Hausttónleikar Karlakórs Hveragerðis

Hausttónleikar Karlakórs Hveragerðis
Nú eru þrjú ár frá því að Karlakór Hveragerðis var stofnaður og hefur þátttaka í kórnum farið fram úr björtustu vonum en að jafnaði syngja á milli 35 og 40 karlar með kórnum á öllum aldri.
Starfsemi þriðja ársins er hafin á fullum krafti en kórinn verður með glæsilega hausttónleika í Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. október (afmælisdagur kórsins) klukkan 16:00.
Sérstakir heiðursgestir verða söngvararnir Ólafur M. Magnússon, Jón Magnús Jónsson og Ásdís Rún Ólafsdóttir.
Undirleikari með þeim verður Arnhildur Valgarðsdóttir.
Sérstök hljómsveit mun einnig koma fram á tónleikunum en hana skipa Sigurgeir Skafti Flosason, Unnur Birna Björnsdóttir, Rögnvaldur Pálmason og Örlygur Atli Guðmundsson.
Lagaval á tónleikunum verður létt og skemmtilegt en einsöng með kórnum syngur Arnar Gísli Sæmundsson. Undirleikari og stjórnandi kórsins er Örlygur Atli Guðmundsson.
Miðaverð verður kr. 2500 en frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Eftir hausttónleikana heldur kórinn í söngferðalag til Suður Tíról í Ítaliu þar sem allt það helst á svæðinu verður skoðað, auk þess sem tónleikar verða haldnir og félagar og makar þeirra munu skemmta sér saman í vikutíma.
Nýir félagar boðnir velkomnir.
Nýir félagar, sem hafa áhuga á að syngja í kórnum verða boðnir hjartanlega velkomnir á æfingu miðvikudagskvöldið 23. október kl. 19:30. Æfingarnar fara fram í VesturÁsi í Hveragerði, sem er salur beint á móti Hveragerðiskirkju.
Æft er einu sinni í viku, miðvikudagskvöld frá 19:30 til 21:30.
Lagavalið er létt og skemmtilegt og þá má ekki gleyma góðum vinskap sem myndast við að syngja saman í kór.
Tekið verður á móti nýjum félögum með bros á vör og góðum kaffisopa.
Eldri fréttir
-
13. des 2019Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar