Sumarnámskeið fyrir börn 2019

skrifað 17. maí 2019
byrjar 28. jún 2019
 
Það er skemmtilegt að leika sér við Reykjafoss. Tilvalið að fjölskyldan fari saman á góðviðrisdögum.

Börnin okkar eru á leiðinni út í sumarið á næstu vikum. Úrval námskeiða og sumarstarfs verður einstaklega fjölbreytt, litríkt og skemmtilegt í Hveragerðisbæ sumarið 2019.

Íþrótta og ævintýranámskeið

Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær.

Aldur: fyrir börn á aldrinum 5-11 ára (fædd 2008-2013).

Skipt er í tvo aldurshópa (5 og 6 ára / 7-11 ára) en hluti af námskeiðinu er samkeyrður með báðum hópum.

Áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, leiklist, sköpun og fróðleik. Á dagskrá eru m.a. óhefðbundnir íþróttaleikar, útieldun, lautarferð, leiklistaræfingar, fjallganga, verkefni á Listasafninu og heimsóknir í Hamarshöllina, söfn og fyrirtæki.

Námskeiðsgjöld:

 • 15.000 kr. (frá kl. 8:00–16:00)
 • 7500 kr. (frá kl. 9:00–12:30, með hádegismat)
 • 5500 kr. ( frá kl. 13.00-16:00)
 • 5000 kr. (Börn fædd 2013)
 • 2500 kr. (aukavistun til 17:00)

Systkinaafsláttur; 2. barn 50%, 3. barn 75%.

Fullt fæði er innifalið í námskeiðsgjaldinu þar sem áhersla er lögð á hollt, næringarríkt og fjölbreytt fæði. Hafragrautur í morgunmat, heitur matur í hádegi og síðdegishressing.

Tímabil:

 • Námskeið 1: 3.júní - 7.júní og 11. - 14. júní (9 dagar)
 • Námskeið 2: 18.júní - 21.júní og 24. - 28. júní (9 dagar)
 • Námskeið 3: 1.júlí - 5.júlí og 8. - 12. júlí (10 dagar)
 • Námskeið 4: 15.júlí - 19.júlí og 22. - 26. júlí (10 dagar)
 • Námskeið 5: 29.júlí - 1.ágúst og 6. - 9. ágúst (8 dagar)

Námskeiðin hafa aðsetur í Bungubrekku.

Skráning og upplýsingar: Móttaka Hveragerðisbæjar 483 4000, mottaka@hveragerdi.is

Gæsluvöllur

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllur/róló á lóð Bungubrekku (gamla Undraland) að Breiðumörk 27a. Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri og gott er að hafa nestisbita!

 • Aldur: Fyrir 2-6 ára (fædd 2013-2016)
 • Tímabil: 9. júlí - 12. ágúst
 • Umsjón: Valgerður Rut Jakobsdóttir
 • Verð: Gæslugjald er 300 kr. á dag. 10 miða afsláttakort kostar 2.500 kr.

Opið: Virka daga kl. 13:00 - 16:30 (Ath! - lokað "rauða daga")

Sundnámskeið í Sundlauginni Laugaskarði

Námskeiðshaldari: Sunddeild Hamars

 • Kennari: Magnús Tryggvason
 • Aldur: f. 2015 og eldri.

Nauðsynlegur undirbúningur fyrir tilvonandi grunnskólanemendur. Krakkar á skólaaldri sérlega velkomin, námskeiðið er frábær viðbót við sundkennslu vorsins.

Tímabil:

 • Námskeið 1: 3. júní – 20. júní, kennsla verður eftir hádegi, 12 skipti (35 mín).
 • Námskeið 2: 8. - 12. júlí og 22. – 26. júlí, kennsla verður fyrir hádegi, 10 skipti (40 mín).
 • Verð: kr. 14.000.

Skráning og upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 eða maggitryggva@gmail.com

Golfleikjanámskeið á æfingasvæðinu við Gufudalsvöll

Námskeiðshaldari: Golfklúbbur Hveragerðis.

 • Aldur: 6 – 14 ára.

Tímabil:

 • Vika 1 - 3. - 7. júní. Gjald kr. 4000
 • Vika 2 - 11. – 14. júní. Gjald kr. 3500

Kennt er alla virka daga frá kl. 9:30 – 12:00.

Farið verður í undirstöðuatriði golfíþróttarinnar og allskyns golfleiki. Það er hægt að fá lánaðar golfkylfur og -bolta.

Skráning og upplýsingar: Einar Lyng sími 771 2410 eða einarlyng@ghg.is

Fríar æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum í allt sumar fyrir krakka sem hafa áhuga á að kynnast golfinu, æfingar fara fram við skála og eru frá kl. 18-19.

