Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 15. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kambalands, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun. Tillagan felur í sér þéttingu byggðar á suðausturhluta Kambalands þannig að þar verði samtals 133 íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum í stað 81 íbúðar í einbýlis-, par- og raðhúsum. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Breiðumörk 20 og er til sýnis frá og með mánudeginum 25. júní til mánudagsins 6. ágúst 2018.
Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar, hér
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 7. ágúst 2018.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is.
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt