðsetningin frábær. Starfsemi safnsins hefur breyst nokkuð eftir flutningana því að nú er það ,,í leiðinni" þegar fólk gerir matarinnkaupin. Fyrirkomulag í safninu finnst safngestum notalegt en þar eru reglulega settar upp listsýningar á vegum heimamanna og annarra sem áhuga hafa á að sýna í safninu. Sýningarsvæðið dregur nafn sitt af jarðsprungunni sem klýfur Verslunarmiðstöðina og er til sýnis undir gler gólfi.

Sími: 483 4531

Netfang: bokasafn@hveragerdi.is
bok@hveragerdi.is (afgreiðsla)

http://www.facebook.com/bokasafnid.i.hveragerdi

Listamannabærinn Hveragerði - fyrstu árin.

Sýningin Listamannabærinn Hveragerði - fyrstu árin er í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk

Á sýningunni er leitast er við að draga upp mynd af tilurð skáldanýlendunnar í Hveragerði upp úr 1940 þar sem sex einstaklingar voru kannski mest áberandi. Nútíminn kallast skemmtilega á við fortíðina en nokkrir valinkunnir Hvergerðingar fjalla um skáldin á sýningunni og velja brot úr verkum þeirra.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér starf Listvinafélagsins á Heimasíðu félagsins.

Listasafn Árnesinga - La Art Museum

Austurmörk 21
810 Hveragerði

Sími 483 1727

OPIÐ 12 - 18 Sumar: 1. maí - 30. september - alla daga

Vetur: 1. okt - 30. apríl - fim - sun

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins. Netfang: listasafn@listasafnarnesinga.is