Reiðnámskeið hjá Eldhestum á Völlum

Námskeiðshaldari: Æskulýðsdeild Ljúfs.

Kennt er í þremur hópum kl. 16:30, 17:30 og 18:30 í klst. í senn.

 • Aldur: börn á grunnskólaaldri.

Tímabil:

 • Námskeið 1: 3. - 7. júní.
 • Námskeið 2: 12. - 19. Júní (5 skipti, virka daga)
 • Verð: kr. 7000, allt innifalið: hestar, hjálmar og reiðtygi.
 • Kennari: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, reiðkennari

Skráning og upplýsingar hjá Aldísi í s. 864-4743 eftir kl. 16:00.

Ólympíu námskeið

Kynning á mismunandi íþróttagreinum

 • Aldur: Börn f. 2012 og 2013
 • Verð: Kr. 5000

Tímabil: Frá 4. - 21. júní. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 - 17:40.

 • 4. júní - badminton
 • 6. júní - frjálsar
 • 11. júní - handbolti
 • 13. júní - golf/snag
 • 18 júní - körfubolti
 • 21. júní - hreystiganga

Áhersla á undirstöðuatriði hverrar íþróttagreinar og allskyns leiki þeim tengdum.

Umsjónarmaður: Laufey Sif Lárusdóttir, þjálfararéttindi 1a og 1b frá ÍSÍ. Aðrir þjálfarar koma frá deildum Hamars og umf. Selfoss.

Skráning og upplýsingar olympiunamskeid@gmail.com eða í síma 693 0674

Skáknámskeið í íþróttahúsinu

Námskeiðshaldari: Skákfélag Hveragerðis

 • Aldur: 5 ára og eldri.

Áhersla á skák, leiki og að læra mannganginn – peðaskák, riddarahreinsun, konungurinn á hæðinni, köttur og mús, stigaskák og hornaskák.

 • Tímabil: 18.-21. júní kl. 13:00 – 14:30

 • Verð: kr. 3000

 • Kennari: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson

Skráning og upplýsingar hjá Sveinbirni, sveinbjorn@hveragerdi.is

Knattspyrnuæfingar á Hamarsvelli

Knattspyrnudeild Hamars

Aldur: 5., 6. og 7. flokkur karla (f. 2007-2012):

 • Mánudagar kl. 14 - 15
 • Miðvikudagar kl. 13 - 14
 • Fimmtudagar kl. 13 - 14

Aldur: 5., 6. og 7. flokkur kvenna (f. 2007-2012):

 • Mánudagar kl. 13 - 14
 • Miðvikudagar kl. 14 - 15
 • Fimmtudagar kl. 14 - 15

Einnig verða aukaæfingar fyrir áhugasama. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

Allar æfingar fara fram á Hamarsvellinum (undir hamrinum)

Þjálfarar fyrir 7. - 5. flokk eru:

 • Hafþór Vilberg Björnsson
 • Pétur Geir Ómarsson
 • Valdimar Ingi Auðunsson
 • Sam Malsom

Boltaskóli

Námskeiðshaldari: Knattspyrnudeild Hamars

 • Aldur: Leikskólakrakkar
 • Tímabil: 15. - 19. júlí
 • Verð: kr. 4000

Þjálfarar: Sigmar Karlsson og Hafsteinn Þór Auðunsson

Knattspyrnuskóli Hamars verður í sumar. Dagsetningar verða auglýstar á facebook síðu Knattspyrnudeildar Hamars.

Fimleikanámskeið í Hamarshöll

Námskeiðshaldari: Fimleikadeild Hamars.

Aldur: 6 ára og eldri. Skipt verður í hópa eftir aldri og fjölda. Tímabil 1: 18. - 24. júní kl. 10 – 12. Tímabil 2: 8. – 12. júlí kl. 10 – 12. * Verð: kr. 8000 fyrir 5 skipti.

Aðaláhersla lögð á styrk, liðleika og skemmtun í formi fimleika. Hentar bæði stelpum og strákum, byrjendum sem og lengra komnum.

Skráning og upplýsingar: sandrasigurdar@gmail.com eða í s. 865 4448.

Körfuknattleiksnámskeið í íþróttahúsinu v/Skólamörk

Námskeiðshaldari: Körfuknattleiksdeild Hamars.

 • Aldur: f. 2003 – 2010 Um verður að ræða tvo hópa ef þátttaka er næg.

 • Börn f. 2010 – 2008, stelpur og strákar (Mánudagar – Fimmtudagar)

 • Börn fædd 2007-2005, stelpur og strákar (Mánudagar – Föstudagar

Áhersla á grunnæfingar í körfuknattleik, tækni og leikskipulag.

