Forstöðumaður bókasafns
skrifað 26. mar 2018
byrjar 16. apr 2018
Leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að leiða öflugt og líflegt starf bókasafnsins í Hveragerði.
Starfið sem er full staða, felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
- Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði er skilyrði
- Starfsreynsla á almennings- og eða skólabókasafni æskileg
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og kunnátta á bókasafnskerfið Gegni, er kostur
- Góð þekking á menningarstarfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð tölvukunnátta
- Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli
Nánari upplýsingar um starfið gefur Hlíf S. Arndal, núverandi forstöðumaður bókasafns í síma 483-4531 eða í tölvupósti boksafn@hveragerdi.is og Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar og frístundafulltrúi í síma 483-4000, netfang jmh@hveragerdi.is
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt
-
29. sep 2019Nýbygging samþykkt við Ás, dvalar og hjúkrunarheimili
-
02. sep 2019Lýðheilsugöngur í Hveragerði