Blómstrandi dagar 2019

skrifað 16. ágú 2019
IMG_6547

Um helgina er í boði fjölbreytt dagskrá, sýningar, tónlist og ýmis konar viðburðir þar sem allri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með undirbúningi bæjarhátíðarinnar okkar þar sem allir leggjast á eitt til að þessi dagar megi takast sem best.


Blómstrandi dagar 2019 hófust formlega á fimmtudaginn þar sem meðal annarra viðburða var afhjúpað verkið Þetta líður hjá eftir Elísabetu Jökulsdóttur.

Um helgina er í boði fjölbreytt dagskrá, sýningar, tónlist og ýmis konar viðburðir þar sem allri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með undirbúningi bæjarhátíðarinnar okkar þar sem allir leggjast á eitt til að þessi dagar megi takast sem best. Íbúar taka þátt með því að taka til í kringum hús og á lóðum en einnig með því að skreyta hús og garða með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Minni á að fyrir bestu, mestu og frumlegustu skreytingarnar eru veitt verðlaun á brekkusöngnum svo það er vel þess virði að taka þátt Einnig fær best gata sérstök verðlaun, matarveislu frá SS.

Ísdagur Kjörís er óneitanlega viss þungamiðja í dagskránni en þangað streyma gestir til að bragða á ólíkindaísum og gömlum kunningjum. Þar er í ár sérstök hátíðarstemning enda fagnar fyrirtækið 50 ára afmæli sínu í ár. Í tilefni af því býður fyrirtækið bæjarbúum og gestum upp á tónleika með Bubba Mortens á Brekkusöngnum sem í ár er því með glæsilegasta móti. Flugeldasýningin í gilinu hefur síðan fyrir löngu skipað sér sess meðal þeirra bestu á landinu.

Á engan er hallað þó hér sé Jóhönnu Margréti Hjartardóttur, menningar- og frístundafulltrúa sérstaklega þakkað fyrir frábært starf að undirbúningi og Höskuldi Þorbjarnarsyni og hans fólki í umhverfisdeild og áhaldahúsi fyrir þeirra framlag.

En nú er engum til setunnar boðið, viðburðirnir bíða í röðum og góða veðrið er í BLómabænum svo ekki missa af.
Komið með spariskapið og takið þátt í gleðinni.

Eigum góða helgi og njótum skemmtunar og samveru !

Bestu blómakveðjur

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri.

Dagskrána má finna á forsíðu www.hveragerdi.is en einnig í appi sem finna má á facebook síðu Blómstrandi daga.

IMG_6462IMG_6507IMG_6555