VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í AÐ BÆTA HEIMINN?

skrifað 05. feb 2018
byrjar 16. feb 2018
 

Við leitum að 12 ungmennum, 13til 18 ára, í Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Gætir þú verið eitt þeirra? Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa sett sér markmið um sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðin. Það er mikilvægt að rödd ungmenna heyrist um framkvæmd þeirra.

Ungmennaráð Heimsmarkmiðanna mun fræðast um markmiðin, kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og funda með ríkisstjórninni um hvernig sé best að ná markmiðunum.

Þú finnur frekari upplýsingar og umsóknareyðublað stjornarradid.is .

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2018.

Sjá auglýsinguna hér