Vinningshafi í jólaorðaleiknum

skrifað 08. jan 2019
byrjar 24. jan 2019
 

Í jólagluggum bæjarins voru orð og setningar sem mynduðu gamla jólavísu eftir Jóhannes úr Kötlum.

Vísan heitir Jólakötturinn

Þið kannist við jólaköttinn

Sá var köttur gríðarstór.

Fólk vissi ekki hvaðan hann kom

Eða hvert hann fór.

Dregið var úr innsendum lausnum og var Berglind Matthíasdóttir, Dalsbrún 6 sú heppna og var hún með rétt heiti á vísunni.

Innilega til hamingju Berglind.

Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði

Hveragerðisbær þakkar öllum fyrir þátttökuna og fyrirtækjum fyrir velvild.