Dagskrá Blóm í bæ – græna byltingin 14.-17. júní

skrifað 06. jún 2019
byrjar 14. jún 2019
 

Í tilefni af viðburðinum, Blóm í bæ, eru í Hveragerði 30 faglærðir blómaskreytar: Íslendingar, Hollendingar, Belgar, Norðmenn og nemar á blómaskreytingarbraut LBHÍ. Þeir vinna hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem prýða aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn. Frá Fossflötinni upp Varmárgil taka Land Art skreytingar við. Þær eru unnar úr náttúruefnum sem eru í nærumhverfinu og eyðast þær í náttúrunni með tímanum.

Njótum, skoðum og upplifum.

Opin sýningarsvæði alla helgina

Land Art í Varmárgili – gengið frá Lystigarði upp Varmárgil.
Blómaskreytingar og fallegur gróður í aðalgötu bæjarins og inni í Lystigarðinum Fossflöt
Sýningarsvæði við Lystigarðinn: gróðurhús, hænsnakofi, blómaker, garðyrkjutæki o.fl.
Opið gróðurhúsið Eden v/Þelamörk: Afurðir græna geirans til sölu, fjölbreytt sýning og sala á pottablómum, markaðir, sýning á páfagaukum frá Dýraríkinu o.fl.
Sýning á vistvænum farartækjum – rafbílar, rafskutlur o.fl. v/Hótel Örk.
Umhverfis- og bændamarkaður, Breiðumörk 21 – Markaðstorg með nýjum og ferskum afurðum beint frá býli, vistvænar vörur, flokkunarílát o.fl.
Hveragarðurinn er opinn alla helgina. Húsdýrasýning við Drullusundið fyrir ofan Hverasvæðið.

Listamenn að störfum á hátíðinni:

Matthías Viðar Sigurðsson, myndhöggvari vinnur við gerð listaverks Elísabetar Jökulsdóttur, Þetta líður hjá, vestan við íþróttahúsið v/ Skólamörk.

Fimmtudagur 13. júní
21:00 – Tónleikar með Hjálmum í Skyrgerðinni

Föstudagur 14. júní

14:00 – 15:30 – Opið hús á Heilsustofnun NLFÍ – Allir velkomnir
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Alma Möller landlæknir, Haraldur Erlendsson forstjóri Heilsustofnunar og Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun. Öllum gestum boðið í te og meðlæti.

16:00 – Samstarfssamningur, á milli Embætti Landlæknis og Hveragerðisbæjar, um að bæjarfélagið bætist í hóp Heilsueflandi samfélaga, undirritaður í Sundlauginni Laugaskarði.

17:00 – Hátíðarsetning í Lystigarðinum – ávörp og tónlistaratriði á sviði.

17:30 - Opnun sýningar í Listasafni Árnesinga

GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Vignir Þór Stefánsson leikur af fingrum fram á píanó.

Laugardagur 15. júní

10:00 – Jóga með Ragnheiði Eiríksdóttur í fallegu umhverfi í Lystigarðinum
11:00 – Söguskilti afhjúpað við Hveragerðiskirkju
Sóknarpresturinn séra Gunnar Jóhannesson býður gesti velkomna í kaffi í kirkjunni eftir athöfn.

12:00 – Bíó um Skáldagötuna í Hveragerði í Frost og Funa Hótel, Hverhamri

12:00 – 18:00 – Sýning í Listasafni Árnesinga
GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Tillögur í samkeppninni Úrgangur í Auðlind til sýnis í Listasafninu.

12:00 – 18:00 Bæjarbúar bjóða heim – listsýningar og sölur

13:00 – 17:00 – Sýning á vistvænum farartækjum v/Hótel Örk
Rafbílar, rafskutlur o.fl. Kynning á framtíðarsýn M. Bens í samgöngum.

13:00 – 17:00 – Græni geirinn - Markaður í gróðurhúsinu Eden, Þelamörk
Afurðir græna geirans til sölu, fjölbreytt sýning og sala á pottablómum. Heilsustofnun verður á staðnum og kynnir starfsemi sína og vörur beint frá býli, markaðir, sýning á páfagaukum frá Dýraríkinu, apanum hennar Ellýjar Vilhjálms o.fl.

13:00 – 17:00 – Umhverfis- og bændamarkaður, Breiðumörk 21 Markaðstorg með nýjum og ferskum afurðum beint frá býli, vistvænar vörur, flokkunarílát o.fl.

