Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019

skrifað 13. des 2019

Á 513.fundi bæjarstjórnar 12.desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun.

Í ljósi atburða undanfarinna daga og þess rofs á nauðsynlegri þjónustu sem víða varð vill bæjarstjórn Hveragerðisbæjar taka heilshugar undir þá kröfu íbúa og sveitarstjórnarmanna að lífsnauðsynlega innviði samfélagsins verður að tryggja með öllum tiltækum ráðum um land allt. Björgunarfólk og viðbragðsaðilar um allt land hafa unnið þrekvirki undanfarna daga og fyrir það verður aldrei fullþakkað.