Þér er boðið að taka þátt í samfélagsverkefni.

skrifað 26. sep 2019
byrjar 29. sep 2019
 

Samfélagsverkefnið => Vinir Fossflatar.

Nokkrir öflugir garðyrkjufræðingar í Hveragerði og Hveragerðisbær standa að þessum nýja hópi. Við ætlum að gera Fossflötina að Lystigarði og hvetjum við alla sem hafa áhuga að vera með.

Planið er þannig að við ætlum að hafa skipulagða vinnudaga í garðinum ca 3-4. sinnum á ári næstu árin og gera fallegan garð en fallegri.

Fyrsti vinnudagurinn.

Sunnudaginn 29. september nk.

Mæting kl. 10:30 - 13:00.

Það sem við ætlum að gera á þessum degi er að fella nokkrar Aspir, klippa tré þar sem þarf, setja nokkur tré niður í staðinn fyrir þau sem verða felld, taka Víðirinn sem er í Skeifunni ( brekkunni) og setja Gráöl í staðinn og setja niður blóm í eitt fjölæringabeð ofl.

Snillingarnir sem standa að þessu verkefni.

Ingibjörg Sigmundsdóttir, Garðyrkjukona.
Pétur Reynisson, Garðyrkjumaður.
Brandur Gíslason, Skrúðgarðyrkjumaður. Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, Garðyrkjukona og starfsmaður Hveragerðisbæjar. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Blómaskreytir og Formaður Umhverfisnefndar. Höskuldur Þorbjarnarson, Umhverfisstjóri Hveragerðisbæjar, og Umhverfisnefnd Hveragerðis.

Óskum eftir sjálfboðaliðum á öllum aldri að koma taka þátt og hafa gaman.

Facebook Vinir Fossflatar