Hellisheiði lokuð í vestur Mánudag 12.ágúst

skrifað 12. ágú 2019
byrjar 12. ágú 2019
 

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Mánudag 12.ágúst er stefnt að því að malbika á Suðurlandsvegi, neðst í Kömbum. Vegi um Hellisheiði verður lokað í vestur, á milli Hveragerðis og afleggjara að Helllisheiðarvirkjun og verður umferð beint um hjáleið um Þrengslaveg.

Opið verður fyrir umferð í austur og inn að Hellisheiðarvirkjun.
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.03.
Athugið að í lokunarplani er gert ráð fyrir að lokað sé í báðar áttir en það verður opið fyrir umferð til austurs.

Á sama tíma er unnið við að taka niður og setja upp víravegrið á kaflanum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00.

Á þriðjudag og miðvikudag er svo stefnt að áframhaldandi malbikun í Hellisheiði til austurs.

Lokunarplan8.0.03.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.