13:00 – 17:00 – Skottsala og nytjamarkaður við Breiðumörk 21.
13:00 – 17:00 – Íslenskar landnámshænur frá Valgerði á Húsatóftum í Lystigarðinum.
13:00 – 17:00 – Bananahúsið á Reykjum til sýnis fyrir gesti.
13:00 - Úrslit í Hollustu-Kökukeppninni kynnt hjá Almari bakara.
14:00 – 16:00 Ljúfir JAZZ tónar í Lystigarðinum, tríó Páls Sveinssonar. 14:30 - Úrslit hönnunarkeppninnar: Úrgangur í Auðlind í Listasafninu. 15:00 – Söguganga um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni Lagt af stað frá inngangshliðinu í Lystigarðinn. 15:00 – Þrjú bíó fyrir krakkana í Leikfélagshúsinu, Austurmörk 23 Frítt inn – sjoppa á staðnum. 15:30 – Fjármálalæsi í Skyrgerðinni, Breiðumörk 25 Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum býður uppá fræðslu um fjármál heimilanna.

Sunnudagur 16. júní
10:00 – Jóga með Ragnheiði Eiríksdóttur í fallegu umhverfi í Lystigarðinum. 11:00 – Núvitundar-gönguferð með Bee Mc Evoy Verum heilshugar til staðar í fallegu umhverfi og upplifum í þögn. Lagt af stað frá Heilsustofnum NLFÍ, aðalinngangi. 12:00 – 18:00 Bæjarbúar bjóða heim – listsýningar og sölur Sjá nánar í græna rammanum. 12:00 – 18:00 – Sýning í Listasafni Árnesinga GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Tillögur í samkeppninni Úrgangur í Auðlind til sýnis í Listasafninu. 13:00 – Er hundurinn þinn félagsfær ? – fræðsla í íþróttahúsinu v/Skólamörk Kristín Sigmars hundaþjálfari heldur fræðslufyrirlestur um hunda í þéttbýli. Allir velkomnir. 13:00 – 17:00 – Sýning á vistvænum farartækjum v/Hótel Örk Rafbílar, rafskutlur o.fl. Kynning á framtíðarsýn M. Bens í samgöngum. 13:00 – 17:00 – Græni geirinn - Markaður í gróðurhúsinu Eden, Þelamörk Afurðir græna geirans til sölu, fjölbreytt sýning og sala á pottablómum. Heilsustofnun verður á staðnum og kynnir starfsemi sína og vörur beint frá býli, markaðir, sýning á páfagaukum frá Dýraríkinu, apanum hennar Ellýjar Vilhjálms o.fl. 13:00 – 17:00 – Umhverfis- og bændamarkaður, Breiðumörk 21 Markaðstorg með nýjum og ferskum afurðum beint frá býli, vistvænar vörur, flokkunarílát o.fl. 13:00 – 17:00 – Skottsala og nytjamarkaður við Breiðumörk 21. 13:00 – 17:00 – Íslenskar landnámshænur frá Valgerði á Húsatóftum í Lystigarðinum. 13:00 – 17:00 – Bananahúsið á Reykjum til sýnis fyrir gesti. 13:00 – 17:00 – Opnar vinnustofur í gamla barnaskólanum við Skólamörk Myndlistarfélag Árnessýslu (efri hæð) og Handverk og hugvit undir Hamri (neðri hæð). Fallegir listmunir til sýnis og sölu. Handverksfólk að störfum. 13:30 – Álfaganga um Hamarinn með Grétu Berg, Lagt af stað frá Hamarsvelli. Gréta leiðir okkur inn í heim álfa og tengsl þeirra við náttúruna. 14:00 – Græni herinn kemur í heimsókn og gróðursetur trjálund við Þelamörk. Allir velkomnir. 14:00-16:00- Endurhönnunarsmiðja í Listasafni Árnesinga Gestir hvattir til að koma og færa rusl í nýjan búning – hugvit, hönnun og útfærsla. 14:00 – 16:00 Ljúfir JAZZ tónar í Lystigarðinum, tríó Páls Sveinssonar 15:00 – Söguganga um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni Lagt af stað frá inngangshliðinu í Lystigarðinn. 15:00 – Þrjú bíó fyrir krakkana í Leikfélagshúsinu, Austurmörk 23. Frítt inn – sjoppa á staðnum. 15:00 – Bíó um Skáldagötuna í Hveragerði í Frost og Funa Hótel, Hverhamri. 15:30 – Fjármálalæsi í Skyrgerðinni, Breiðumörk 25 Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum býður uppá fræðslu um fjármál heimilanna. 16:30 – Bíó um Skáldagötuna í Hveragerði í Frost og Funa Hótel, Hverhamri. 20:30 – Þarf alltaf að vera grín ? – lifandi hlaðvarp (live show) í Skyrgerðinni. Miðasala á midi.is

