Umhverfisfulltrúi óskast !

skrifað 10. mar 2017
byrjar 26. mar 2017
 
Umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar

Staða umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. mars.

Hægt að smella á myndina hér til hliðar til að skoða auglýsinguna í heild sinni.

Umhverfisfulltrúi í blómstrandi bæ

Starfsvið:

  • Umsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi á sviði grænna svæða og stjórnun umhverfismála
  • Eftirlit með aðkeyptum verklegum framkvæmdum á umhverfissviði
  • Umsjón með endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og starfsemi gámasvæðis
  • Gerð fjárhags-, verk- og framkvæmdaáætlana
  • Undirbúningur og umsjón með útboðum og mat á tilboðum
  • Yfirumsjón með rekstri og þróun starfsemi áhaldahúss
  • Umsjón með Vinnuskóla Hveragerðisbæjar

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun sem hentar í starfið og/eða víðtæka reynslu og þekkingu á umhverfismálum. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund og vilja til verka, skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk samskiptahæfni og getu til að vinna í samhentum hópi. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og stjórnsýslu, auk leiðtogahæfni og styrks í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa jafnframt að vera vel tölvulæsir.

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar. Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar strá.is.

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.