Tíu námskeið og vinnustofur í LISTRÝMI á vorönn

skrifað 12. jan 2017
byrjar 31. jan 2017
 

Að skapa myndlist er þjálfun sem allir geta þróað með sér og samtímis fæst aukin ánægja og skilningur á myndlist almennt. Nú á vörönn verður boðið upp á kvöldnámskeið í teiknun 1- 2, teiknun 3, anatómíu, portrett og módelteikningu. Helgarnámskeið í olíumálun, vatnslitamálun, akrílmálun og blandaðri tækni, ljósmyndun og mótun. Barnanámskeið fyrir krakka 8-10 ára og 11-12 ára og námskeið í myndasögugerð fyrir unglinga.

Innritun er hafin en öll heimili í Árnessýslu ættu að hafa fengið sendan bækling með nánari upplýsingum um námskeiðin og vinnustofurnar. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn á bókasafninu og bæjarskrifstofunni eða á netinu á Listasafn Árnesinga

Leiðbeinendur LISTRÝMIS eru: Andri K. Andersen, Dagný Guðmundsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Pétur Thomsen, Mýrmann og Jakob Veigar Sigurðsson.

LISTRÝMI nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.