Bæjarbúar bjóða heim – listsýningar og sölur Opið laugardag: 14:00 – 16:00 Velkomin að Bjarkarheiði 12 Jóhann Gunnarsson sýnir Lírukassa sína og leikur fyrir gesti kl. 14, 15 og 16. 14:00 – 16:00 Velkomin að Kambahrauni 35 Gréta Berg opnar vinnustofu sína – hugleiðslusteinar, málverk o.fl. Einnig teiknar Gréta andlitsmyndir af gestum eftir óskum. 13:00 – 18:00 – Opnar vinnustofur í gamla barnaskólanum við Skólamörk Myndlistarfélag Árnessýslu (efri hæð) og Handverk og hugvit undir Hamri (neðri hæð). Fallegir listmunir til sýnis og sölu. Heitt á könnunni. Opið laugardag og sunnudag: 12:00 – 17:00 Velkomin að Þelamörk 40 Sigurbjörg og Laufey eru með bílskúrssölu. 12:00 – 16:00 Velkomin að Heiðmörk 5 Þór Hammer sýnir skrautdúfur og bréfdúfur í garðinum. 13:00 – 17:00 Velkomin að Borgarheiði 8V Gyða Jónsdóttir myndhöggvari og Linda Gísladóttir listaspíra verða með skúlptúra, myndverk, leirmuni o.fl. til sýnis og sölu. 13:00 – 17:00 Velkomin að Borgarheiði 15h Erna Guðmundsdóttir er með bílskúrssölu – fallegir munir. 13:00 – 17:00 Velkomin að Hraunbæ 28 Bílskúrssala – margt spennandi í boði 13:00 – 17:00 Velkomin að Grænumörk 3 Bílsskúrssala – margt spennandi í boði.

Veitinga- og þjónustuaðilar bjóða gesti velkomna í bæinn og taka ávallt vel á móti gestum. Logo styrktaraðilar mega koma neðst á síðu

Mánudagur 17. júní - Þjóðhátíðardagur Bæjarbúar draga fána að húni
Kl. 10:00 Leikir og fjör fyrir fjölskylduna í Lystigarðinum - Þjóðhátíðarkaka í boði Forsætisráðneytisins fyrir gesti í tilefni af 75 ára afmæli Lýðveldis Íslands í Lystigarðinum. - Íbúar úr Latabæ koma í heimsókn Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju Kl. 13:30 Skrúðganga um bæinn til hátíðarsvæðis í Lystigarðinum Lagt af stað frá horninu á Heiðmörk og Laufskógum úr vesturbænum og frá horninu á Grænumörk og Heiðmörk úr austurbænum. Umsjón: Skátafélagið Strókur og Hestamannafélagið Ljúfur
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá í Lystigarðinum - Ávarp bæjarfulltrúa - Menningarverðlaun - Ræða nýstúdents - Söngsveitin Hveragerðis - Fjallkona Kl. 14:30-17:00 Skemmtidagskrá í Lystigarðinum:
- Gunni og Felix kynna og skemmta af sinni alkunnu snilld - Listasprell á milli félaga í bænum - Leikfélag Hveragerðis - Sirkus Ísland - Hoppukastalar
Kl. 15:00 Kaffisala hefst í grunnskólanum Umsjón: Fimleikadeild Hamar - Börnum boðið á hestbak við grunnskólann Umsjón: Hestamannafélagið Ljúfur

12:00 – 18:00 – Sýning í Listasafni Árnesinga GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ. Tillögur í samkeppninni Úrgangur í Auðlind til sýnis í Listasafninu. 13:00 – 17:00 - Grænn Markaður í gróðurhúsinu Eden, Þelamörk Afurðir græna geirans til sölu, fjölbreytt sýning og sala á pottablómum. Heilsustofnun verður á staðnum og kynnir starfsemi sína og vörur beint frá býli, markaðir, sýning á páfagaukum frá Dýraríkinu, apanum hennar Ellýjar Vilhjálms o.fl. 13:00 – 17:00 – Umhverfis- og bændamarkaður, Breiðumörk 21 nýtt og ferskt beint frá býli, vistvænar vörur, flokkunarílát o.fl. Kl. 20:00 Kvöldvaka fyrir fjölskylduna í Skyrgerðinni - Íþróttaálfurinn kemur frá Latabæ - Gunni og Felix syngja og skemmta - Lína Langsokkur kemur úr Suðurhöfum

Minnum á heimasíðu Blóm í bæ http://blomibae.is/