Úthlutun á dvöl í Varmahlíð árið 2018

skrifað 12. des 2017
byrjar 11. des 2017
 
Varmahlíð

Á fundi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar 4. desember 2017 var farið yfir umsóknir listamanna um dvöl í listhúsinu Varmahlíð fyrir árið 2018.

28 umsóknir bárust og var ákveðið að 13 fengju úthlutun. Afnot af húsinu er endurgjaldslaus fyrir listamenn en óskað er eftir að þeir kynni listsköpun sína og stuðli með þeim hætti að því að efla menningaráhuga í Hveragerði.

Eftirtaldir listamenn fengu boð um að dvelja í Varmahlíð árið 2018:

Nafn:

 • Guðmundur Óskarsson rithöfundur
 • Rúrí/Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður
 • Gintaré Maciulskyté myndlistarmaður
 • Huginn Þór Grétarsson rithöfundur
 • Tinna Ottesen*/Gosie Vervloessem myndlistarmaður
 • Óskar Vistdal rithöfundur
 • Einar Scheving tónlistarmaður
 • Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarmaður
 • Ásdís Ólafsd. myndlistarmaður
 • Ólöf Rún Benediktsdóttir myndlistarmaður
 • Einar Örn Stefánsson rithöfundur
 • Baniprosonno myndlistarmaður
 • Kristín Þóra Kjartansdóttir rithöfundur