Tímabil:

 • Námskeið 1: 3. – 20. júní, mánudag –fimmtudags kl 09:30-12:00
 • Námskeið 2: 3. – 21. júní, mánudag – miðvikudaga – föstudaga kl 16:30-19:00 þriðjudaga – fimmtudaga kl 17:30-20:00
 • Námskeið 3: 3. – 25. júlí, mánudag – fimmtudag kl 09:30-12:00
 • Námskeið 4: 3. – 26. júlí, mánudag – föstudags kl 16:30-19:00
 • Verð:
 • Námskeið 1 og 3 - 7500 kr hvort námskeið
 • Námskeið 2 og 4 - 10.000 kr hvort námskeið

Skráning og upplýsingar: Þórarinn Friðriksson, netfang: totifrikk@gmail.com

Strandblaksnámskeið austan við Sundlaugina Laugaskarði

Námskeiðshaldari: Blakdeild Hamars.

 • Aldur: 6 – 14 ára, stelpur og strákar. Lágmarksfjöldi eru fjórir.

Tímabil: Æfingar eru mánud. 24. júní, miðvikud. 26. júní og föstud. 28. júní frá kl. 17:00 – 18:45.

 • Verð: Kr. 6.000.
 • Þjálfarar: Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir.

Skráning og upplýsingar: kristjanvaldimars@hotmail.com

Útilífsnámskeið við skátaheimilið, Breiðumörk

Námskeiðshaldari: Skátafélagið Strókur.

 • Aldur: Börn f. 2012 og eldri.
 • Tímabil: 26. – 28. júní.
 • Verð: Kr. 6.000.

Spennandi viðfangsefni eins og hópefli, skýlagerð, varðeldur, leikir og fjör undir berum himni.

Skráning og upplýsingar: skatafelagidstrokur@gmail.com

CrossFit námskeið fyrir krakka og unglinga

Námskeiðshaldari: CrossFit Hengill

Aldur: Krakkatímar (f. 2007-2009):

 • Þriðjudagar kl. 12:30 - 13:20
 • Fimmtudagar kl. 12:30 - 13:20
 • Laugardagar kl. 12:00 - 12:50

Aldur: Unglingatímar (f. 2003-2006):

 • Mánudagar kl. 15:30 - 16:20
 • Miðvikudagar kl. 15:30 - 16:20
 • Föstudagar kl. 15:30 - 16:20

(ath. Strætó gengur frá Selfossi til Hveragerðis kl 14:49 og frá Hveragerði á Selfoss kl 17:06)

Markmið námskeiðanna er að kynna CrossFit æfingaformið fyrir krökkunum í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi undir fagmannlegri handleiðslu menntaðra þjálfara. Áhersla er lögð á líkamsvitund, rétta líkamsbeitingu, styrk, úthald og liðleika. Þau sem hafa fyrir grunn í CrossFit halda áfram að byggja ofan á hann.

Þjálfarar:

 • María Rún, Crossfit Level 2 þjálfari og ÍAK styrktarþjálfari,
 • Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir, Crossfit Level 1 þjálfari og ÍAK styrktarþjálfari og
 • Rakel Hlynsdóttir, ÍAK styrktarþjálfari og Crossfit Level 1 attendant
 • auk annarra aðstoðarþjálfara.

Skráning: http://www.crossfithengill.is

Bókasafnið í Sunnumörk – Sumarlestur

 • Aldur: 0-18 ára
 • Tímabil: 1. júní til 23. ágúst 2019
 • Verð: 0
 • Yfirumsjón: Edda Hrund Svanhildardóttir

Skráning og upplýsingar: Skráning hefst 1. júní

Bókasafnið býður upp á sumarlestur fyrir börn og unglinga frá 1. júní til 23. ágúst. Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt með börnum sem ekki eru orðin læs með því að lesa fyrir þau. Starfsfólk bókasafnsins er alltaf tilbúið að aðstoða við val á lesefni og þátttakendum er velkomið að lesa á safninu – eða fyrir utan ef veður er gott.

Fyrir hverja lesna bók, myndasögu, tímarit eða hljóðbók fá þátttakendur stimpil í lestrardagbókina sína. Að auki geta þátttakendur geta fyllt út bókaumsögn fyrir hverja lesna bók og skilað í sérstakan póstkassa sem staðsettur verður á bókasafninu. Við munum draga út heppna lestrarhesta reglulega í allt sumar og veita bókaverðlaun.

Sumarlestrinum lýkur með uppskeruhátíð laugardaginn 23. ágúst. Uppskeruhátíðin verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar má nálgast á bókasafninu, í síma 483-4531, á Facebooksíðu safnsins eða með því að senda tölvupóst í netfangið bokasafn@hveragerdi.is.

Bókasafnið er opið: mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.