Sumarnámskeið fyrir börn 2019

skrifað 14. maí 2019
byrjar 17. maí 2019
 
Það er tilvalið að fara saman í sund í sumar

Boðið verður uppá fjölbreytt og skemmtileg námskeið í sumar fyrir börn og eru félög í bænum að leggja lokahönd á undirbúning. Í lok vikunnar verður hægt að tilkynna um flest námskeiðin og tímasetningar á þeim þannig að foreldrar geti skipulagt sumarið.

Þeir sem hafa áhuga á að halda námskeið fyrir krakka í sumar er velkomið að hafa samband við menningar og frístundafulltrúa jmh@hveragerdi.is fyrir föstudaginn 17. maí.