Íbúafundur á Skyrgerðinni um málefni hitaveitunnar í Hveragerði.

skrifað 07. okt 2019
byrjar 08. okt 2019
 
veitur

Veitur bjóða til fundar Þriðjudaginn 8. okt, kl. 20:00-21:30 um málefni hitaveitunnar í Hveragerði.

Við munum fara yfir stöðu veitunnar, hvað hefur verið gert til að bregðast við þeim áskorunum sem upp hafa komið í rekstrinum og framtíðarhorfur.

Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fá svör við spurningum er brenna á þeim varðandi hitaveituna.

Boðið verður uppá kaffi og kleinur. Verið öll velkomin!