Tónlist og upplestur 12. desember á bókasafninu

skrifað 11. des 2017
byrjar 12. des 2017
 
Jólaupplestur

Þriðjudaginn 12. desember verður bæði tónlistar- og upplestrardagskrá á bókasafninu.

Kl. 16:16 eigum við von á góðum gestum. Þá munu nokkrir nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga koma og skemmta okkur með söng og hljóðfæraleik undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur. Það er ljúft að slaka aðeins á og njóta notalegrar tónlistar fyrir eða eftir búðarferðina – eða bara koma sérstaklega til að hlusta á fallega tónlist og fylgjast með unga tónlistarfólkinu okkar.

Kl. 20 munu síðan bæjarstjórnarmenn lesa úr nýútkomnum bókum. Bókavalið er fjölbreytt og öruggt að hér verður skemmtileg kvöldstund. Það er orðið langt síðan við fengum bæjarstjórnarmenn til að lesa upp hér á safninu og kominn tími til að bæta úr því. Í bæjarstjórnin okkar eru ágætir upplesarar og það er gaman að sjá á þeim aðra hlið en vanalega. Hér getið þið séð úr hvaða bókum verður lesið:

Aldís Hafsteinsdóttir - Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson,
Eyþór Ólafsson - Með lífið að veði eftir Yeomni Park,
Garðar Árnason - Ærsl eftir Valgarð Egilsson,
Njörður Sigurðsson - Claessen – saga fjarmálamanns eftir Guðmund Magnússon,
Unnur Þormóðsdóttir - Þúsund kossar eftir Jón Gnarr og Viktoría Sif Kristinsdóttir - Myrkrið veit eftir Arnald Indriðason.

Boðið verður upp á hressingu og síðan smá spjall ef tími gefst til.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á bókasafninu á þriðjudaginn/þriðjudagskvöldið til að njóta með okkur.