Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.

skrifað 18. nóv 2019
Ás - Grundarsvæði

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 14. nóvember 2019 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulagi Ás-Grundarsvæðis í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er um 2 ha að flatarmáli og afmarkast af Hverahlíð, Bröttuhlíð, Klettahlíð og Breiðumörk. Svæðið er innan reits sem skilgreindur er sem „S3, samfélagsþjónustaˮ í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017‐2029. Á deiliskipulagssvæðinu eru 10 lóðir byggðar íbúðar‐ og þjónustuhúsum í eigu Dvalarheimilisins Ás og Grundar. M.a. eru áform um að reisa nýtt 1.200m² hjúkrunarheimili með 18 hjúkrunarrýmum við Hverahlíð.

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja eðlilega uppbyggingu húsnæðis á deiliskipulagssvæðinu með áherslu á þéttingu byggðar í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Ás-Grundarsvæði deiliskipulagslýsing

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar