Breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Hveragerði.

skrifað 14. maí 2019

Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis, lystigarðsins Fossflöt og athafnasvæðis við Vorsabæ í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. maí 2019 eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hverasvæðinu, Bláskógum, Hverahlíð, Lystigarðinum Fossflöt, Reykjamörk, Fljótsmörk og lóðunum Breiðumörk 23 og Hveramörk 12. Breytingarsvæðið nær til lóða austan Breiðumerkur og lóðarinnar Breiðamörk 25. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun á deiliskipulagssvæðinu, lokun Skólamerkur og nýja og breytta byggingarreiti.

Breyting á deiliskipulagi Lystigarðsins Fossflöt.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skólamörk, Breiðumörk, Reykjamörk og Varmá. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum svæðisins og nýjar gönguleiðir næst grunnskólanum.

Breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landinu Öxnalækur, fyrirhuguðum tengivegi, helgunarsvæði Búrfellslínu 2 og lóð skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar.
Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun athafnasvæðisins til suðvesturs, nýja aðkomuleið að Öxnalæk og breytingar á legu göngu-, hjóla og reiðstíga.

Deiliskipulagsbreytingar þessar hafa hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi